Gunnar Smári fær það óþvegið frá Sjálfstæðismönnum Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2017 09:30 Meðfram því sem helstu forkólfar Sjálfstæðisflokkinn vilja beintengja stofnun Sósíalistaflokksins við rekstrarörðugleika Fréttatímans telja þeir rétt að líkja Gunnari Smára við Hugo Cháves. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, telur stofnun Sósíalistaflokksins til að þyrla upp ryki – gagngert til að draga athygli frá rekstrarörðugleikum Fréttatímans. Hann fjallar um Gunnar Smára Egilsson, stofnanda flokksins, í nýjum pistli á vefsíðu sinni undir fyrirsögninni: „Frjáls fjölmiðlun, „heiðursfólkið“ og Sósíalistaflokkurinn“.Stofnaði stjórnmálaafl til að draga athyglina frá FréttatímanumAthygli vekur að Björn setur heiðursfólk innan gæsalappa en þar er vísað til hóps fólks sem settist í fulltrúaráð Frjálsrar fjölmiðlunar, samtaka sem Gunnar Smári stóð að til stuðnings óháðri og frjálsri blaðamennsku. Björn birtir svo samviskusamlega nöfn þessa „heiðursfólks“. Hugmyndin var sú að leita til almennings með frjáls framlög til stuðnings rekstri Fréttatímans hvar Gunnar Smári var ritstjóri. Sem kunnugt er hefur Gunnar Smári vikið úr ritstjórastóli og er reksturinn í járnum. Björn segir þetta „heiðursfólk“ hvergi hafa látið að sér kveða við lausn þeirra erfiðleika. Björn hefur pistil sinn á að setja fram þá kenningu að Gunnar Smári sé að þyrla upp ryki með því að stofna stjórnmálaaflið. „Engu er líkara en menn átti sig ekki á að Gunnar Smári Egilsson kýs að draga athygli að stofnun nýs flokks, Sósíalistaflokksins, til að hætt sé að tala um viðskilnað hans við Fréttatímann og starfsfólkið þar.“Gunnari Smára líkt við Hugo ChávesBirni hefur verið tíðrætt í gegnum tíðina um tengsl Gunnars Smára við Baug og hann er ekki trúaður á gagnrýni Gunnars Smára á 365; „...stofnaði Gunnar Smári til illdeilna við Jón Ásgeir Jóhannesson, höfuðpaur Baugsmanna, á opinberum vettvangi til þess eins að draga skil í hugum almennings á milli sín og Jóns Ásgeirs. Reyndar er það svo að Gunnar Smári fær það óþvegið frá helstu hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar þess að hafa stofnað til Sósíalistaflokksins. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er á sama róli og Björn þegar hann ræðir við Viðskiptablaðið um Gunnar Smára. Tilefni þessa virðist viðtal Vísis við Gunnar Smára, þar sem fram kom að Hannes Hólmsteinn aðhylltist hina svokölluðu „brauðmolakenningu“. Hannes segist ekki fylgismaður neinnar brauðmolakenningar en það sé hins vegar svo að Gunnar Smári hafi þegið brauðmola af borðum Jóns Ásgeirs. Og spyr hvernig hægt sé að taka slíkan mann og slíkan Stjórnmálaflokk gegn auðvaldi alvarlega? Hannes Hólmsteinn vill þá líkja Gunnari Smára við Hugo Cháves. „Chávez tókst að breyta einu auðugasta landi Rómönsku Ameríku í eitt hið fátækasta, og þegar illa gekk, öskruðu hann og eftirmaður hans: Skemmdarverk! og handtóku andstæðinga sína.Þetta var brennuvargur að gera hróp að slökkviliði.“Telur Gunnar Smára njóta alltof mikillar athygliEnn einn Sjálfstæðismaðurinn sem hefur horn í síðu Sósíalistaflokksins og Gunnars Smára er svo Brynjar Níelsson alþingismaður. Hann furðar sig á þeim áhuga sem fjölmiðlar sýna stofnun Sósíalistaflokksins. Eins og menn haldi að hér sé eitthvað nýtt á ferð. „Vinstri grænir og Alþýðufylkingin er uppfull sósíalistum og slatti af þeim í Samfylkingunni. Virðist vera einkenni þeirra sem berja hausnum við steininn að þurfa að vera í mörgum flokkum.