Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 13:30 Thomas í dómsal þegar hann bar vitni við aðalmeðferð málsins í ágúst. vísir/eyþór Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas var einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Gæsluvarðhaldið sem hann hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Gæsluvarðhald framlengt til 15. desember Ekki hefur fengist staðfest hvort dómnum verði áfrýjað en lögregla fékk framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Thomasi til 15. desember á grundvelli almannahagsmuna. Er það jafnan gert þegar ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Ákæra á hendur Thomasi var gefin út þann 30. mars síðastliðinn og var málið þingfest þann 10. apríl. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Sjá einnig:Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð málsins hófst ekki fyrr en þann 20. ágúst en hún dróst í nokkrar vikur þar sem beðið var eftir matsgerð þýsks réttarmeinafræðings í málinu.Hátt í 40 vitni komu fyrir dóm Fyrirtaka var þó í málinu í júlí þar sem nokkrir skipverjar af Polar Nanoq báru vitni en tækifærið var nýtt til að fá þá fyrir dóm þá þar sem togarinn var í höfn. Thomas kom svo sjálfur fyrir dóminn 20. ágúst og gaf skýrslu. Hann gjörbreytti framburði sínum af atburðum aðfaranætur 14. janúar frá því sem hann bar við hjá lögreglu á sínum tíma og beindi spjótum sínum að öðrum skipverja á Polar Nanoq sem hafði verið með honum þá um nóttina. Alls komu hátt í 40 vitni fyrir héraðsdóm en aðalmeðferð málsins tók þrjá daga. Fór Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, fram á að Thomas yrði dæmdur í 18 ára fangelsi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13 Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas var einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en í káetu hans um borð í togaranum Polar Nanoq, þar sem hann var skipverji, fundust um 20 kíló af hassi. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Gæsluvarðhaldið sem hann hefur sætt frá því í janúar kemur til frádráttar refsingunni. Hann var dæmdur til að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað. Þar af eru 21 milljón sem fara í málsvarnarlaun verjanda hans, Páls Rúnars M. Kristjánssonar. Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu, rúmlega þrjár milljónir í bætur með vöxtum.Gæsluvarðhald framlengt til 15. desember Ekki hefur fengist staðfest hvort dómnum verði áfrýjað en lögregla fékk framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Thomasi til 15. desember á grundvelli almannahagsmuna. Er það jafnan gert þegar ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í Polar Nanoq þann 18. janúar. Togarinn hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Ákæra á hendur Thomasi var gefin út þann 30. mars síðastliðinn og var málið þingfest þann 10. apríl. Thomas hefur ávallt neitað því að hafa orðið Birnu að bana og við þingfestingu neitaði hann einnig sök varðandi ákæruliðinn sem sneri að fíkniefnalagabrotinu. Sjá einnig:Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Aðalmeðferð málsins hófst ekki fyrr en þann 20. ágúst en hún dróst í nokkrar vikur þar sem beðið var eftir matsgerð þýsks réttarmeinafræðings í málinu.Hátt í 40 vitni komu fyrir dóm Fyrirtaka var þó í málinu í júlí þar sem nokkrir skipverjar af Polar Nanoq báru vitni en tækifærið var nýtt til að fá þá fyrir dóm þá þar sem togarinn var í höfn. Thomas kom svo sjálfur fyrir dóminn 20. ágúst og gaf skýrslu. Hann gjörbreytti framburði sínum af atburðum aðfaranætur 14. janúar frá því sem hann bar við hjá lögreglu á sínum tíma og beindi spjótum sínum að öðrum skipverja á Polar Nanoq sem hafði verið með honum þá um nóttina. Alls komu hátt í 40 vitni fyrir héraðsdóm en aðalmeðferð málsins tók þrjá daga. Fór Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, fram á að Thomas yrði dæmdur í 18 ára fangelsi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13 Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Aðalmeðferðinni frestað vegna anna hjá dómurum og réttarmeinafræðingi Aðalmeðferðinni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen var í gær frestað og verður henni framhaldið þann 1. september næstkomandi. 23. ágúst 2017 16:13
Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Öðrum degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen lauk í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 23. ágúst 2017 13:38
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15