Sálfræðingur segir það ekki endilega góða hugmynd að fara með börnin í Costco Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2017 10:48 Fjölmargir lögðu leið sína í Costco í gær. Vísir/Anton Brink Örtröð var í versluninni Costco í Kauptúni í Garðabæ í gær, enda margir sem nýttu fríið sitt á uppstigningardegi til að kíkja þangað. Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, sem telur um 37 þúsund manns þegar þetta er ritað, voru foreldrar varaðir við að fara með börnin sín í Costco í gær ef þau voru ekki stemmd fyrir því. Þá sérstaklega í ljósi þess að ferð í Costco getur staðið yfir í allt að einn og hálfan klukkutíma þegar örtröðin er sem mest líkt og raun bar vitni í gær.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.Vísir„Það er stappað og heitt þarna inni og þetta er síðasti staðurinn sem þau vilja vera á,“ ritaði einn þeirra sem er meðlimur í þessum hópi og bætti annar við. „Það virðist vera full þörf á þessari ábendingu. Ég fór í gær og þá var ekki troðið og það var skelfilegt að sjá grátandi börn sem voru svo gjörsamlega búin að fá nóg. Það eru ekki öll börn sem þola þetta álag sem fylgir því að fara í búðir, hvað þá svona búðir.“ Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarmiðstöðinni, segir það full mikið í lagt að foreldrar ættu að hafa áhyggjur af því að fara með börnin sín í Costco. Varanlegur skaði muni ekki hljótast af því ef börnin þeirra gráti. Steinunn segir hins vegar að það sé ekki beint skynsamlegt að taka börnin sín með sér í verslunarferð í Costco sem getur tekið þó nokkurn tíma þegar aðsóknin er jafn mikil og raun bar vitni í gær. „Það er ekki endilega góð hugmynd ef ef þú ætlar að gera það þá getur þú undirbúið þig. Tekið smá nesti með fyrir barnið og leikfang fyrir það. Þú getur einnig látið barnið hjálpa þér að kaupa inn,“ segir Steinunn en bendir á að pakkningarnar í Costco séu mögulega það stórar að erfitt sé að láta lítil börn aðstoða sig með þær. „En krökkum finnst gaman að fá að vera aðstoðarmenn,“ segir Steinunn en ítrekar að þetta sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. „Hafið það hins vegar í huga að þetta getur orðið hrikalega erfitt fyrir ykkur bæði, börn og foreldra. Costco Tengdar fréttir Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14 Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00 Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39 Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Örtröð var í versluninni Costco í Kauptúni í Garðabæ í gær, enda margir sem nýttu fríið sitt á uppstigningardegi til að kíkja þangað. Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, sem telur um 37 þúsund manns þegar þetta er ritað, voru foreldrar varaðir við að fara með börnin sín í Costco í gær ef þau voru ekki stemmd fyrir því. Þá sérstaklega í ljósi þess að ferð í Costco getur staðið yfir í allt að einn og hálfan klukkutíma þegar örtröðin er sem mest líkt og raun bar vitni í gær.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.Vísir„Það er stappað og heitt þarna inni og þetta er síðasti staðurinn sem þau vilja vera á,“ ritaði einn þeirra sem er meðlimur í þessum hópi og bætti annar við. „Það virðist vera full þörf á þessari ábendingu. Ég fór í gær og þá var ekki troðið og það var skelfilegt að sjá grátandi börn sem voru svo gjörsamlega búin að fá nóg. Það eru ekki öll börn sem þola þetta álag sem fylgir því að fara í búðir, hvað þá svona búðir.“ Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarmiðstöðinni, segir það full mikið í lagt að foreldrar ættu að hafa áhyggjur af því að fara með börnin sín í Costco. Varanlegur skaði muni ekki hljótast af því ef börnin þeirra gráti. Steinunn segir hins vegar að það sé ekki beint skynsamlegt að taka börnin sín með sér í verslunarferð í Costco sem getur tekið þó nokkurn tíma þegar aðsóknin er jafn mikil og raun bar vitni í gær. „Það er ekki endilega góð hugmynd ef ef þú ætlar að gera það þá getur þú undirbúið þig. Tekið smá nesti með fyrir barnið og leikfang fyrir það. Þú getur einnig látið barnið hjálpa þér að kaupa inn,“ segir Steinunn en bendir á að pakkningarnar í Costco séu mögulega það stórar að erfitt sé að láta lítil börn aðstoða sig með þær. „En krökkum finnst gaman að fá að vera aðstoðarmenn,“ segir Steinunn en ítrekar að þetta sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. „Hafið það hins vegar í huga að þetta getur orðið hrikalega erfitt fyrir ykkur bæði, börn og foreldra.
Costco Tengdar fréttir Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14 Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00 Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39 Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14
Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00
Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39
Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49