Prestur barði Hallgrím Svavar Hávarðsson skrifar 3. janúar 2017 06:30 Þúsundir og aftur þúsundir komu saman við Hallgrímskirkju til að fagna nýju ári. Mynd/Sigurður Árni Þórðarson „Það var búið að kvarta mikið yfir því, meðal annars á samfélagsmiðlum, að fólk fengi enga hringingu svo ég kallaði til son minn, organistann Þórð, til að hjálpa mér. Hann er taktviss maður og við eigum báðir langan feril við að hringja kirkjuklukkum úti um allt land,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, sem hringdi inn nýja árið með handafli sökum þess að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju eru óvirkar vegna viðhalds.Sigurður Árni ÞórðarsonSigurður segir það hafa verið ótækt að hringja ekki inn þetta merkilega ár 2017. „Sérstaklega þar sem það er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi, svo það mátti ekki minna vera.“ Fyrirsögn þessarar fréttar er til komin vegna þess að í turni Hallgrímskirkju eru þrjár stórar kirkjuklukkur, og klukknaspil með 29 bjöllum. Stóru klukkurnar heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir séra Hallgrími Péturssyni, eiginkonu hans Guðríði Símonardóttur og dóttur þeirra sem dó ung. Sigurður og sonur hans töldu við hæfi að hringja árið inn með því að láta heyrast í Hallgrími sjálfum, og notuðu til verksins sleggju eina mikla. Svo vel vill til að undir klukkunum, sem eru miklar að vöxtum, eru viðgerðarpallar frá þeim tíma að kirkjuturninn var tekinn í gegn fyrir nokkrum árum. Þessa palla notuðust þeir feðgar við til að komast í færi við kirkjuklukkuna. En ævintýrum Sigurðar Árna og sonar hans var hvergi nærri lokið. Eins og margir vita safnast um hver áramót mikill mannfjöldi saman við kirkjuna til að fagna þar nýju ári og sprengja það gamla burt. „Þetta var svipuð tilfinning og maður getur ímyndað sér að vera staddur í miðri loftárás. Sprengingarnar voru allt í kringum okkur og rétt fyrir utan útsýnisgluggana í turninum. Þetta var gríðarlega áhrifaríkt – að vera þarna uppi í þessari ljósadýrð allri, en á því augnabliki að nýtt ár gekk í garð hringdum við árið inn með þessu handhæga verkfæri,“ segir Sigurður Árni sem treystir sér ekki til að fullyrða að margir hafi heyrt að árið 2017 var sannarlega hringt inn. „Þetta var skemmtileg lífsreynsla – blanda af spennufíkn og lífsháska – en þetta var sannarlega þess virði,“ segir Sigurður Árni sem segir jafnframt ljóst að við kirkjuna voru samankomnir tíu til tuttugu þúsund manns þetta kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Það var búið að kvarta mikið yfir því, meðal annars á samfélagsmiðlum, að fólk fengi enga hringingu svo ég kallaði til son minn, organistann Þórð, til að hjálpa mér. Hann er taktviss maður og við eigum báðir langan feril við að hringja kirkjuklukkum úti um allt land,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, sem hringdi inn nýja árið með handafli sökum þess að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju eru óvirkar vegna viðhalds.Sigurður Árni ÞórðarsonSigurður segir það hafa verið ótækt að hringja ekki inn þetta merkilega ár 2017. „Sérstaklega þar sem það er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi, svo það mátti ekki minna vera.“ Fyrirsögn þessarar fréttar er til komin vegna þess að í turni Hallgrímskirkju eru þrjár stórar kirkjuklukkur, og klukknaspil með 29 bjöllum. Stóru klukkurnar heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir séra Hallgrími Péturssyni, eiginkonu hans Guðríði Símonardóttur og dóttur þeirra sem dó ung. Sigurður og sonur hans töldu við hæfi að hringja árið inn með því að láta heyrast í Hallgrími sjálfum, og notuðu til verksins sleggju eina mikla. Svo vel vill til að undir klukkunum, sem eru miklar að vöxtum, eru viðgerðarpallar frá þeim tíma að kirkjuturninn var tekinn í gegn fyrir nokkrum árum. Þessa palla notuðust þeir feðgar við til að komast í færi við kirkjuklukkuna. En ævintýrum Sigurðar Árna og sonar hans var hvergi nærri lokið. Eins og margir vita safnast um hver áramót mikill mannfjöldi saman við kirkjuna til að fagna þar nýju ári og sprengja það gamla burt. „Þetta var svipuð tilfinning og maður getur ímyndað sér að vera staddur í miðri loftárás. Sprengingarnar voru allt í kringum okkur og rétt fyrir utan útsýnisgluggana í turninum. Þetta var gríðarlega áhrifaríkt – að vera þarna uppi í þessari ljósadýrð allri, en á því augnabliki að nýtt ár gekk í garð hringdum við árið inn með þessu handhæga verkfæri,“ segir Sigurður Árni sem treystir sér ekki til að fullyrða að margir hafi heyrt að árið 2017 var sannarlega hringt inn. „Þetta var skemmtileg lífsreynsla – blanda af spennufíkn og lífsháska – en þetta var sannarlega þess virði,“ segir Sigurður Árni sem segir jafnframt ljóst að við kirkjuna voru samankomnir tíu til tuttugu þúsund manns þetta kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira