Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 15:15 Ljóst er að Ingóflur er ekki einn á þeirri skoðun þótt óhætt sé að segja að hann sigli á móti straumnum með skrifum sínum. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, sem oftast er kallaður Ingó veðurguð, er ekki sammála baráttufólki sem berst fyrir frelsun geirvörtunnar um mikilvægi þess. Þetta kemur fram í færslu Ingólfs á Facebook þar sem hann tjáir sig um uppákomuna í Akraneslaug þar sem sundlaugavörður gerði athugasemd við það að Diljá Sigurðardóttir væri ber að ofan í sundi. Óhætt er að segja að uppákoman hafi vakið mikla athygli og sitt sýnist hverjum. Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi hefur beðist afsökunar á uppákomunni og skoðað verði hvernig málum sé háttað í öðrum sundlaugum landsins. Þá hefur formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur tjáð sig um málið og áréttað að í höfuðborginni sé berbrjósta fólk velkomið.„Free the nipple“ byltingin var afar áberandi árið 2015 og hefur í raun verið síðan. Menntaskólastúlkur gengu niður laugaveginn berbrjósta, þjóðþekktir einstaklingar sýndu stuðning í verki og stelpur fóru berbrjósta í sund. Ingólfur gefur lítið fyrir ummæli Diljáar um að hún vilji breyta hugsunarhætti í samfélaginu og biðlar til fólks um að benda baráttufólki fyrir frelsun geirvörtunnar á þá staðreynd að það sé lífeðlisfræðileg skýring á því að brjóst séu kynferðislega örvandi. Ljóst er að Ingólfur er ekki einn á þeirri skoðun þótt óhætt sé að segja að hann sigli á móti straumnum með skrifum sínum.Fyrri færsla Ingólfs.Þá segir Ingólfur að samfélagslegt gildismat hafi ekkert að gera með þá staðreynd að geirvarta kvenna sé hulin fötum, heldur snúist þetta einfaldlega um líffræði og náttúruval. Að því sögðu sé hann fylgjandi því að fólk hafi frjálst val hvernig það klæði sig. Ýmsir hafa tjáð sig um ummæli Ingólfs og hafa heitar umræður sprottið þar upp. Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata sem sjálf fer berbrjósta í sund, bendir Ingólfi á að þegar hún var yngri hafi konur allajafna klætt sig minna heldur en nú og svo virðist vera sem konur séu orðnar enn íhaldssamari þegar kemur að klæðaburði en áður.Uppfært klukkan 18 Ingólfur hefur eytt fyrri færslu sinni og skrifað nýja sem sjá má að neðan. Þar vill leggja áherslu á að hann sé hvorki ósammála réttindabaráttunni eða þeirrar skoðunar að konur eigi að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig. „Það sem eg velti upp var pælingin hvort það væri möguleiki að breyta menningartengdum hugsunarhætti þegar hann myndi skarast við eðlisfræðilega þætti. Ég frábið mér að vera gerður að einhverjum talsmanni gegn einu né neinu,“ segir Ingó. „Biðst afsökunar ef ég hef sært einhverja sem eru að berjast fyrir góðum hlutum; markmiðið var einungis og eingöngu að velta upp hinni hliðinni sem ég sá. Það má vel vera að hún sé röng.“ Þá er það upplifun Ingólfs að fyrri frétt Vísis hafi ekki verið skrifuð af hlutlægni og markmið hans hafi ekki verið að komast í fréttirnar með skrifum sínum.Að neðan má sjá könnun meðal lesenda Vísis varðandi þetta heita málefni. Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, sem oftast er kallaður Ingó veðurguð, er ekki sammála baráttufólki sem berst fyrir frelsun geirvörtunnar um mikilvægi þess. Þetta kemur fram í færslu Ingólfs á Facebook þar sem hann tjáir sig um uppákomuna í Akraneslaug þar sem sundlaugavörður gerði athugasemd við það að Diljá Sigurðardóttir væri ber að ofan í sundi. Óhætt er að segja að uppákoman hafi vakið mikla athygli og sitt sýnist hverjum. Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi hefur beðist afsökunar á uppákomunni og skoðað verði hvernig málum sé háttað í öðrum sundlaugum landsins. Þá hefur formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur tjáð sig um málið og áréttað að í höfuðborginni sé berbrjósta fólk velkomið.„Free the nipple“ byltingin var afar áberandi árið 2015 og hefur í raun verið síðan. Menntaskólastúlkur gengu niður laugaveginn berbrjósta, þjóðþekktir einstaklingar sýndu stuðning í verki og stelpur fóru berbrjósta í sund. Ingólfur gefur lítið fyrir ummæli Diljáar um að hún vilji breyta hugsunarhætti í samfélaginu og biðlar til fólks um að benda baráttufólki fyrir frelsun geirvörtunnar á þá staðreynd að það sé lífeðlisfræðileg skýring á því að brjóst séu kynferðislega örvandi. Ljóst er að Ingólfur er ekki einn á þeirri skoðun þótt óhætt sé að segja að hann sigli á móti straumnum með skrifum sínum.Fyrri færsla Ingólfs.Þá segir Ingólfur að samfélagslegt gildismat hafi ekkert að gera með þá staðreynd að geirvarta kvenna sé hulin fötum, heldur snúist þetta einfaldlega um líffræði og náttúruval. Að því sögðu sé hann fylgjandi því að fólk hafi frjálst val hvernig það klæði sig. Ýmsir hafa tjáð sig um ummæli Ingólfs og hafa heitar umræður sprottið þar upp. Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata sem sjálf fer berbrjósta í sund, bendir Ingólfi á að þegar hún var yngri hafi konur allajafna klætt sig minna heldur en nú og svo virðist vera sem konur séu orðnar enn íhaldssamari þegar kemur að klæðaburði en áður.Uppfært klukkan 18 Ingólfur hefur eytt fyrri færslu sinni og skrifað nýja sem sjá má að neðan. Þar vill leggja áherslu á að hann sé hvorki ósammála réttindabaráttunni eða þeirrar skoðunar að konur eigi að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig. „Það sem eg velti upp var pælingin hvort það væri möguleiki að breyta menningartengdum hugsunarhætti þegar hann myndi skarast við eðlisfræðilega þætti. Ég frábið mér að vera gerður að einhverjum talsmanni gegn einu né neinu,“ segir Ingó. „Biðst afsökunar ef ég hef sært einhverja sem eru að berjast fyrir góðum hlutum; markmiðið var einungis og eingöngu að velta upp hinni hliðinni sem ég sá. Það má vel vera að hún sé röng.“ Þá er það upplifun Ingólfs að fyrri frétt Vísis hafi ekki verið skrifuð af hlutlægni og markmið hans hafi ekki verið að komast í fréttirnar með skrifum sínum.Að neðan má sjá könnun meðal lesenda Vísis varðandi þetta heita málefni.
Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16
Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36