Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2017 10:36 „Meira en við bjuggumst við,“ segir Einar. Vísir/Vilhelm Níutíu kvartanir vegna ólyktar hafa borist á borð Umhverfisstofnunar frá því að ljósbogaofn kísilverksmiðjunnar United Silicon var ræstur á sunnudag. Þar af hafa sjötíu kvartanir borist stofnuninni á síðustu tveimur dögum. „Þetta er meira en við bjuggumst við,“ segir Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar, í samtali við fréttastofu. Ljósbogaofn verksmiðjunnar var sem fyrr segir ræstur á sunnudag en hann stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. Af þeim sökum barst lykt frá verksmiðjunni en ofninn var gangsettur að nýju á miðvikudagskvöld. Einar segir það því hafa verið viðbúið að kvartanir myndu berast en stofnunin fylgist grannt með gangi mála og reynir að halda bæjaryfirvöldum upplýstum um það sem gerist í rekstri ofnsins. „Það var gefið að þessi vika yrði óstöðug en við teljum að þetta sé tímabundið ástand. Þessi lykt ætti að hverfa þegar ofninn kemst í fullt álag. Það hefur gengið vel síðan í fyrrakvöld að keyra ofninn upp þannig að við vonumst til að lyktin hverfi eftir það,“ segir hann. Loftgæði eru mæld í verksmiðjunni, í nágrenni hennar og á einu heimili í Reykjanesbæ. Sýnin verða í framhaldinu send norsku loftannsóknarstofnuninni NILU. Einar segir að samkvæmt sóttvarnalækni sé fólk ekki í bráðri hættu vegna hugsanlegrar loftmengunar en hvetur fólk til þess að leita sér læknisaðstoðar finni það fyrir einkennum. United Silicon Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Níutíu kvartanir vegna ólyktar hafa borist á borð Umhverfisstofnunar frá því að ljósbogaofn kísilverksmiðjunnar United Silicon var ræstur á sunnudag. Þar af hafa sjötíu kvartanir borist stofnuninni á síðustu tveimur dögum. „Þetta er meira en við bjuggumst við,“ segir Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar, í samtali við fréttastofu. Ljósbogaofn verksmiðjunnar var sem fyrr segir ræstur á sunnudag en hann stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. Af þeim sökum barst lykt frá verksmiðjunni en ofninn var gangsettur að nýju á miðvikudagskvöld. Einar segir það því hafa verið viðbúið að kvartanir myndu berast en stofnunin fylgist grannt með gangi mála og reynir að halda bæjaryfirvöldum upplýstum um það sem gerist í rekstri ofnsins. „Það var gefið að þessi vika yrði óstöðug en við teljum að þetta sé tímabundið ástand. Þessi lykt ætti að hverfa þegar ofninn kemst í fullt álag. Það hefur gengið vel síðan í fyrrakvöld að keyra ofninn upp þannig að við vonumst til að lyktin hverfi eftir það,“ segir hann. Loftgæði eru mæld í verksmiðjunni, í nágrenni hennar og á einu heimili í Reykjanesbæ. Sýnin verða í framhaldinu send norsku loftannsóknarstofnuninni NILU. Einar segir að samkvæmt sóttvarnalækni sé fólk ekki í bráðri hættu vegna hugsanlegrar loftmengunar en hvetur fólk til þess að leita sér læknisaðstoðar finni það fyrir einkennum.
United Silicon Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira