Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 13:55 Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. Hækkunin hafi verið hátt í 15 prósent yfir heildina en fyrir fram hafði verið reiknað með því að hækkunin yrði í kringum 10 prósent. Kjartan ræddi stöðuna á fasteignamarkaðinum í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar kom meðal annars fram að ekki hefði verið nægilega mikið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár til að anna eftirspurn. Eins og gefur að skilja hefði það í för með sér mikla hækkun á húsnæðisverði sem kemur ekki hvað síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á fyrstu eign. „Það gerist sjálfkrafa að þær eignir sem eru úti á markaðnum verða eftirsóttari og það er enn erfiðara fyrir sérstaklega unga fólkið að komast út á markaðinn. Það er í rauninni búið að hreinsa út allar eignir á markaðnum undir 30 milljónum í dag ef maður fer inn á fasteignavefina það er nánast ekkert til,“ sagði Kjartan. Þetta háa verð gerði það að verkum að afar erfitt væri fyrir ungt fólk að koma inn á markaðinn. „Segjum að það kaupi 30 milljón króna eign sem er nánast lágmarksverð fyrir tveggja herbergja íbúð í dag. Gefum okkur það að þú þurfir að hafa 15 prósent eigið fé og eitthvað þarftu að hafa fyrir gjöldum þá ertu kominn upp í hátt í fimm milljónir í eigið fé sem þú þarft að leggja út og það er ekki hver sem er getur lagt þetta út.“ Aðspurður hvort að fasteignasalar finni fyrir þessu sagði Kjartan: „Við finnum þetta og maður varð fyrir vonbrigðum að ríkisstjórnin hafi ekki gengið lengra í að aðstoða unga fólkið hérna í fyrra þar sem að þessar aðgerðir sem farið var í eru að mörgu leyti góðar þær henta kannski öðrum hópum en unga fólkinu.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. Hækkunin hafi verið hátt í 15 prósent yfir heildina en fyrir fram hafði verið reiknað með því að hækkunin yrði í kringum 10 prósent. Kjartan ræddi stöðuna á fasteignamarkaðinum í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar kom meðal annars fram að ekki hefði verið nægilega mikið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár til að anna eftirspurn. Eins og gefur að skilja hefði það í för með sér mikla hækkun á húsnæðisverði sem kemur ekki hvað síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á fyrstu eign. „Það gerist sjálfkrafa að þær eignir sem eru úti á markaðnum verða eftirsóttari og það er enn erfiðara fyrir sérstaklega unga fólkið að komast út á markaðinn. Það er í rauninni búið að hreinsa út allar eignir á markaðnum undir 30 milljónum í dag ef maður fer inn á fasteignavefina það er nánast ekkert til,“ sagði Kjartan. Þetta háa verð gerði það að verkum að afar erfitt væri fyrir ungt fólk að koma inn á markaðinn. „Segjum að það kaupi 30 milljón króna eign sem er nánast lágmarksverð fyrir tveggja herbergja íbúð í dag. Gefum okkur það að þú þurfir að hafa 15 prósent eigið fé og eitthvað þarftu að hafa fyrir gjöldum þá ertu kominn upp í hátt í fimm milljónir í eigið fé sem þú þarft að leggja út og það er ekki hver sem er getur lagt þetta út.“ Aðspurður hvort að fasteignasalar finni fyrir þessu sagði Kjartan: „Við finnum þetta og maður varð fyrir vonbrigðum að ríkisstjórnin hafi ekki gengið lengra í að aðstoða unga fólkið hérna í fyrra þar sem að þessar aðgerðir sem farið var í eru að mörgu leyti góðar þær henta kannski öðrum hópum en unga fólkinu.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08