Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 15:30 Bandaríkjaher hefur verið að auka umsvíf sín hér á landi. Vísir/Teitur Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð króna, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi. Sérfræðingur í öryggismálum segir mikilvægi Íslands þegar kemur að því að sporna gegn umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi gríðarlegt.Frumvarp um fjárveitinguna hefur verið samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings og bíður nú undirskriftar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Foreign Policy um varnarmál á Íslandi. Þar segir að fjármagnið sé eyrnamerkt endurbótum á flugskýlum svo koma megi fyrir og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í síðustu viku kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Í umfjöllun Kveiks kom einnig fram að umsvif rússneska flotans hafi á undanförnum árum aukist til muna í kringum Ísland, þá sérstaklega umferð rússneskra kafbáta.Svona líta P-8 flugvélar Bandaríkjahers út.Vísir/GettyÍ Foreign Policy er haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Þar segir einnig að undanfarna tvö áratugi hafi NATO vanrækt Norður-Atlantshafið sem áður var eitt helsta athafnasvæði NATO. Á þessum tíma hafi Rússar sett aukinn kraft í þróun kafbátatækni og staðan sé núna þannig að rússneski kafbátaflotinn „sé í sínu besta ástandi frá falli Sovétríkjanna,“ að mati Michael Kofman, sérfræðings í málefnum Rússlandshers. Þá hafa Rússar sett mikinn þunga í að efla viðveru sína á Norður-Atlantshafsvæðinu. Ástæðan er að mati sérfræðings einföld. Rússar hafa ekki jafn opið aðgengi að hafsvæðum og Sovétríkin á sínum tíma. Þeir hafi misst það mikla aðgengi sem Sovétríkin höfðu að Eystrasalti og Svartahafi. Þá sé líklegt að komi til átaka við Vesturveldin muni þau vera fljót til að loka þessum svæðum, enda svæðin meira og minna umkringd af aðildarríkju NATO.CNN fékk að kíkja inn í P-8 flugvél Bandaríkjahers fyrir nokkrum árum. Sjá má heimsóknina hér fyrir neðan.Því hafi Rússar einblínt á Norður-Atlantshafsvæðið þar sem nægt aðgengi sé fyrir Rússa. Þar spili nýir kafbátar þeirra lykilhlutverk, en í Kveik kom fram, að þeir séu einstaklega hljóðlátir og erfitt sé að hlusta eftir þeim. Þetta segir Kofman að sé mikið áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld sem og bandamenn þeirra. Þetta geti gert það að verkum að komi til átaka, jafn ólíklegt og það sé, geti rússneskir kafbátar mögulega læðst nær Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Við þessu vandamáli þurfi bandarísk yfirvöld að finna skýrar lausnir. Í Kalda stríðinu gegndi staðsetning Íslands lykilhlutverki í því að fylgjast með og loka á rússneska kafbáta. Ekki þykir ólíklegt að umsvif bandaríska hersins hér á landi muni aukast á næstum árum, svo sporna megi við kafbátaumferð rússneska hersins. Þetta er mat Magnus Nordenman, sérfræðings hjá Atlantic Council, hugveitu sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Atlantshafsins. „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenman. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“. Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð króna, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi. Sérfræðingur í öryggismálum segir mikilvægi Íslands þegar kemur að því að sporna gegn umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi gríðarlegt.Frumvarp um fjárveitinguna hefur verið samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings og bíður nú undirskriftar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Foreign Policy um varnarmál á Íslandi. Þar segir að fjármagnið sé eyrnamerkt endurbótum á flugskýlum svo koma megi fyrir og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í síðustu viku kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Í umfjöllun Kveiks kom einnig fram að umsvif rússneska flotans hafi á undanförnum árum aukist til muna í kringum Ísland, þá sérstaklega umferð rússneskra kafbáta.Svona líta P-8 flugvélar Bandaríkjahers út.Vísir/GettyÍ Foreign Policy er haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Þar segir einnig að undanfarna tvö áratugi hafi NATO vanrækt Norður-Atlantshafið sem áður var eitt helsta athafnasvæði NATO. Á þessum tíma hafi Rússar sett aukinn kraft í þróun kafbátatækni og staðan sé núna þannig að rússneski kafbátaflotinn „sé í sínu besta ástandi frá falli Sovétríkjanna,“ að mati Michael Kofman, sérfræðings í málefnum Rússlandshers. Þá hafa Rússar sett mikinn þunga í að efla viðveru sína á Norður-Atlantshafsvæðinu. Ástæðan er að mati sérfræðings einföld. Rússar hafa ekki jafn opið aðgengi að hafsvæðum og Sovétríkin á sínum tíma. Þeir hafi misst það mikla aðgengi sem Sovétríkin höfðu að Eystrasalti og Svartahafi. Þá sé líklegt að komi til átaka við Vesturveldin muni þau vera fljót til að loka þessum svæðum, enda svæðin meira og minna umkringd af aðildarríkju NATO.CNN fékk að kíkja inn í P-8 flugvél Bandaríkjahers fyrir nokkrum árum. Sjá má heimsóknina hér fyrir neðan.Því hafi Rússar einblínt á Norður-Atlantshafsvæðið þar sem nægt aðgengi sé fyrir Rússa. Þar spili nýir kafbátar þeirra lykilhlutverk, en í Kveik kom fram, að þeir séu einstaklega hljóðlátir og erfitt sé að hlusta eftir þeim. Þetta segir Kofman að sé mikið áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld sem og bandamenn þeirra. Þetta geti gert það að verkum að komi til átaka, jafn ólíklegt og það sé, geti rússneskir kafbátar mögulega læðst nær Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Við þessu vandamáli þurfi bandarísk yfirvöld að finna skýrar lausnir. Í Kalda stríðinu gegndi staðsetning Íslands lykilhlutverki í því að fylgjast með og loka á rússneska kafbáta. Ekki þykir ólíklegt að umsvif bandaríska hersins hér á landi muni aukast á næstum árum, svo sporna megi við kafbátaumferð rússneska hersins. Þetta er mat Magnus Nordenman, sérfræðings hjá Atlantic Council, hugveitu sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Atlantshafsins. „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenman. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.
Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira