„Erum mannleg og þurfum að geta grátið“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2017 14:32 Björgunarsveitarmenn eru mannlegir eins og aðrir og þurfa að geta grátið og sýnt tilfinningar. Þetta segir Guðbrandur Örn Arnarsson, úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, en hann var gestur Heims Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þeir leitina að Birnu Brjánsdóttur, hvernig unnið hafi verið að henni og fleira. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið farið tiltölulega fljótt af stað við leit. Sporhundar sendir af stað og farið í aðrar aðgerðir. Sívaxandi þungi hafi síðan komið í málið og björgunarsveitir kallaðar til stærri leitar. „Það sem var kannski erfitt við þessa leit er að frá upphafi voru engar upplýsingar eða vísbendingar að finna í málinu. Þess vegna var þetta snúið verkefni. Vanalegast höfum við einhvern útgangspunkt leitar og hann varð ljós eftir að búið var að skoða myndavélar. Lögreglan fór og vann þar, að mínu mati, þrekvirki, að finna út þessa seinustu metra sem vitað er með vissu hvaða leið hún hefði gengið.“ Guðbrandur segir að sú mynd hafi sífellt orðið skýrari, en skortur á upplýsingum gerði björgunarsveitum mjög erfitt fyrir. Fyrst hafi til dæmis verið byrjað að leita í miðbænum. Hann segir björgunarsveitirnar alltaf vinna út frá mörgum sviðsmyndum. Þar á meðal er besta mögulega útkoman og sú versta. Sú besta gæti verið að einhver hafi ílengst í bænum og sú versta að einhver hafi orðið fyrir óláni sem ekki sé hægt að taka aftur. Annað hvort af sínum eigin völdum eða annarra. „Kjarninn er sá að við reynum að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði og reynum að finna skjólstæðinginn með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðbrandur. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna og kvenna tóku þátt í leitinni. Gamlir meðlimir komu aftur til að hjálpa og Guðbrandur segir að um 900 manns hafi tekið þátt. Ekki hafi eingöngu verið að leita að Birnu, heldur einnig að mögulegum vísbendingum. Björgunarsveitarmenn eru auðvitað bara manneskjur og Guðbrandur segir mjög gott ferli hafa skapast eftir bitra reynslu vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. „Þau kenndu okkur það að við erum mannleg og þurfum að geta grátið eða sýnt tilfinningar og það er engin skömm af því og hópar koma saman eftir erfiða atburði og halda viðrunarfundi. Það er mjög opin og góð umræða um sálrænan stuðning.“ Enn fremur segir Guðbrandur að allir séu snertir af málum Björgunarsveitanna og stundum safnist tilfinningar jafnvel upp. Landsbjörg sé þó alltaf meðvituð um þennan mannlega þátt og stuðningurinn innan félagsins sé góður. Víglínan Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru mannlegir eins og aðrir og þurfa að geta grátið og sýnt tilfinningar. Þetta segir Guðbrandur Örn Arnarsson, úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, en hann var gestur Heims Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þeir leitina að Birnu Brjánsdóttur, hvernig unnið hafi verið að henni og fleira. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið farið tiltölulega fljótt af stað við leit. Sporhundar sendir af stað og farið í aðrar aðgerðir. Sívaxandi þungi hafi síðan komið í málið og björgunarsveitir kallaðar til stærri leitar. „Það sem var kannski erfitt við þessa leit er að frá upphafi voru engar upplýsingar eða vísbendingar að finna í málinu. Þess vegna var þetta snúið verkefni. Vanalegast höfum við einhvern útgangspunkt leitar og hann varð ljós eftir að búið var að skoða myndavélar. Lögreglan fór og vann þar, að mínu mati, þrekvirki, að finna út þessa seinustu metra sem vitað er með vissu hvaða leið hún hefði gengið.“ Guðbrandur segir að sú mynd hafi sífellt orðið skýrari, en skortur á upplýsingum gerði björgunarsveitum mjög erfitt fyrir. Fyrst hafi til dæmis verið byrjað að leita í miðbænum. Hann segir björgunarsveitirnar alltaf vinna út frá mörgum sviðsmyndum. Þar á meðal er besta mögulega útkoman og sú versta. Sú besta gæti verið að einhver hafi ílengst í bænum og sú versta að einhver hafi orðið fyrir óláni sem ekki sé hægt að taka aftur. Annað hvort af sínum eigin völdum eða annarra. „Kjarninn er sá að við reynum að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði og reynum að finna skjólstæðinginn með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðbrandur. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna og kvenna tóku þátt í leitinni. Gamlir meðlimir komu aftur til að hjálpa og Guðbrandur segir að um 900 manns hafi tekið þátt. Ekki hafi eingöngu verið að leita að Birnu, heldur einnig að mögulegum vísbendingum. Björgunarsveitarmenn eru auðvitað bara manneskjur og Guðbrandur segir mjög gott ferli hafa skapast eftir bitra reynslu vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. „Þau kenndu okkur það að við erum mannleg og þurfum að geta grátið eða sýnt tilfinningar og það er engin skömm af því og hópar koma saman eftir erfiða atburði og halda viðrunarfundi. Það er mjög opin og góð umræða um sálrænan stuðning.“ Enn fremur segir Guðbrandur að allir séu snertir af málum Björgunarsveitanna og stundum safnist tilfinningar jafnvel upp. Landsbjörg sé þó alltaf meðvituð um þennan mannlega þátt og stuðningurinn innan félagsins sé góður.
Víglínan Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent