Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2017 13:58 Pétur Gunnlaugsson er dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu. Útvarp Saga Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur, fer fram á afsökunarbeiðni frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að ákæru á hendur honum fyrir hatursorðræðu var vísað frá héraðsdómi í morgun. Pétur segir í samtali við Vísi að málið hafi bæði skaðað hann persónulega en sömuleiðis útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur og útvarpsstöðina sjálfa. „Niðurstaðan kom mér ekkert á óvart,“ segir Pétur. „Í fyrsta lagi tel ég að aldrei hefði átt að gefa út ákæru á hendur mér í þessu máli. Það var búið að vísa þessu frá. Lögreglan gerði það strax en ríkissaksóknari vildi að málið héldi áfram,“ segir Pétur. Svo hafi dómari komist að sinni afdráttarlausu niðurstöðu í dómssal í morgun.Galin ákæra Málið má rekja til kæru Samtakanna ’78 vegna ummæla sem féllu í útvarpsþættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu. Þar var kennsluhald í grunnskólum í Hafnarfirði til umræðu en sitt sýndist hverjum um hinsegin fræðslu í skólum bæjarins frá sex ára aldri. „Margir gerðu athugasemdir við það,“ segir Pétur. Fullkomlega eðlilegt sé að skattgreiðendur hafi skoðanir á því sem gert sé í grunnskólum sem reknir séu af sveitarfélögum auk þess sem skólaskylda sé í landinu. Hann hafi hlustað á skoðanir fólks á málinu. „Svo er ég ákærður fyrir það. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að það er galið að ég sé ákærður fyrir að hlusta á hlustendur.“ Dómari í málinu vísaði því frá meðal annars þar sem ekkert er minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Taldi dómari verulegan galla á ákærunni að því leyti. Pétur segir það munu koma betur í ljós síðar hvort hann og/eða Útvarp Saga muni leita réttar síns vegna málsins. Pétur segir málið hápólitískt.Hefur stórskaðað Útvarp Sögu „Þarna er lögreglustjórinn í Reykjavík að taka þátt í því að ákæra í pólitísku skyni,“ segir Pétur. Hann sé hissa á því að fleiri hafi ekki risið upp til varnar tjáningarfrelsinu hér á landi. Hann minnir á að gagnrýnin hafi ekki verið á samkynhneigða heldur samtök sem berjist fyrir réttindum samkynhneigðra, þ.e. Samtökunum ’78. „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ segir Pétur og á við Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ segir Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. „Ég tel eðlilegt að lögreglustjóri biðjist afsökunar gagnvart mér.“ Tengdar fréttir Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur, fer fram á afsökunarbeiðni frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að ákæru á hendur honum fyrir hatursorðræðu var vísað frá héraðsdómi í morgun. Pétur segir í samtali við Vísi að málið hafi bæði skaðað hann persónulega en sömuleiðis útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur og útvarpsstöðina sjálfa. „Niðurstaðan kom mér ekkert á óvart,“ segir Pétur. „Í fyrsta lagi tel ég að aldrei hefði átt að gefa út ákæru á hendur mér í þessu máli. Það var búið að vísa þessu frá. Lögreglan gerði það strax en ríkissaksóknari vildi að málið héldi áfram,“ segir Pétur. Svo hafi dómari komist að sinni afdráttarlausu niðurstöðu í dómssal í morgun.Galin ákæra Málið má rekja til kæru Samtakanna ’78 vegna ummæla sem féllu í útvarpsþættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu. Þar var kennsluhald í grunnskólum í Hafnarfirði til umræðu en sitt sýndist hverjum um hinsegin fræðslu í skólum bæjarins frá sex ára aldri. „Margir gerðu athugasemdir við það,“ segir Pétur. Fullkomlega eðlilegt sé að skattgreiðendur hafi skoðanir á því sem gert sé í grunnskólum sem reknir séu af sveitarfélögum auk þess sem skólaskylda sé í landinu. Hann hafi hlustað á skoðanir fólks á málinu. „Svo er ég ákærður fyrir það. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að það er galið að ég sé ákærður fyrir að hlusta á hlustendur.“ Dómari í málinu vísaði því frá meðal annars þar sem ekkert er minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Taldi dómari verulegan galla á ákærunni að því leyti. Pétur segir það munu koma betur í ljós síðar hvort hann og/eða Útvarp Saga muni leita réttar síns vegna málsins. Pétur segir málið hápólitískt.Hefur stórskaðað Útvarp Sögu „Þarna er lögreglustjórinn í Reykjavík að taka þátt í því að ákæra í pólitísku skyni,“ segir Pétur. Hann sé hissa á því að fleiri hafi ekki risið upp til varnar tjáningarfrelsinu hér á landi. Hann minnir á að gagnrýnin hafi ekki verið á samkynhneigða heldur samtök sem berjist fyrir réttindum samkynhneigðra, þ.e. Samtökunum ’78. „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ segir Pétur og á við Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ segir Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. „Ég tel eðlilegt að lögreglustjóri biðjist afsökunar gagnvart mér.“
Tengdar fréttir Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14
Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent