Prestur barði Hallgrím Svavar Hávarðsson skrifar 3. janúar 2017 06:30 Þúsundir og aftur þúsundir komu saman við Hallgrímskirkju til að fagna nýju ári. Mynd/Sigurður Árni Þórðarson „Það var búið að kvarta mikið yfir því, meðal annars á samfélagsmiðlum, að fólk fengi enga hringingu svo ég kallaði til son minn, organistann Þórð, til að hjálpa mér. Hann er taktviss maður og við eigum báðir langan feril við að hringja kirkjuklukkum úti um allt land,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, sem hringdi inn nýja árið með handafli sökum þess að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju eru óvirkar vegna viðhalds.Sigurður Árni ÞórðarsonSigurður segir það hafa verið ótækt að hringja ekki inn þetta merkilega ár 2017. „Sérstaklega þar sem það er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi, svo það mátti ekki minna vera.“ Fyrirsögn þessarar fréttar er til komin vegna þess að í turni Hallgrímskirkju eru þrjár stórar kirkjuklukkur, og klukknaspil með 29 bjöllum. Stóru klukkurnar heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir séra Hallgrími Péturssyni, eiginkonu hans Guðríði Símonardóttur og dóttur þeirra sem dó ung. Sigurður og sonur hans töldu við hæfi að hringja árið inn með því að láta heyrast í Hallgrími sjálfum, og notuðu til verksins sleggju eina mikla. Svo vel vill til að undir klukkunum, sem eru miklar að vöxtum, eru viðgerðarpallar frá þeim tíma að kirkjuturninn var tekinn í gegn fyrir nokkrum árum. Þessa palla notuðust þeir feðgar við til að komast í færi við kirkjuklukkuna. En ævintýrum Sigurðar Árna og sonar hans var hvergi nærri lokið. Eins og margir vita safnast um hver áramót mikill mannfjöldi saman við kirkjuna til að fagna þar nýju ári og sprengja það gamla burt. „Þetta var svipuð tilfinning og maður getur ímyndað sér að vera staddur í miðri loftárás. Sprengingarnar voru allt í kringum okkur og rétt fyrir utan útsýnisgluggana í turninum. Þetta var gríðarlega áhrifaríkt – að vera þarna uppi í þessari ljósadýrð allri, en á því augnabliki að nýtt ár gekk í garð hringdum við árið inn með þessu handhæga verkfæri,“ segir Sigurður Árni sem treystir sér ekki til að fullyrða að margir hafi heyrt að árið 2017 var sannarlega hringt inn. „Þetta var skemmtileg lífsreynsla – blanda af spennufíkn og lífsháska – en þetta var sannarlega þess virði,“ segir Sigurður Árni sem segir jafnframt ljóst að við kirkjuna voru samankomnir tíu til tuttugu þúsund manns þetta kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
„Það var búið að kvarta mikið yfir því, meðal annars á samfélagsmiðlum, að fólk fengi enga hringingu svo ég kallaði til son minn, organistann Þórð, til að hjálpa mér. Hann er taktviss maður og við eigum báðir langan feril við að hringja kirkjuklukkum úti um allt land,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, sem hringdi inn nýja árið með handafli sökum þess að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju eru óvirkar vegna viðhalds.Sigurður Árni ÞórðarsonSigurður segir það hafa verið ótækt að hringja ekki inn þetta merkilega ár 2017. „Sérstaklega þar sem það er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi, svo það mátti ekki minna vera.“ Fyrirsögn þessarar fréttar er til komin vegna þess að í turni Hallgrímskirkju eru þrjár stórar kirkjuklukkur, og klukknaspil með 29 bjöllum. Stóru klukkurnar heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir séra Hallgrími Péturssyni, eiginkonu hans Guðríði Símonardóttur og dóttur þeirra sem dó ung. Sigurður og sonur hans töldu við hæfi að hringja árið inn með því að láta heyrast í Hallgrími sjálfum, og notuðu til verksins sleggju eina mikla. Svo vel vill til að undir klukkunum, sem eru miklar að vöxtum, eru viðgerðarpallar frá þeim tíma að kirkjuturninn var tekinn í gegn fyrir nokkrum árum. Þessa palla notuðust þeir feðgar við til að komast í færi við kirkjuklukkuna. En ævintýrum Sigurðar Árna og sonar hans var hvergi nærri lokið. Eins og margir vita safnast um hver áramót mikill mannfjöldi saman við kirkjuna til að fagna þar nýju ári og sprengja það gamla burt. „Þetta var svipuð tilfinning og maður getur ímyndað sér að vera staddur í miðri loftárás. Sprengingarnar voru allt í kringum okkur og rétt fyrir utan útsýnisgluggana í turninum. Þetta var gríðarlega áhrifaríkt – að vera þarna uppi í þessari ljósadýrð allri, en á því augnabliki að nýtt ár gekk í garð hringdum við árið inn með þessu handhæga verkfæri,“ segir Sigurður Árni sem treystir sér ekki til að fullyrða að margir hafi heyrt að árið 2017 var sannarlega hringt inn. „Þetta var skemmtileg lífsreynsla – blanda af spennufíkn og lífsháska – en þetta var sannarlega þess virði,“ segir Sigurður Árni sem segir jafnframt ljóst að við kirkjuna voru samankomnir tíu til tuttugu þúsund manns þetta kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira