„Með gríðarmikilli ást og virðingu fyrir bæði hvort öðru og þeim 18 árum sem við vörðum saman, höfum við ákveðið að skilja,“ sögðu Stiller og Taylor. Þau segjast munu setja uppeldi barna sinna í forgang og að þau verði áfram vinir.
Parið kynntist við tökur á sjónvarpsþættinum Heat Vision and Jack sem þó var aldrei sýndur í sjónvarpi. Ástin blómstraði og þau giftu sig árið 2000. Saman eiga þau tvö börn.
Stiller og Taylor störfuðu saman við kvikmyndir á borð við Zoolander, Dodgeball: A True Underdog Story og Tropic Thunder. Síðasta verkefni þeirra saman var kvikmyndin Zoolander 2, sem frumsýnd var í febrúar síðastliðnum.