Ráðleggur stjórnvöldum að stöðva leyfisveitingar til sjókvíalaxeldis Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2017 12:23 Laxeldi í sjókvíum er vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Vísir/pjetur Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifunum. Laxeldi í sjókvíum er vaxandi atvinnugrein á Íslandi en útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum við Íslandsstrendur hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Erfðanefnd landbúnaðarins er opinber nefnd sem annast samráð innanlands um varðveislu og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði og stuðlar að kynningu og fræðslu til stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings um erfðaauðlindir í landbúnaði og gildi þeirra. Erfðanefndin hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskra laxastofna vegna mögulegra áhrif laxeldis í sjókvíum af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í nýju áliti nefndarinnar sem birtist á heimasíðu hennar. Þar segir að með hliðsjón af þekkingu á áhrifum eldislaxa á villta laxastofna og varúðarreglu náttúruverndarlaga leggist nefndin gegn notkun á frjóum, norskum eldislaxi í sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Nefndin telur að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna með ófyrirséðum afleiðingum. Þessi stefna samrýmist jafnframt ekki markmiðum laga um fiskeldi, laga um náttúruvernd og samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Nefndin ráðleggur stjórnvöldum að stöðva útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifum. Að mati nefndarinnar er frekari útgáfa leyfa til eldis á frjóum laxi af erlendum uppruna í sjókvíum óforsvaranleg miðað við stöðu leyfisveitinga og skorti á upplýsingum um áhrif eldisins á villta laxastofna í íslenskum ám. Segir álitið afdráttarlaust Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að álit nefndarinnar sé afdráttarlaust. „Það er nú að störfum starfhópur um stefnumótun í fiskeldi sem skilar í sumar. Hún byggir meðal annars , að því er ég best veit, niðurstöðu sína á áhættumati meðal annars frá Hafró. Við bíðum einfaldlega eftir þeirri niðurstöðu. En mér sýnist þessi niðurstaða erfðanefndarinnar vera mjög skýr,“ segir Þorgerður og bætir við að nefndin virðist einnig gera ríkar kröfur til greinarinnar. Þorgerður Katrín sagði í viðtali við fréttastofuna hinn 4. apríl síðastliðinn að hún vildi hægja á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum á meðan starfshópur ráðherra væri að störfum. Matvælastofnun gefur leyfin út. Stofnunin sem er sjálfstæð að lögum brást í raun og veru ekki við afstöðu ráðherrans og lauk vinnu við útgáfu þeirra leyfa sem voru þegar í umsóknarferli. „Ég veit einfaldlega að MAST er að vanda sig í sínum verkum og í sinni stjórnsýslu og hefur fagleg sjónarmið að leiðarljósi þegar hún tekur afstöðu. Það á hún að gera,“ segir Þorgerður Katrín, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tengdar fréttir Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00 Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifunum. Laxeldi í sjókvíum er vaxandi atvinnugrein á Íslandi en útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum við Íslandsstrendur hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Erfðanefnd landbúnaðarins er opinber nefnd sem annast samráð innanlands um varðveislu og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði og stuðlar að kynningu og fræðslu til stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings um erfðaauðlindir í landbúnaði og gildi þeirra. Erfðanefndin hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskra laxastofna vegna mögulegra áhrif laxeldis í sjókvíum af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í nýju áliti nefndarinnar sem birtist á heimasíðu hennar. Þar segir að með hliðsjón af þekkingu á áhrifum eldislaxa á villta laxastofna og varúðarreglu náttúruverndarlaga leggist nefndin gegn notkun á frjóum, norskum eldislaxi í sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Nefndin telur að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna með ófyrirséðum afleiðingum. Þessi stefna samrýmist jafnframt ekki markmiðum laga um fiskeldi, laga um náttúruvernd og samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Nefndin ráðleggur stjórnvöldum að stöðva útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifum. Að mati nefndarinnar er frekari útgáfa leyfa til eldis á frjóum laxi af erlendum uppruna í sjókvíum óforsvaranleg miðað við stöðu leyfisveitinga og skorti á upplýsingum um áhrif eldisins á villta laxastofna í íslenskum ám. Segir álitið afdráttarlaust Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að álit nefndarinnar sé afdráttarlaust. „Það er nú að störfum starfhópur um stefnumótun í fiskeldi sem skilar í sumar. Hún byggir meðal annars , að því er ég best veit, niðurstöðu sína á áhættumati meðal annars frá Hafró. Við bíðum einfaldlega eftir þeirri niðurstöðu. En mér sýnist þessi niðurstaða erfðanefndarinnar vera mjög skýr,“ segir Þorgerður og bætir við að nefndin virðist einnig gera ríkar kröfur til greinarinnar. Þorgerður Katrín sagði í viðtali við fréttastofuna hinn 4. apríl síðastliðinn að hún vildi hægja á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum á meðan starfshópur ráðherra væri að störfum. Matvælastofnun gefur leyfin út. Stofnunin sem er sjálfstæð að lögum brást í raun og veru ekki við afstöðu ráðherrans og lauk vinnu við útgáfu þeirra leyfa sem voru þegar í umsóknarferli. „Ég veit einfaldlega að MAST er að vanda sig í sínum verkum og í sinni stjórnsýslu og hefur fagleg sjónarmið að leiðarljósi þegar hún tekur afstöðu. Það á hún að gera,“ segir Þorgerður Katrín, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Tengdar fréttir Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00 Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00
Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15