Lögregla hefur hætt rannsókn á dauða hjólreiðamannsins á Nesjavallaleið Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2017 15:30 Maðurinn var á leið niður bratta brekku á Nesjavallaleið vestan megin við Dyrfjöll. Loftmyndir ehf. Lögreglan á Suðurlandi hefur hætt rannsókn á dauða hjólreiðamanns sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallaleið á mánudag. Hjólreiðamaðurinn var 28 ára gamall Ítali, fæddur árið 1989, en vegfarendur komu að honum meðvitundarlausum á veginum á Nesjavallaleið. Var haft samband við neyðarlínuna og honum komið á Landspítalann í Fossvogi. Hann var alvarlega slasaður og komst aldrei til meðvitundar. Lögreglan tilkynnti á miðvikudag að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir lögreglu ekki vita annað en að maðurinn hafi fallið á hjólinu og að ekkert bendi til þess að slysið hafi haft annan aðdraganda en að hann hafi misst stjórn á hjólinu. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur útilokað að ekið var á hjólreiðamanninn. Lögreglan segir Ítalann hafa fallið af reiðhjóli þegar hann fór niður bratta brekku, sem er síðasta brekkan sem er vestan megin við Dyrfjöll. Þorgrímur Óli segir aðstæður hafa verið góðar þennan dag, þurrt, níu stiga hiti og hægur vindur. Þá er vegurinn einnig með bundnu slitlagi. Þorgrímur Óli segir Ítalann hafa verið léttklæddan á hjólinu, með lítinn farangur og hjálmlausan. Á miðvikudag óskaði lögreglan eftir upplýsingum um slysið en Þorgrímur segir nokkrar ábendingar hafa borist, en engin þeirra hafi komið að gagni. Til að mynda barst ein ábending frá vegfaranda sem sá Ítalann daginn fyrir slysið. Úr því að engar nýjar upplýsingar liggja fyrir hefur lögreglan hætt rannsókn málsins. Sendiráð Ítalíu hefur verið í sambandi við fjölskyldu mannsins, en ekki er unnt að gefa upp nafn hans að svo stöddu. Tengdar fréttir Ítalskur ferðamaður á reiðhjóli lést Ítalskur ferðamaður á þrítugsaldri, sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi eftir miðjan dag í gær, hefur verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í Reykjavík. 23. maí 2017 17:56 Fannst alvarlega slasaður á Nesjavallavegi Hjólreiðamaður er alvarlega slasaður og var fluttur á slysadeild eftir að hann fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi um klukkan 14 í dag. 22. maí 2017 15:13 Tæknideild lögreglu útilokar að ekið hafi verið á hjólreiðamanninn sem fannst meðvitundarlaus Hjólreiðamaðurinn er alvarlega slasaður. 23. maí 2017 17:15 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur hætt rannsókn á dauða hjólreiðamanns sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallaleið á mánudag. Hjólreiðamaðurinn var 28 ára gamall Ítali, fæddur árið 1989, en vegfarendur komu að honum meðvitundarlausum á veginum á Nesjavallaleið. Var haft samband við neyðarlínuna og honum komið á Landspítalann í Fossvogi. Hann var alvarlega slasaður og komst aldrei til meðvitundar. Lögreglan tilkynnti á miðvikudag að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir lögreglu ekki vita annað en að maðurinn hafi fallið á hjólinu og að ekkert bendi til þess að slysið hafi haft annan aðdraganda en að hann hafi misst stjórn á hjólinu. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur útilokað að ekið var á hjólreiðamanninn. Lögreglan segir Ítalann hafa fallið af reiðhjóli þegar hann fór niður bratta brekku, sem er síðasta brekkan sem er vestan megin við Dyrfjöll. Þorgrímur Óli segir aðstæður hafa verið góðar þennan dag, þurrt, níu stiga hiti og hægur vindur. Þá er vegurinn einnig með bundnu slitlagi. Þorgrímur Óli segir Ítalann hafa verið léttklæddan á hjólinu, með lítinn farangur og hjálmlausan. Á miðvikudag óskaði lögreglan eftir upplýsingum um slysið en Þorgrímur segir nokkrar ábendingar hafa borist, en engin þeirra hafi komið að gagni. Til að mynda barst ein ábending frá vegfaranda sem sá Ítalann daginn fyrir slysið. Úr því að engar nýjar upplýsingar liggja fyrir hefur lögreglan hætt rannsókn málsins. Sendiráð Ítalíu hefur verið í sambandi við fjölskyldu mannsins, en ekki er unnt að gefa upp nafn hans að svo stöddu.
Tengdar fréttir Ítalskur ferðamaður á reiðhjóli lést Ítalskur ferðamaður á þrítugsaldri, sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi eftir miðjan dag í gær, hefur verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í Reykjavík. 23. maí 2017 17:56 Fannst alvarlega slasaður á Nesjavallavegi Hjólreiðamaður er alvarlega slasaður og var fluttur á slysadeild eftir að hann fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi um klukkan 14 í dag. 22. maí 2017 15:13 Tæknideild lögreglu útilokar að ekið hafi verið á hjólreiðamanninn sem fannst meðvitundarlaus Hjólreiðamaðurinn er alvarlega slasaður. 23. maí 2017 17:15 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Ítalskur ferðamaður á reiðhjóli lést Ítalskur ferðamaður á þrítugsaldri, sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi eftir miðjan dag í gær, hefur verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í Reykjavík. 23. maí 2017 17:56
Fannst alvarlega slasaður á Nesjavallavegi Hjólreiðamaður er alvarlega slasaður og var fluttur á slysadeild eftir að hann fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi um klukkan 14 í dag. 22. maí 2017 15:13
Tæknideild lögreglu útilokar að ekið hafi verið á hjólreiðamanninn sem fannst meðvitundarlaus Hjólreiðamaðurinn er alvarlega slasaður. 23. maí 2017 17:15