Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 15:15 Ljóst er að Ingóflur er ekki einn á þeirri skoðun þótt óhætt sé að segja að hann sigli á móti straumnum með skrifum sínum. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, sem oftast er kallaður Ingó veðurguð, er ekki sammála baráttufólki sem berst fyrir frelsun geirvörtunnar um mikilvægi þess. Þetta kemur fram í færslu Ingólfs á Facebook þar sem hann tjáir sig um uppákomuna í Akraneslaug þar sem sundlaugavörður gerði athugasemd við það að Diljá Sigurðardóttir væri ber að ofan í sundi. Óhætt er að segja að uppákoman hafi vakið mikla athygli og sitt sýnist hverjum. Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi hefur beðist afsökunar á uppákomunni og skoðað verði hvernig málum sé háttað í öðrum sundlaugum landsins. Þá hefur formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur tjáð sig um málið og áréttað að í höfuðborginni sé berbrjósta fólk velkomið.„Free the nipple“ byltingin var afar áberandi árið 2015 og hefur í raun verið síðan. Menntaskólastúlkur gengu niður laugaveginn berbrjósta, þjóðþekktir einstaklingar sýndu stuðning í verki og stelpur fóru berbrjósta í sund. Ingólfur gefur lítið fyrir ummæli Diljáar um að hún vilji breyta hugsunarhætti í samfélaginu og biðlar til fólks um að benda baráttufólki fyrir frelsun geirvörtunnar á þá staðreynd að það sé lífeðlisfræðileg skýring á því að brjóst séu kynferðislega örvandi. Ljóst er að Ingólfur er ekki einn á þeirri skoðun þótt óhætt sé að segja að hann sigli á móti straumnum með skrifum sínum.Fyrri færsla Ingólfs.Þá segir Ingólfur að samfélagslegt gildismat hafi ekkert að gera með þá staðreynd að geirvarta kvenna sé hulin fötum, heldur snúist þetta einfaldlega um líffræði og náttúruval. Að því sögðu sé hann fylgjandi því að fólk hafi frjálst val hvernig það klæði sig. Ýmsir hafa tjáð sig um ummæli Ingólfs og hafa heitar umræður sprottið þar upp. Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata sem sjálf fer berbrjósta í sund, bendir Ingólfi á að þegar hún var yngri hafi konur allajafna klætt sig minna heldur en nú og svo virðist vera sem konur séu orðnar enn íhaldssamari þegar kemur að klæðaburði en áður.Uppfært klukkan 18 Ingólfur hefur eytt fyrri færslu sinni og skrifað nýja sem sjá má að neðan. Þar vill leggja áherslu á að hann sé hvorki ósammála réttindabaráttunni eða þeirrar skoðunar að konur eigi að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig. „Það sem eg velti upp var pælingin hvort það væri möguleiki að breyta menningartengdum hugsunarhætti þegar hann myndi skarast við eðlisfræðilega þætti. Ég frábið mér að vera gerður að einhverjum talsmanni gegn einu né neinu,“ segir Ingó. „Biðst afsökunar ef ég hef sært einhverja sem eru að berjast fyrir góðum hlutum; markmiðið var einungis og eingöngu að velta upp hinni hliðinni sem ég sá. Það má vel vera að hún sé röng.“ Þá er það upplifun Ingólfs að fyrri frétt Vísis hafi ekki verið skrifuð af hlutlægni og markmið hans hafi ekki verið að komast í fréttirnar með skrifum sínum.Að neðan má sjá könnun meðal lesenda Vísis varðandi þetta heita málefni. Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, sem oftast er kallaður Ingó veðurguð, er ekki sammála baráttufólki sem berst fyrir frelsun geirvörtunnar um mikilvægi þess. Þetta kemur fram í færslu Ingólfs á Facebook þar sem hann tjáir sig um uppákomuna í Akraneslaug þar sem sundlaugavörður gerði athugasemd við það að Diljá Sigurðardóttir væri ber að ofan í sundi. Óhætt er að segja að uppákoman hafi vakið mikla athygli og sitt sýnist hverjum. Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi hefur beðist afsökunar á uppákomunni og skoðað verði hvernig málum sé háttað í öðrum sundlaugum landsins. Þá hefur formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur tjáð sig um málið og áréttað að í höfuðborginni sé berbrjósta fólk velkomið.„Free the nipple“ byltingin var afar áberandi árið 2015 og hefur í raun verið síðan. Menntaskólastúlkur gengu niður laugaveginn berbrjósta, þjóðþekktir einstaklingar sýndu stuðning í verki og stelpur fóru berbrjósta í sund. Ingólfur gefur lítið fyrir ummæli Diljáar um að hún vilji breyta hugsunarhætti í samfélaginu og biðlar til fólks um að benda baráttufólki fyrir frelsun geirvörtunnar á þá staðreynd að það sé lífeðlisfræðileg skýring á því að brjóst séu kynferðislega örvandi. Ljóst er að Ingólfur er ekki einn á þeirri skoðun þótt óhætt sé að segja að hann sigli á móti straumnum með skrifum sínum.Fyrri færsla Ingólfs.Þá segir Ingólfur að samfélagslegt gildismat hafi ekkert að gera með þá staðreynd að geirvarta kvenna sé hulin fötum, heldur snúist þetta einfaldlega um líffræði og náttúruval. Að því sögðu sé hann fylgjandi því að fólk hafi frjálst val hvernig það klæði sig. Ýmsir hafa tjáð sig um ummæli Ingólfs og hafa heitar umræður sprottið þar upp. Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata sem sjálf fer berbrjósta í sund, bendir Ingólfi á að þegar hún var yngri hafi konur allajafna klætt sig minna heldur en nú og svo virðist vera sem konur séu orðnar enn íhaldssamari þegar kemur að klæðaburði en áður.Uppfært klukkan 18 Ingólfur hefur eytt fyrri færslu sinni og skrifað nýja sem sjá má að neðan. Þar vill leggja áherslu á að hann sé hvorki ósammála réttindabaráttunni eða þeirrar skoðunar að konur eigi að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig. „Það sem eg velti upp var pælingin hvort það væri möguleiki að breyta menningartengdum hugsunarhætti þegar hann myndi skarast við eðlisfræðilega þætti. Ég frábið mér að vera gerður að einhverjum talsmanni gegn einu né neinu,“ segir Ingó. „Biðst afsökunar ef ég hef sært einhverja sem eru að berjast fyrir góðum hlutum; markmiðið var einungis og eingöngu að velta upp hinni hliðinni sem ég sá. Það má vel vera að hún sé röng.“ Þá er það upplifun Ingólfs að fyrri frétt Vísis hafi ekki verið skrifuð af hlutlægni og markmið hans hafi ekki verið að komast í fréttirnar með skrifum sínum.Að neðan má sjá könnun meðal lesenda Vísis varðandi þetta heita málefni.
Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16
Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36