Enn lengist bið eftir afplánun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. desember 2017 06:00 Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar. vísir/anton brink Þrátt fyrir að nýtt fangelsi hafi verið tekið í notkun í lok síðasta árs og að skilyrði til afplánunar utan fangelsa hafi verið rýmkuð umtalsvert í nýjum lögum um fullnustu refsinga, hefur þeim sem bíða eftir að hefja afplánun óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fjölgað um tæplega fimmtíu milli ára. 570 manns bíða nú eftir að hefja afplánun en 525 voru á boðunarlistanum á sama tíma í fyrra. Með lagabreytingum síðla árs 2015 var bæði mælt fyrir um aukna notkun rafræns eftirlits og rýmkuð skilyrði reynslulausnar og til afplánunar með samfélagsþjónustu. Með þessum breytingum og byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði stóðu vonir til þess að bið eftir afplánun styttist. Enda getur löng bið eftir afplánun haft í för með sér að refsingar fyrnist. „Við þurftum að loka fangelsinu í Kópavogi ári fyrr en áætlað var og við lokuðum svo Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um mitt ár 2016 en nýja fangelsið var ekki tilbúið til notkunar fyrr en í árslok 2016. Þannig að tímabundið vorum við með allt of fá pláss,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann bendir einnig á að um 30 fangar séu vistaðir á Hólmsheiði að meðaltali þrátt fyrir að fangelsið geti tekið allt að 56 fanga. Starfsmannafjöldinn í fangelsinu ræður ekki við fleiri fanga og segir Páll að fjölga þurfi um fjögur stöðugildi að lágmarki til að taka megi fangelsið í fulla nýtingu. „Miðað við þróun refsinga myndum við ná að halda í horfinu ef nýtingin á Hólmsheiði væri eins og best verður á kosið,“ segir Páll. Hann segir það geta tekið áratug að áhrif lagabreytinganna komi að fullu fram. „En við finnum líka að það er harðari kjarni sem þarf að afplána í fangelsunum sjálfum og það kallar á auknar öryggisráðstafanir,“ segir Páll. Hann segir forgangsröðunina inn í fangelsin valda því að í fangelsunum eru nánast eingöngu síbrotamenn og fangar sem afplána fyrir alvarlegustu brotin. Eins og Fréttablaðið greindi frá skömmu fyrir jól er ekki gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til fangelsismála í frumvarpi til fjárlaga næsta árs. Þrátt fyrir það leggur dómsmálaráðherra áherslu á að Hólmsheiðinni verði komið í fulla nýtingu sem fyrst. „Það þarf bara að hagræða í rekstri fangelsanna og það er fangelsismálayfirvalda að ákveða hvernig peningunum er best fyrir komið í samráði við mig,“ segir ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þrátt fyrir að nýtt fangelsi hafi verið tekið í notkun í lok síðasta árs og að skilyrði til afplánunar utan fangelsa hafi verið rýmkuð umtalsvert í nýjum lögum um fullnustu refsinga, hefur þeim sem bíða eftir að hefja afplánun óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fjölgað um tæplega fimmtíu milli ára. 570 manns bíða nú eftir að hefja afplánun en 525 voru á boðunarlistanum á sama tíma í fyrra. Með lagabreytingum síðla árs 2015 var bæði mælt fyrir um aukna notkun rafræns eftirlits og rýmkuð skilyrði reynslulausnar og til afplánunar með samfélagsþjónustu. Með þessum breytingum og byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði stóðu vonir til þess að bið eftir afplánun styttist. Enda getur löng bið eftir afplánun haft í för með sér að refsingar fyrnist. „Við þurftum að loka fangelsinu í Kópavogi ári fyrr en áætlað var og við lokuðum svo Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um mitt ár 2016 en nýja fangelsið var ekki tilbúið til notkunar fyrr en í árslok 2016. Þannig að tímabundið vorum við með allt of fá pláss,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann bendir einnig á að um 30 fangar séu vistaðir á Hólmsheiði að meðaltali þrátt fyrir að fangelsið geti tekið allt að 56 fanga. Starfsmannafjöldinn í fangelsinu ræður ekki við fleiri fanga og segir Páll að fjölga þurfi um fjögur stöðugildi að lágmarki til að taka megi fangelsið í fulla nýtingu. „Miðað við þróun refsinga myndum við ná að halda í horfinu ef nýtingin á Hólmsheiði væri eins og best verður á kosið,“ segir Páll. Hann segir það geta tekið áratug að áhrif lagabreytinganna komi að fullu fram. „En við finnum líka að það er harðari kjarni sem þarf að afplána í fangelsunum sjálfum og það kallar á auknar öryggisráðstafanir,“ segir Páll. Hann segir forgangsröðunina inn í fangelsin valda því að í fangelsunum eru nánast eingöngu síbrotamenn og fangar sem afplána fyrir alvarlegustu brotin. Eins og Fréttablaðið greindi frá skömmu fyrir jól er ekki gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til fangelsismála í frumvarpi til fjárlaga næsta árs. Þrátt fyrir það leggur dómsmálaráðherra áherslu á að Hólmsheiðinni verði komið í fulla nýtingu sem fyrst. „Það þarf bara að hagræða í rekstri fangelsanna og það er fangelsismálayfirvalda að ákveða hvernig peningunum er best fyrir komið í samráði við mig,“ segir ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira