Mel Gibson sagður í viðræðum um að leikstýra Suicide Squad 2 Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2017 11:10 Mel Gibson. Vísir/EPA Kvikmyndaverið Warner Bros. er sagt í viðræðum við Mel Gibson um að leikstýra framhaldinu af Suicide Squad. Frá þessu var greint í Hollywood Reporter en verði þetta að veruleika þýðir það að Gibson mun taka við af David Ayer sem leikstýrði Suicide Squad. Myndin kom út í fyrra og fékk heilt yfir slæma dóma frá gagnrýnendum en rakaði þó inn 745 milljónum dollara í miðasölu kvikmyndahúsa á heimsvísu. Mel Gibson leikstýrði myndinni Hacksaw Ridge sem er tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal Gibson sem besti leikstjórinn. Gibson er þegar með nokkur fyrirhuguð verkefni á sínum lista en hann mun leika í lögreglutryllinum Dragged Across Concrete ásamt Vince Vaughn og þá mun hann leika í myndinni The Professor and The Madman á móti Sean Penn. Suicide Squad 2 yrði ekki fyrsta ofurhetjumyndin sem Mel Gibson er orðaður við. Robert Downey Jr. sagði fyrir nokkru að hann væri til í að gera fjórðu Iron Man-myndina ef Mel Gibson yrði leikstjóri hennar. Gibson sagði við Total Film í fyrra að hann myndi að sjálfsögðu íhuga það. „Það gæti orðið gaman,“ sagði Gibson en bætti við að hann yrði þá að finna leið til að gera Iron Man 4 frábrugðna öðrum myndum ef hann ætti að gera það. Robert Downey Jr. var ekki einn um að vilja Mel Gibson sem leikstjóra fjórðu Iron Man-myndarinnar. Shane Black, leikstjóri þriðju Iron Man-myndarinnar, lýsti þeirri skoðun einnig en Shane Black skrifaði handrit fyrstu tveggja Lethal Weapon-myndanna þar sem Mel Gibson lék rannsóknarlögreglumanninn Martin Riggs sem myndaði ódauðlegt tvíeyki með Roger Murtaugh, sem Danny Glover lék. Gibson hefur verið í nokkurs konar útlegð frá Hollywood í um áratug eftir röð hneykslismála. Shane Black sagði það skiljanlegt að Downey Jr. vildi fá Gibson sem leikstjóra fjórðu Iron Man-myndarinnar því að Gibson hefði reynst Downey Jr. þegar Downey sjálfur gekk í gegnum mikinn öldudal á sínum ferli. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41 Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45 Stefnir í einn áhugaverðasta Óskar síðustu ára Nú hafa tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verið gerðar opinberar. Ýmislegt áhugavert og spennandi má finna á þeim lista, þó að annað sé miður skemmtilegt. Endurkoma Mels Gibson, Íslendingar hlunnfarnir, réttindabarátta svartra og fleira. Fréttablaðið fer yfir áhugaverða punkta sem má finna í tilnefningunum. 26. janúar 2017 10:30 Suicide Squad langt komin með að slá aðsóknarmet í ágúst Guardians of the Galaxy átti metið. 6. ágúst 2016 21:03 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Bros. er sagt í viðræðum við Mel Gibson um að leikstýra framhaldinu af Suicide Squad. Frá þessu var greint í Hollywood Reporter en verði þetta að veruleika þýðir það að Gibson mun taka við af David Ayer sem leikstýrði Suicide Squad. Myndin kom út í fyrra og fékk heilt yfir slæma dóma frá gagnrýnendum en rakaði þó inn 745 milljónum dollara í miðasölu kvikmyndahúsa á heimsvísu. Mel Gibson leikstýrði myndinni Hacksaw Ridge sem er tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal Gibson sem besti leikstjórinn. Gibson er þegar með nokkur fyrirhuguð verkefni á sínum lista en hann mun leika í lögreglutryllinum Dragged Across Concrete ásamt Vince Vaughn og þá mun hann leika í myndinni The Professor and The Madman á móti Sean Penn. Suicide Squad 2 yrði ekki fyrsta ofurhetjumyndin sem Mel Gibson er orðaður við. Robert Downey Jr. sagði fyrir nokkru að hann væri til í að gera fjórðu Iron Man-myndina ef Mel Gibson yrði leikstjóri hennar. Gibson sagði við Total Film í fyrra að hann myndi að sjálfsögðu íhuga það. „Það gæti orðið gaman,“ sagði Gibson en bætti við að hann yrði þá að finna leið til að gera Iron Man 4 frábrugðna öðrum myndum ef hann ætti að gera það. Robert Downey Jr. var ekki einn um að vilja Mel Gibson sem leikstjóra fjórðu Iron Man-myndarinnar. Shane Black, leikstjóri þriðju Iron Man-myndarinnar, lýsti þeirri skoðun einnig en Shane Black skrifaði handrit fyrstu tveggja Lethal Weapon-myndanna þar sem Mel Gibson lék rannsóknarlögreglumanninn Martin Riggs sem myndaði ódauðlegt tvíeyki með Roger Murtaugh, sem Danny Glover lék. Gibson hefur verið í nokkurs konar útlegð frá Hollywood í um áratug eftir röð hneykslismála. Shane Black sagði það skiljanlegt að Downey Jr. vildi fá Gibson sem leikstjóra fjórðu Iron Man-myndarinnar því að Gibson hefði reynst Downey Jr. þegar Downey sjálfur gekk í gegnum mikinn öldudal á sínum ferli.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41 Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45 Stefnir í einn áhugaverðasta Óskar síðustu ára Nú hafa tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verið gerðar opinberar. Ýmislegt áhugavert og spennandi má finna á þeim lista, þó að annað sé miður skemmtilegt. Endurkoma Mels Gibson, Íslendingar hlunnfarnir, réttindabarátta svartra og fleira. Fréttablaðið fer yfir áhugaverða punkta sem má finna í tilnefningunum. 26. janúar 2017 10:30 Suicide Squad langt komin með að slá aðsóknarmet í ágúst Guardians of the Galaxy átti metið. 6. ágúst 2016 21:03 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23
Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41
Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45
Stefnir í einn áhugaverðasta Óskar síðustu ára Nú hafa tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verið gerðar opinberar. Ýmislegt áhugavert og spennandi má finna á þeim lista, þó að annað sé miður skemmtilegt. Endurkoma Mels Gibson, Íslendingar hlunnfarnir, réttindabarátta svartra og fleira. Fréttablaðið fer yfir áhugaverða punkta sem má finna í tilnefningunum. 26. janúar 2017 10:30
Suicide Squad langt komin með að slá aðsóknarmet í ágúst Guardians of the Galaxy átti metið. 6. ágúst 2016 21:03