Höfnuðu öllum kröfum sjómanna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. janúar 2017 16:25 Frá fundinum í dag. vísir/stefán Fundi samninganefnda sjómanna og útvegsmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú síðdegis, án árangurs. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að útvegsmenn hafi hafnað öllum kröfum sjómanna og segir deiluaðila komna í hart. „Okkar kröfur eru orðnar samræmdar á meðal allra sjómanna á Íslandi. Við viljum að við fáum bætur vegna sjómannaafsláttarins, að olíuviðmiði verði breytt, og að sjómenn fái eins og flestir launþegar fái frítt fæði ef þeir komast ekki til síns heima. Það er sanngjörn krafa. Einnig viljum við að vinnufatnaður sjómannaverði frír, sem og netkostnaður,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Vilhjálmur segir deiluna komna á byrjunarreit. „Öllu þessu var hafnað og okkur var tilkynnt um að það kæmi ekki meira inn í samninginn, þannig að við erum komin á núllpunkt ef þannig má að orði komast. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég er ekki ýkja bjartsýnn núna.“ Aðspurður segir Vilhjálmur það ljóst að mikil gremja ríki á meðal sjómanna. „Sjómenn hafa talað. Þeir eru óánægðir með sín kjör, enda var áttatíu prósent þeirra sem kolfelldu samninginn. Þannig sendu þeir skýr skilaboð um að það verður engin samningur gerður nema að kröfum okkar uppfylltum.“ Þá segir hann kröfur sjómanna fullkomlega sanngjarnar. „Sjómenn eru að leggja á sig ýmar fórnir. Þeir fara fjarri sínu heimili, missa af uppvexti sinna barna og eru að vinna við afar erfiðar aðstæður.“ Næsti fundur í kjaradeilunni verður á mánudag. Tengdar fréttir Hafna meintu verkfallsbroti Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segir engan hafa gengið í störf aðila í verkfalli þegar tvö skip Nesfisk ehf fóru á sjó á þriðjudaginn. 5. janúar 2017 07:55 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 Sjómenn leita lausna í Karphúsinu Samninganefndir deilenda koma saman í dag. 5. janúar 2017 10:58 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fundi samninganefnda sjómanna og útvegsmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú síðdegis, án árangurs. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að útvegsmenn hafi hafnað öllum kröfum sjómanna og segir deiluaðila komna í hart. „Okkar kröfur eru orðnar samræmdar á meðal allra sjómanna á Íslandi. Við viljum að við fáum bætur vegna sjómannaafsláttarins, að olíuviðmiði verði breytt, og að sjómenn fái eins og flestir launþegar fái frítt fæði ef þeir komast ekki til síns heima. Það er sanngjörn krafa. Einnig viljum við að vinnufatnaður sjómannaverði frír, sem og netkostnaður,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Vilhjálmur segir deiluna komna á byrjunarreit. „Öllu þessu var hafnað og okkur var tilkynnt um að það kæmi ekki meira inn í samninginn, þannig að við erum komin á núllpunkt ef þannig má að orði komast. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég er ekki ýkja bjartsýnn núna.“ Aðspurður segir Vilhjálmur það ljóst að mikil gremja ríki á meðal sjómanna. „Sjómenn hafa talað. Þeir eru óánægðir með sín kjör, enda var áttatíu prósent þeirra sem kolfelldu samninginn. Þannig sendu þeir skýr skilaboð um að það verður engin samningur gerður nema að kröfum okkar uppfylltum.“ Þá segir hann kröfur sjómanna fullkomlega sanngjarnar. „Sjómenn eru að leggja á sig ýmar fórnir. Þeir fara fjarri sínu heimili, missa af uppvexti sinna barna og eru að vinna við afar erfiðar aðstæður.“ Næsti fundur í kjaradeilunni verður á mánudag.
Tengdar fréttir Hafna meintu verkfallsbroti Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segir engan hafa gengið í störf aðila í verkfalli þegar tvö skip Nesfisk ehf fóru á sjó á þriðjudaginn. 5. janúar 2017 07:55 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 Sjómenn leita lausna í Karphúsinu Samninganefndir deilenda koma saman í dag. 5. janúar 2017 10:58 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hafna meintu verkfallsbroti Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segir engan hafa gengið í störf aðila í verkfalli þegar tvö skip Nesfisk ehf fóru á sjó á þriðjudaginn. 5. janúar 2017 07:55
Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23