Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2017 06:00 Ólafur Foss segir þrengt að bílstjórum í miðbænum, eins og hér í Austurstræti. vísir/eyþór „Við bara hötum miðbæinn, það er ekki hægt að vinna þarna,“ segir Ólafur Foss, sjálfstætt starfandi sendibílstjóri hjá Nýju sendibílastöðinni. Að sögn Ólafs varaði lögreglumaður sendibílstjóra við því á föstudag að nú eftir helgina myndi eftirlit verða hert og sektum beitt gegn þeim sem afferma vörur í Austurstræti eftir klukkan ellefu á morgnana. Hann segir þegar alltof mikið hafa verið þrengt að vöru- og fólksflutningnum í miðbænum. Ekki sé nóg með að ekki sé gert ráð fyrir afhendingarstæðum fyrir svo stóra bíla heldur sé tímaglugginn aðeins fjórir klukkutímar – milli klukkan sjö og ellefu á morgnana. „Það er verið að troða öllum rútunum og öllum sendibílunum á sama tíma niður í miðbæ og það náttúrlega gengur ekki því þá stíflast allt saman,“ segir Ólafur sem kveðst vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. „Maður er endalaust að tefja fólkið fyrir aftan sig af því að það er ekki hægt að stoppa neins staðar til að afferma.“ Ólafur segir auðvelt að ímynda sér öngþveitið þegar upp í þrjátíu fyrirtæki séu að þjónusta Laugaveginn á sama tíma. „Það er verið að þjónusta túristana þarna niður frá en samt er alltaf verið að þrengja að því að það sé hægt. Rúturnar hafa verið mjög illa séðar í miðbænum og alltaf verið að tuða í þeim. Núna eru sendibílarnar orðnir sama dæmið.“ Þá bendir Ólafur á að það séu ekki aðeins fyrirtækin í miðbænum sem noti sendibíla því þar búi mikið af fólki sem þurfi að flytja húsgögn og fleira. „Maður þarf að leggja ólöglega, ganga með vöruna, keyra á móti umferð. Maður þarf að hlaupa inn og út með vörur með hjartað í brókunum yfir því hvort maður sé að fá sekt eða ekki. Þetta er frekar taugatrekkjandi,“ segir hann. Lausnina segir Ólafur meðal annars geta falist í því að heimila vörulosun frá klukkan fjögur á nóttinni líkt og Ölgerðin bað um leyfi fyrir í fyrra. Þeirri beiðni var synjað vegna þess að hún stangaðist á við hávaðareglugerð eins og kom fram í Fréttablaðinu í desember síðastliðnum. Aðspurður segir Ólafur sér finnast fáránlegt að íbúar í miðbænum kvarti undan hávaða frá vörulosun. Það eina sem heyrist í séu bakkflautur. „Ég sé nú ekki að það sé mikill hávaði í tveimur mönnum sem eru að bera bjórkúta eða fara inn með pallettur. Fólk lætur náttúrlega allt fara í taugarnar á sér í dag. Hjól á ferðatöskum fara fyrir brjóstið á fólki. Það má ekki saumnál detta í dag þá er fólk farið að væla.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna þessa máls. Ólafur bendir á að með allri þeirri takmörkun sem sé á umferð sendibíla um miðbæinn verði túrarnir lengri og dýrari. „Ef það bætist sekt ofan á, hver á þá að borga hana? Á ég að gera það? Það er ekki hægt að rukka kúnnann fyrir þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
„Við bara hötum miðbæinn, það er ekki hægt að vinna þarna,“ segir Ólafur Foss, sjálfstætt starfandi sendibílstjóri hjá Nýju sendibílastöðinni. Að sögn Ólafs varaði lögreglumaður sendibílstjóra við því á föstudag að nú eftir helgina myndi eftirlit verða hert og sektum beitt gegn þeim sem afferma vörur í Austurstræti eftir klukkan ellefu á morgnana. Hann segir þegar alltof mikið hafa verið þrengt að vöru- og fólksflutningnum í miðbænum. Ekki sé nóg með að ekki sé gert ráð fyrir afhendingarstæðum fyrir svo stóra bíla heldur sé tímaglugginn aðeins fjórir klukkutímar – milli klukkan sjö og ellefu á morgnana. „Það er verið að troða öllum rútunum og öllum sendibílunum á sama tíma niður í miðbæ og það náttúrlega gengur ekki því þá stíflast allt saman,“ segir Ólafur sem kveðst vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. „Maður er endalaust að tefja fólkið fyrir aftan sig af því að það er ekki hægt að stoppa neins staðar til að afferma.“ Ólafur segir auðvelt að ímynda sér öngþveitið þegar upp í þrjátíu fyrirtæki séu að þjónusta Laugaveginn á sama tíma. „Það er verið að þjónusta túristana þarna niður frá en samt er alltaf verið að þrengja að því að það sé hægt. Rúturnar hafa verið mjög illa séðar í miðbænum og alltaf verið að tuða í þeim. Núna eru sendibílarnar orðnir sama dæmið.“ Þá bendir Ólafur á að það séu ekki aðeins fyrirtækin í miðbænum sem noti sendibíla því þar búi mikið af fólki sem þurfi að flytja húsgögn og fleira. „Maður þarf að leggja ólöglega, ganga með vöruna, keyra á móti umferð. Maður þarf að hlaupa inn og út með vörur með hjartað í brókunum yfir því hvort maður sé að fá sekt eða ekki. Þetta er frekar taugatrekkjandi,“ segir hann. Lausnina segir Ólafur meðal annars geta falist í því að heimila vörulosun frá klukkan fjögur á nóttinni líkt og Ölgerðin bað um leyfi fyrir í fyrra. Þeirri beiðni var synjað vegna þess að hún stangaðist á við hávaðareglugerð eins og kom fram í Fréttablaðinu í desember síðastliðnum. Aðspurður segir Ólafur sér finnast fáránlegt að íbúar í miðbænum kvarti undan hávaða frá vörulosun. Það eina sem heyrist í séu bakkflautur. „Ég sé nú ekki að það sé mikill hávaði í tveimur mönnum sem eru að bera bjórkúta eða fara inn með pallettur. Fólk lætur náttúrlega allt fara í taugarnar á sér í dag. Hjól á ferðatöskum fara fyrir brjóstið á fólki. Það má ekki saumnál detta í dag þá er fólk farið að væla.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna þessa máls. Ólafur bendir á að með allri þeirri takmörkun sem sé á umferð sendibíla um miðbæinn verði túrarnir lengri og dýrari. „Ef það bætist sekt ofan á, hver á þá að borga hana? Á ég að gera það? Það er ekki hægt að rukka kúnnann fyrir þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira