Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2017 10:36 „Meira en við bjuggumst við,“ segir Einar. Vísir/Vilhelm Níutíu kvartanir vegna ólyktar hafa borist á borð Umhverfisstofnunar frá því að ljósbogaofn kísilverksmiðjunnar United Silicon var ræstur á sunnudag. Þar af hafa sjötíu kvartanir borist stofnuninni á síðustu tveimur dögum. „Þetta er meira en við bjuggumst við,“ segir Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar, í samtali við fréttastofu. Ljósbogaofn verksmiðjunnar var sem fyrr segir ræstur á sunnudag en hann stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. Af þeim sökum barst lykt frá verksmiðjunni en ofninn var gangsettur að nýju á miðvikudagskvöld. Einar segir það því hafa verið viðbúið að kvartanir myndu berast en stofnunin fylgist grannt með gangi mála og reynir að halda bæjaryfirvöldum upplýstum um það sem gerist í rekstri ofnsins. „Það var gefið að þessi vika yrði óstöðug en við teljum að þetta sé tímabundið ástand. Þessi lykt ætti að hverfa þegar ofninn kemst í fullt álag. Það hefur gengið vel síðan í fyrrakvöld að keyra ofninn upp þannig að við vonumst til að lyktin hverfi eftir það,“ segir hann. Loftgæði eru mæld í verksmiðjunni, í nágrenni hennar og á einu heimili í Reykjanesbæ. Sýnin verða í framhaldinu send norsku loftannsóknarstofnuninni NILU. Einar segir að samkvæmt sóttvarnalækni sé fólk ekki í bráðri hættu vegna hugsanlegrar loftmengunar en hvetur fólk til þess að leita sér læknisaðstoðar finni það fyrir einkennum. United Silicon Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Níutíu kvartanir vegna ólyktar hafa borist á borð Umhverfisstofnunar frá því að ljósbogaofn kísilverksmiðjunnar United Silicon var ræstur á sunnudag. Þar af hafa sjötíu kvartanir borist stofnuninni á síðustu tveimur dögum. „Þetta er meira en við bjuggumst við,“ segir Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar, í samtali við fréttastofu. Ljósbogaofn verksmiðjunnar var sem fyrr segir ræstur á sunnudag en hann stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. Af þeim sökum barst lykt frá verksmiðjunni en ofninn var gangsettur að nýju á miðvikudagskvöld. Einar segir það því hafa verið viðbúið að kvartanir myndu berast en stofnunin fylgist grannt með gangi mála og reynir að halda bæjaryfirvöldum upplýstum um það sem gerist í rekstri ofnsins. „Það var gefið að þessi vika yrði óstöðug en við teljum að þetta sé tímabundið ástand. Þessi lykt ætti að hverfa þegar ofninn kemst í fullt álag. Það hefur gengið vel síðan í fyrrakvöld að keyra ofninn upp þannig að við vonumst til að lyktin hverfi eftir það,“ segir hann. Loftgæði eru mæld í verksmiðjunni, í nágrenni hennar og á einu heimili í Reykjanesbæ. Sýnin verða í framhaldinu send norsku loftannsóknarstofnuninni NILU. Einar segir að samkvæmt sóttvarnalækni sé fólk ekki í bráðri hættu vegna hugsanlegrar loftmengunar en hvetur fólk til þess að leita sér læknisaðstoðar finni það fyrir einkennum.
United Silicon Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira