Votlendi endurheimt fyrir fugla og fólk Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Kostnaður bæjarins var um 13 milljónir við bæði verkefnin. Mynd/Garðabær Verkefnum Garðabæjar við endurheimt votlendis á tveimur svæðum á Álftanesi er lokið. Horft er til loftslagsmála en ekki síður á mikilvægi svæðanna vegna fjölbreytts fuglalífs og möguleika til útivistar. Frekari framkvæmdir Garðabæjar við endurheimt votlendis eru í farvatninu við Urriðavatn. Á dögunum lauk framkvæmdum við endurheimt votlendis á Álftanesi milli Kasthúsatjarnar og Jörvavegar. Verkefnið hófst formlega í lok ágúst og fólst í uppfyllingu 675 metra af skurðum. Að verkefninu komu Landgræðsla ríkisins og Toyota á Íslandi, auk bæjarins. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, segir að áfram verði haldið. Samstarfi Garðabæjar við Toyota á Íslandi og Landgræðsluna verði haldið áfram, og endurheimt votlendis við Urriðavatn hafi orðið fyrir valinu. Spurð hvernig sveitarfélagið hafi hugsað nýtingu svæðanna eftir að framkvæmdum er lokið segir Jóna að hugmyndin sé að þau nýtist til útivistar og fuglaskoðunar.Jóna Sæmundsdóttir„Við Kasthúsatjörn er einstakt fuglalíf og við Bessastaðanes er varpsvæði æðarfugla. Það er okkur mikilvægt að allt yfirbragð bæjarlandsins sé aðlaðandi og hvetji til útivistar enda er stór hluti bæjarlandsins friðlýstur,“ segir Jóna og bætir við að votlendi sé mikilvægt búsvæði fugla og plantna og styðji þannig við líffræðilegan fjölbreytileika svæðana. Verkefnin falli mjög vel að nýútgefinni umhverfisstefnu Garðabæjar. Verkefnið tafðist fyrst um sinn vegna rigninga síðasta haust og vetur en áætlað var að ljúka framkvæmdinni fyrir komu farfugla á svæðið. Í framhaldinu munu sérfræðingur Landgræðslunnar og umhverfisstjóri Garðabæjar fylgjast með framvindu svæðisins, til dæmis hvernig og hve hratt votlendið grær eftir raskið. Á Álftanesi hefur nú verið endurheimt votlendi á tveimur svæðum; á Bessastaðanesi og við Kasthúsatjörn eins og áður segir. Umhverfis Kasthúsatjörn er mjög fjölskrúðugt fuglalíf, en umhverfi tjarnarinnar er friðlýstur fólkvangur. Endurheimt votlendisins við tjörnina er í raun stækkun á búsvæði fugla, votlendisgróðurs og annarra dýra. Kasthúsatjörn er þekkt meðal fuglaskoðara fyrir tíðar heimsóknir sjaldgæfra fugla og flækinga. En þá er ekki allt talið og segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar að með verkefnunum sem nú er lokið hafi opnum skurðum á Álftanesi fækkað og það varði öryggi barna í nágrenninu, sem og annarra sem eiga leið um svæðið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði við upphaf framkvæmda við Kasthúsatjörn að endurheimt votlendis væri stórt umhverfismál sem snerti alla og enn frekar uppvaxandi kynslóðir. „Með því er ekki aðeins dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem er stórmál í sjálfu sér, heldur erum við einnig að vernda og styrkja fjölskrúðugt lífríki,“ sagði Gunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Verkefnum Garðabæjar við endurheimt votlendis á tveimur svæðum á Álftanesi er lokið. Horft er til loftslagsmála en ekki síður á mikilvægi svæðanna vegna fjölbreytts fuglalífs og möguleika til útivistar. Frekari framkvæmdir Garðabæjar við endurheimt votlendis eru í farvatninu við Urriðavatn. Á dögunum lauk framkvæmdum við endurheimt votlendis á Álftanesi milli Kasthúsatjarnar og Jörvavegar. Verkefnið hófst formlega í lok ágúst og fólst í uppfyllingu 675 metra af skurðum. Að verkefninu komu Landgræðsla ríkisins og Toyota á Íslandi, auk bæjarins. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, segir að áfram verði haldið. Samstarfi Garðabæjar við Toyota á Íslandi og Landgræðsluna verði haldið áfram, og endurheimt votlendis við Urriðavatn hafi orðið fyrir valinu. Spurð hvernig sveitarfélagið hafi hugsað nýtingu svæðanna eftir að framkvæmdum er lokið segir Jóna að hugmyndin sé að þau nýtist til útivistar og fuglaskoðunar.Jóna Sæmundsdóttir„Við Kasthúsatjörn er einstakt fuglalíf og við Bessastaðanes er varpsvæði æðarfugla. Það er okkur mikilvægt að allt yfirbragð bæjarlandsins sé aðlaðandi og hvetji til útivistar enda er stór hluti bæjarlandsins friðlýstur,“ segir Jóna og bætir við að votlendi sé mikilvægt búsvæði fugla og plantna og styðji þannig við líffræðilegan fjölbreytileika svæðana. Verkefnin falli mjög vel að nýútgefinni umhverfisstefnu Garðabæjar. Verkefnið tafðist fyrst um sinn vegna rigninga síðasta haust og vetur en áætlað var að ljúka framkvæmdinni fyrir komu farfugla á svæðið. Í framhaldinu munu sérfræðingur Landgræðslunnar og umhverfisstjóri Garðabæjar fylgjast með framvindu svæðisins, til dæmis hvernig og hve hratt votlendið grær eftir raskið. Á Álftanesi hefur nú verið endurheimt votlendi á tveimur svæðum; á Bessastaðanesi og við Kasthúsatjörn eins og áður segir. Umhverfis Kasthúsatjörn er mjög fjölskrúðugt fuglalíf, en umhverfi tjarnarinnar er friðlýstur fólkvangur. Endurheimt votlendisins við tjörnina er í raun stækkun á búsvæði fugla, votlendisgróðurs og annarra dýra. Kasthúsatjörn er þekkt meðal fuglaskoðara fyrir tíðar heimsóknir sjaldgæfra fugla og flækinga. En þá er ekki allt talið og segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar að með verkefnunum sem nú er lokið hafi opnum skurðum á Álftanesi fækkað og það varði öryggi barna í nágrenninu, sem og annarra sem eiga leið um svæðið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði við upphaf framkvæmda við Kasthúsatjörn að endurheimt votlendis væri stórt umhverfismál sem snerti alla og enn frekar uppvaxandi kynslóðir. „Með því er ekki aðeins dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem er stórmál í sjálfu sér, heldur erum við einnig að vernda og styrkja fjölskrúðugt lífríki,“ sagði Gunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira