Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 15:30 Bandaríkjaher hefur verið að auka umsvíf sín hér á landi. Vísir/Teitur Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð króna, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi. Sérfræðingur í öryggismálum segir mikilvægi Íslands þegar kemur að því að sporna gegn umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi gríðarlegt.Frumvarp um fjárveitinguna hefur verið samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings og bíður nú undirskriftar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Foreign Policy um varnarmál á Íslandi. Þar segir að fjármagnið sé eyrnamerkt endurbótum á flugskýlum svo koma megi fyrir og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í síðustu viku kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Í umfjöllun Kveiks kom einnig fram að umsvif rússneska flotans hafi á undanförnum árum aukist til muna í kringum Ísland, þá sérstaklega umferð rússneskra kafbáta.Svona líta P-8 flugvélar Bandaríkjahers út.Vísir/GettyÍ Foreign Policy er haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Þar segir einnig að undanfarna tvö áratugi hafi NATO vanrækt Norður-Atlantshafið sem áður var eitt helsta athafnasvæði NATO. Á þessum tíma hafi Rússar sett aukinn kraft í þróun kafbátatækni og staðan sé núna þannig að rússneski kafbátaflotinn „sé í sínu besta ástandi frá falli Sovétríkjanna,“ að mati Michael Kofman, sérfræðings í málefnum Rússlandshers. Þá hafa Rússar sett mikinn þunga í að efla viðveru sína á Norður-Atlantshafsvæðinu. Ástæðan er að mati sérfræðings einföld. Rússar hafa ekki jafn opið aðgengi að hafsvæðum og Sovétríkin á sínum tíma. Þeir hafi misst það mikla aðgengi sem Sovétríkin höfðu að Eystrasalti og Svartahafi. Þá sé líklegt að komi til átaka við Vesturveldin muni þau vera fljót til að loka þessum svæðum, enda svæðin meira og minna umkringd af aðildarríkju NATO.CNN fékk að kíkja inn í P-8 flugvél Bandaríkjahers fyrir nokkrum árum. Sjá má heimsóknina hér fyrir neðan.Því hafi Rússar einblínt á Norður-Atlantshafsvæðið þar sem nægt aðgengi sé fyrir Rússa. Þar spili nýir kafbátar þeirra lykilhlutverk, en í Kveik kom fram, að þeir séu einstaklega hljóðlátir og erfitt sé að hlusta eftir þeim. Þetta segir Kofman að sé mikið áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld sem og bandamenn þeirra. Þetta geti gert það að verkum að komi til átaka, jafn ólíklegt og það sé, geti rússneskir kafbátar mögulega læðst nær Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Við þessu vandamáli þurfi bandarísk yfirvöld að finna skýrar lausnir. Í Kalda stríðinu gegndi staðsetning Íslands lykilhlutverki í því að fylgjast með og loka á rússneska kafbáta. Ekki þykir ólíklegt að umsvif bandaríska hersins hér á landi muni aukast á næstum árum, svo sporna megi við kafbátaumferð rússneska hersins. Þetta er mat Magnus Nordenman, sérfræðings hjá Atlantic Council, hugveitu sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Atlantshafsins. „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenman. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð króna, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi. Sérfræðingur í öryggismálum segir mikilvægi Íslands þegar kemur að því að sporna gegn umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi gríðarlegt.Frumvarp um fjárveitinguna hefur verið samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings og bíður nú undirskriftar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Foreign Policy um varnarmál á Íslandi. Þar segir að fjármagnið sé eyrnamerkt endurbótum á flugskýlum svo koma megi fyrir og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í síðustu viku kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Í umfjöllun Kveiks kom einnig fram að umsvif rússneska flotans hafi á undanförnum árum aukist til muna í kringum Ísland, þá sérstaklega umferð rússneskra kafbáta.Svona líta P-8 flugvélar Bandaríkjahers út.Vísir/GettyÍ Foreign Policy er haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Þar segir einnig að undanfarna tvö áratugi hafi NATO vanrækt Norður-Atlantshafið sem áður var eitt helsta athafnasvæði NATO. Á þessum tíma hafi Rússar sett aukinn kraft í þróun kafbátatækni og staðan sé núna þannig að rússneski kafbátaflotinn „sé í sínu besta ástandi frá falli Sovétríkjanna,“ að mati Michael Kofman, sérfræðings í málefnum Rússlandshers. Þá hafa Rússar sett mikinn þunga í að efla viðveru sína á Norður-Atlantshafsvæðinu. Ástæðan er að mati sérfræðings einföld. Rússar hafa ekki jafn opið aðgengi að hafsvæðum og Sovétríkin á sínum tíma. Þeir hafi misst það mikla aðgengi sem Sovétríkin höfðu að Eystrasalti og Svartahafi. Þá sé líklegt að komi til átaka við Vesturveldin muni þau vera fljót til að loka þessum svæðum, enda svæðin meira og minna umkringd af aðildarríkju NATO.CNN fékk að kíkja inn í P-8 flugvél Bandaríkjahers fyrir nokkrum árum. Sjá má heimsóknina hér fyrir neðan.Því hafi Rússar einblínt á Norður-Atlantshafsvæðið þar sem nægt aðgengi sé fyrir Rússa. Þar spili nýir kafbátar þeirra lykilhlutverk, en í Kveik kom fram, að þeir séu einstaklega hljóðlátir og erfitt sé að hlusta eftir þeim. Þetta segir Kofman að sé mikið áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld sem og bandamenn þeirra. Þetta geti gert það að verkum að komi til átaka, jafn ólíklegt og það sé, geti rússneskir kafbátar mögulega læðst nær Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Við þessu vandamáli þurfi bandarísk yfirvöld að finna skýrar lausnir. Í Kalda stríðinu gegndi staðsetning Íslands lykilhlutverki í því að fylgjast með og loka á rússneska kafbáta. Ekki þykir ólíklegt að umsvif bandaríska hersins hér á landi muni aukast á næstum árum, svo sporna megi við kafbátaumferð rússneska hersins. Þetta er mat Magnus Nordenman, sérfræðings hjá Atlantic Council, hugveitu sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Atlantshafsins. „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenman. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira