Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 15:30 Bandaríkjaher hefur verið að auka umsvíf sín hér á landi. Vísir/Teitur Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð króna, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi. Sérfræðingur í öryggismálum segir mikilvægi Íslands þegar kemur að því að sporna gegn umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi gríðarlegt.Frumvarp um fjárveitinguna hefur verið samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings og bíður nú undirskriftar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Foreign Policy um varnarmál á Íslandi. Þar segir að fjármagnið sé eyrnamerkt endurbótum á flugskýlum svo koma megi fyrir og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í síðustu viku kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Í umfjöllun Kveiks kom einnig fram að umsvif rússneska flotans hafi á undanförnum árum aukist til muna í kringum Ísland, þá sérstaklega umferð rússneskra kafbáta.Svona líta P-8 flugvélar Bandaríkjahers út.Vísir/GettyÍ Foreign Policy er haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Þar segir einnig að undanfarna tvö áratugi hafi NATO vanrækt Norður-Atlantshafið sem áður var eitt helsta athafnasvæði NATO. Á þessum tíma hafi Rússar sett aukinn kraft í þróun kafbátatækni og staðan sé núna þannig að rússneski kafbátaflotinn „sé í sínu besta ástandi frá falli Sovétríkjanna,“ að mati Michael Kofman, sérfræðings í málefnum Rússlandshers. Þá hafa Rússar sett mikinn þunga í að efla viðveru sína á Norður-Atlantshafsvæðinu. Ástæðan er að mati sérfræðings einföld. Rússar hafa ekki jafn opið aðgengi að hafsvæðum og Sovétríkin á sínum tíma. Þeir hafi misst það mikla aðgengi sem Sovétríkin höfðu að Eystrasalti og Svartahafi. Þá sé líklegt að komi til átaka við Vesturveldin muni þau vera fljót til að loka þessum svæðum, enda svæðin meira og minna umkringd af aðildarríkju NATO.CNN fékk að kíkja inn í P-8 flugvél Bandaríkjahers fyrir nokkrum árum. Sjá má heimsóknina hér fyrir neðan.Því hafi Rússar einblínt á Norður-Atlantshafsvæðið þar sem nægt aðgengi sé fyrir Rússa. Þar spili nýir kafbátar þeirra lykilhlutverk, en í Kveik kom fram, að þeir séu einstaklega hljóðlátir og erfitt sé að hlusta eftir þeim. Þetta segir Kofman að sé mikið áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld sem og bandamenn þeirra. Þetta geti gert það að verkum að komi til átaka, jafn ólíklegt og það sé, geti rússneskir kafbátar mögulega læðst nær Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Við þessu vandamáli þurfi bandarísk yfirvöld að finna skýrar lausnir. Í Kalda stríðinu gegndi staðsetning Íslands lykilhlutverki í því að fylgjast með og loka á rússneska kafbáta. Ekki þykir ólíklegt að umsvif bandaríska hersins hér á landi muni aukast á næstum árum, svo sporna megi við kafbátaumferð rússneska hersins. Þetta er mat Magnus Nordenman, sérfræðings hjá Atlantic Council, hugveitu sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Atlantshafsins. „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenman. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð króna, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi. Sérfræðingur í öryggismálum segir mikilvægi Íslands þegar kemur að því að sporna gegn umsvifum Rússa á Norður-Atlantshafi gríðarlegt.Frumvarp um fjárveitinguna hefur verið samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings og bíður nú undirskriftar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Foreign Policy um varnarmál á Íslandi. Þar segir að fjármagnið sé eyrnamerkt endurbótum á flugskýlum svo koma megi fyrir og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í síðustu viku kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Í umfjöllun Kveiks kom einnig fram að umsvif rússneska flotans hafi á undanförnum árum aukist til muna í kringum Ísland, þá sérstaklega umferð rússneskra kafbáta.Svona líta P-8 flugvélar Bandaríkjahers út.Vísir/GettyÍ Foreign Policy er haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Þar segir einnig að undanfarna tvö áratugi hafi NATO vanrækt Norður-Atlantshafið sem áður var eitt helsta athafnasvæði NATO. Á þessum tíma hafi Rússar sett aukinn kraft í þróun kafbátatækni og staðan sé núna þannig að rússneski kafbátaflotinn „sé í sínu besta ástandi frá falli Sovétríkjanna,“ að mati Michael Kofman, sérfræðings í málefnum Rússlandshers. Þá hafa Rússar sett mikinn þunga í að efla viðveru sína á Norður-Atlantshafsvæðinu. Ástæðan er að mati sérfræðings einföld. Rússar hafa ekki jafn opið aðgengi að hafsvæðum og Sovétríkin á sínum tíma. Þeir hafi misst það mikla aðgengi sem Sovétríkin höfðu að Eystrasalti og Svartahafi. Þá sé líklegt að komi til átaka við Vesturveldin muni þau vera fljót til að loka þessum svæðum, enda svæðin meira og minna umkringd af aðildarríkju NATO.CNN fékk að kíkja inn í P-8 flugvél Bandaríkjahers fyrir nokkrum árum. Sjá má heimsóknina hér fyrir neðan.Því hafi Rússar einblínt á Norður-Atlantshafsvæðið þar sem nægt aðgengi sé fyrir Rússa. Þar spili nýir kafbátar þeirra lykilhlutverk, en í Kveik kom fram, að þeir séu einstaklega hljóðlátir og erfitt sé að hlusta eftir þeim. Þetta segir Kofman að sé mikið áhyggjuefni fyrir bandarísk stjórnvöld sem og bandamenn þeirra. Þetta geti gert það að verkum að komi til átaka, jafn ólíklegt og það sé, geti rússneskir kafbátar mögulega læðst nær Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Við þessu vandamáli þurfi bandarísk yfirvöld að finna skýrar lausnir. Í Kalda stríðinu gegndi staðsetning Íslands lykilhlutverki í því að fylgjast með og loka á rússneska kafbáta. Ekki þykir ólíklegt að umsvif bandaríska hersins hér á landi muni aukast á næstum árum, svo sporna megi við kafbátaumferð rússneska hersins. Þetta er mat Magnus Nordenman, sérfræðings hjá Atlantic Council, hugveitu sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Atlantshafsins. „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenman. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira