Umferðaröngþveiti við Reynisfjöru Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2017 15:44 Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Íslandi og þar myndast mikil örtröð einkum milli klukkan tvö og fimm á hverjum degi. visir/vilhelm Ragnar Indriðason, sem starfar við ferðaþjónustu á Vík, birti myndbandsbrot á Facebook sem hann tók upp nú áðan og sýnir mikla röð sem myndast hefur við þjóðveginn. Fólk er að koma til að skoða sig um í Reynisfjöru sem þarna er. „Það er sprenging þetta sumarið,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Það vantar ekki örtröðina. „Það hefur verið mikið en nú er þetta að springa upp í andlitið á okkur. Ég taldi mest 127 bíla og 11 rútur við Fjöruna. Á sama tíma.“Ragnar segir þetta með hinum mestu ólíkindum og fólkið í sveitinni viti varla hvaðan á sig stendur veðrið. Það er á milli klukkan tvö og fimm sem holskeflan gengur yfir. „Íslendingarnar eru ekkert farnir að hreyfa sig að ráði og svo bætast þeir við. Ótrúlegt. Fólk sem kemur hingað í heimsókn spyr hvað er eiginlega í gangi hérna?“ Stakkaskiptin sem orðið hafa á samfélagsgerðinni í Vík eru mikil. Halla Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Svörtu fjörunnar, sem er veitingastaður við Reynisfjöru, og hún segir að það sé fínt að gera hjá. „Það er alltaf mikill mannfjöldi hér. Nú í lok júní. Áttum við ekki von á þessu? Ég held það,“ segir Halla og lýsir miklum breytingum sem orðið hafa á Vík í Mýrdal, hvar hún ólst upp; fædd og uppalin í Mýrdalnum. „Vík er ekki lengur litla þorpið okkar. Það er liðin tíð. Nú veit maður ekki einu sinni hverjir búa í Víkinni, eru starfandi hjá fyrirtækjum hér, tímabundnir verkamenn eða ferðafólk. Maður skýst ekki út í búð og reddar í matinn á fimm mínútum. Það er löngu liðin tíð. Nú er ekki auðn og tóm í búðinni af því að ekki eru viðskipti heldur af því að þau eru svo mikil og allt rifið út,“ segir Halla. Bæði hafa þau orð á því að mikil þörf sé orðin á því að gerð sé bragarbót á aðstæðum við Reynisfjöru, þá í því sem snýr að bílastæðum. Ef einn leggur út í vegarkant þá leggur annar þar líka og þá er röðin fljót að myndast. Með tilheyrandi slysahættu. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Ragnar Indriðason, sem starfar við ferðaþjónustu á Vík, birti myndbandsbrot á Facebook sem hann tók upp nú áðan og sýnir mikla röð sem myndast hefur við þjóðveginn. Fólk er að koma til að skoða sig um í Reynisfjöru sem þarna er. „Það er sprenging þetta sumarið,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Það vantar ekki örtröðina. „Það hefur verið mikið en nú er þetta að springa upp í andlitið á okkur. Ég taldi mest 127 bíla og 11 rútur við Fjöruna. Á sama tíma.“Ragnar segir þetta með hinum mestu ólíkindum og fólkið í sveitinni viti varla hvaðan á sig stendur veðrið. Það er á milli klukkan tvö og fimm sem holskeflan gengur yfir. „Íslendingarnar eru ekkert farnir að hreyfa sig að ráði og svo bætast þeir við. Ótrúlegt. Fólk sem kemur hingað í heimsókn spyr hvað er eiginlega í gangi hérna?“ Stakkaskiptin sem orðið hafa á samfélagsgerðinni í Vík eru mikil. Halla Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Svörtu fjörunnar, sem er veitingastaður við Reynisfjöru, og hún segir að það sé fínt að gera hjá. „Það er alltaf mikill mannfjöldi hér. Nú í lok júní. Áttum við ekki von á þessu? Ég held það,“ segir Halla og lýsir miklum breytingum sem orðið hafa á Vík í Mýrdal, hvar hún ólst upp; fædd og uppalin í Mýrdalnum. „Vík er ekki lengur litla þorpið okkar. Það er liðin tíð. Nú veit maður ekki einu sinni hverjir búa í Víkinni, eru starfandi hjá fyrirtækjum hér, tímabundnir verkamenn eða ferðafólk. Maður skýst ekki út í búð og reddar í matinn á fimm mínútum. Það er löngu liðin tíð. Nú er ekki auðn og tóm í búðinni af því að ekki eru viðskipti heldur af því að þau eru svo mikil og allt rifið út,“ segir Halla. Bæði hafa þau orð á því að mikil þörf sé orðin á því að gerð sé bragarbót á aðstæðum við Reynisfjöru, þá í því sem snýr að bílastæðum. Ef einn leggur út í vegarkant þá leggur annar þar líka og þá er röðin fljót að myndast. Með tilheyrandi slysahættu.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira