Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2017 06:00 Ólafur Foss segir þrengt að bílstjórum í miðbænum, eins og hér í Austurstræti. vísir/eyþór „Við bara hötum miðbæinn, það er ekki hægt að vinna þarna,“ segir Ólafur Foss, sjálfstætt starfandi sendibílstjóri hjá Nýju sendibílastöðinni. Að sögn Ólafs varaði lögreglumaður sendibílstjóra við því á föstudag að nú eftir helgina myndi eftirlit verða hert og sektum beitt gegn þeim sem afferma vörur í Austurstræti eftir klukkan ellefu á morgnana. Hann segir þegar alltof mikið hafa verið þrengt að vöru- og fólksflutningnum í miðbænum. Ekki sé nóg með að ekki sé gert ráð fyrir afhendingarstæðum fyrir svo stóra bíla heldur sé tímaglugginn aðeins fjórir klukkutímar – milli klukkan sjö og ellefu á morgnana. „Það er verið að troða öllum rútunum og öllum sendibílunum á sama tíma niður í miðbæ og það náttúrlega gengur ekki því þá stíflast allt saman,“ segir Ólafur sem kveðst vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. „Maður er endalaust að tefja fólkið fyrir aftan sig af því að það er ekki hægt að stoppa neins staðar til að afferma.“ Ólafur segir auðvelt að ímynda sér öngþveitið þegar upp í þrjátíu fyrirtæki séu að þjónusta Laugaveginn á sama tíma. „Það er verið að þjónusta túristana þarna niður frá en samt er alltaf verið að þrengja að því að það sé hægt. Rúturnar hafa verið mjög illa séðar í miðbænum og alltaf verið að tuða í þeim. Núna eru sendibílarnar orðnir sama dæmið.“ Þá bendir Ólafur á að það séu ekki aðeins fyrirtækin í miðbænum sem noti sendibíla því þar búi mikið af fólki sem þurfi að flytja húsgögn og fleira. „Maður þarf að leggja ólöglega, ganga með vöruna, keyra á móti umferð. Maður þarf að hlaupa inn og út með vörur með hjartað í brókunum yfir því hvort maður sé að fá sekt eða ekki. Þetta er frekar taugatrekkjandi,“ segir hann. Lausnina segir Ólafur meðal annars geta falist í því að heimila vörulosun frá klukkan fjögur á nóttinni líkt og Ölgerðin bað um leyfi fyrir í fyrra. Þeirri beiðni var synjað vegna þess að hún stangaðist á við hávaðareglugerð eins og kom fram í Fréttablaðinu í desember síðastliðnum. Aðspurður segir Ólafur sér finnast fáránlegt að íbúar í miðbænum kvarti undan hávaða frá vörulosun. Það eina sem heyrist í séu bakkflautur. „Ég sé nú ekki að það sé mikill hávaði í tveimur mönnum sem eru að bera bjórkúta eða fara inn með pallettur. Fólk lætur náttúrlega allt fara í taugarnar á sér í dag. Hjól á ferðatöskum fara fyrir brjóstið á fólki. Það má ekki saumnál detta í dag þá er fólk farið að væla.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna þessa máls. Ólafur bendir á að með allri þeirri takmörkun sem sé á umferð sendibíla um miðbæinn verði túrarnir lengri og dýrari. „Ef það bætist sekt ofan á, hver á þá að borga hana? Á ég að gera það? Það er ekki hægt að rukka kúnnann fyrir þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
„Við bara hötum miðbæinn, það er ekki hægt að vinna þarna,“ segir Ólafur Foss, sjálfstætt starfandi sendibílstjóri hjá Nýju sendibílastöðinni. Að sögn Ólafs varaði lögreglumaður sendibílstjóra við því á föstudag að nú eftir helgina myndi eftirlit verða hert og sektum beitt gegn þeim sem afferma vörur í Austurstræti eftir klukkan ellefu á morgnana. Hann segir þegar alltof mikið hafa verið þrengt að vöru- og fólksflutningnum í miðbænum. Ekki sé nóg með að ekki sé gert ráð fyrir afhendingarstæðum fyrir svo stóra bíla heldur sé tímaglugginn aðeins fjórir klukkutímar – milli klukkan sjö og ellefu á morgnana. „Það er verið að troða öllum rútunum og öllum sendibílunum á sama tíma niður í miðbæ og það náttúrlega gengur ekki því þá stíflast allt saman,“ segir Ólafur sem kveðst vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. „Maður er endalaust að tefja fólkið fyrir aftan sig af því að það er ekki hægt að stoppa neins staðar til að afferma.“ Ólafur segir auðvelt að ímynda sér öngþveitið þegar upp í þrjátíu fyrirtæki séu að þjónusta Laugaveginn á sama tíma. „Það er verið að þjónusta túristana þarna niður frá en samt er alltaf verið að þrengja að því að það sé hægt. Rúturnar hafa verið mjög illa séðar í miðbænum og alltaf verið að tuða í þeim. Núna eru sendibílarnar orðnir sama dæmið.“ Þá bendir Ólafur á að það séu ekki aðeins fyrirtækin í miðbænum sem noti sendibíla því þar búi mikið af fólki sem þurfi að flytja húsgögn og fleira. „Maður þarf að leggja ólöglega, ganga með vöruna, keyra á móti umferð. Maður þarf að hlaupa inn og út með vörur með hjartað í brókunum yfir því hvort maður sé að fá sekt eða ekki. Þetta er frekar taugatrekkjandi,“ segir hann. Lausnina segir Ólafur meðal annars geta falist í því að heimila vörulosun frá klukkan fjögur á nóttinni líkt og Ölgerðin bað um leyfi fyrir í fyrra. Þeirri beiðni var synjað vegna þess að hún stangaðist á við hávaðareglugerð eins og kom fram í Fréttablaðinu í desember síðastliðnum. Aðspurður segir Ólafur sér finnast fáránlegt að íbúar í miðbænum kvarti undan hávaða frá vörulosun. Það eina sem heyrist í séu bakkflautur. „Ég sé nú ekki að það sé mikill hávaði í tveimur mönnum sem eru að bera bjórkúta eða fara inn með pallettur. Fólk lætur náttúrlega allt fara í taugarnar á sér í dag. Hjól á ferðatöskum fara fyrir brjóstið á fólki. Það má ekki saumnál detta í dag þá er fólk farið að væla.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna þessa máls. Ólafur bendir á að með allri þeirri takmörkun sem sé á umferð sendibíla um miðbæinn verði túrarnir lengri og dýrari. „Ef það bætist sekt ofan á, hver á þá að borga hana? Á ég að gera það? Það er ekki hægt að rukka kúnnann fyrir þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira