Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, leiddi sönginn líkt og undanfarin ár og myndaðist mikil stemning í Herjólfsdal á þessu lokakvöldi Þjóðhátíðar.
Kveikt var á blysunum á miðnætti og tíu mínútum síðar stigu þeir Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar Fjallabróðir á stokk.