“ Blaðamaður Vísis benti Brynjari á að fjölmiðlar væru nokkurn veginn eins og fólk vildi hafa þá; þeir eru ekki skúffuskáld heldur sé það beinlínis hlutverk þeirra að mæta eftirspurn. En, Brynjar er ekki trúaður á að fjölmiðlar þurfi eða taki mið af markaðinum: „Almenningur hefur ekkert meiri áhuga á stofnun þessa sósíalistaflokks en Alþýðufylkingunni á sínum tíma, Jakob. Það eru auðvitað fjölmiðlar sem eru uppteknir af þessum manni og hæpa þetta upp.“ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, telur stofnun Sósíalistaflokksins til að þyrla upp ryki – gagngert til að draga athygli frá rekstrarörðugleikum Fréttatímans. Hann fjallar um Gunnar Smára Egilsson, stofnanda flokksins, í nýjum pistli á vefsíðu sinni undir fyrirsögninni: „Frjáls fjölmiðlun, „heiðursfólkið“ og Sósíalistaflokkurinn“.Stofnaði stjórnmálaafl til að draga athyglina frá FréttatímanumAthygli vekur að Björn setur heiðursfólk innan gæsalappa en þar er vísað til hóps fólks sem settist í fulltrúaráð Frjálsrar fjölmiðlunar, samtaka sem Gunnar Smári stóð að til stuðnings óháðri og frjálsri blaðamennsku. Björn birtir svo samviskusamlega nöfn þessa „heiðursfólks“. Hugmyndin var sú að leita til almennings með frjáls framlög til stuðnings rekstri Fréttatímans hvar Gunnar Smári var ritstjóri. Sem kunnugt er hefur Gunnar Smári vikið úr ritstjórastóli og er reksturinn í járnum. Björn segir þetta „heiðursfólk“ hvergi hafa látið að sér kveða við lausn þeirra erfiðleika. Björn hefur pistil sinn á að setja fram þá kenningu að Gunnar Smári sé að þyrla upp ryki með því að stofna stjórnmálaaflið. „Engu er líkara en menn átti sig ekki á að Gunnar Smári Egilsson kýs að draga athygli að stofnun nýs flokks, Sósíalistaflokksins, til að hætt sé að tala um viðskilnað hans við Fréttatímann og starfsfólkið þar.“Gunnari Smára líkt við Hugo ChávesBirni hefur verið tíðrætt í gegnum tíðina um tengsl Gunnars Smára við Baug og hann er ekki trúaður á gagnrýni Gunnars Smára á 365; „...stofnaði Gunnar Smári til illdeilna við Jón Ásgeir Jóhannesson, höfuðpaur Baugsmanna, á opinberum vettvangi til þess eins að draga skil í hugum almennings á milli sín og Jóns Ásgeirs. Reyndar er það svo að Gunnar Smári fær það óþvegið frá helstu hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar þess að hafa stofnað til Sósíalistaflokksins. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er á sama róli og Björn þegar hann ræðir við Viðskiptablaðið um Gunnar Smára. Tilefni þessa virðist viðtal Vísis við Gunnar Smára, þar sem fram kom að Hannes Hólmsteinn aðhylltist hina svokölluðu „brauðmolakenningu“. Hannes segist ekki fylgismaður neinnar brauðmolakenningar en það sé hins vegar svo að Gunnar Smári hafi þegið brauðmola af borðum Jóns Ásgeirs. Og spyr hvernig hægt sé að taka slíkan mann og slíkan Stjórnmálaflokk gegn auðvaldi alvarlega? Hannes Hólmsteinn vill þá líkja Gunnari Smára við Hugo Cháves. „Chávez tókst að breyta einu auðugasta landi Rómönsku Ameríku í eitt hið fátækasta, og þegar illa gekk, öskruðu hann og eftirmaður hans: Skemmdarverk! og handtóku andstæðinga sína.Þetta var brennuvargur að gera hróp að slökkviliði.“Telur Gunnar Smára njóta alltof mikillar athygliEnn einn Sjálfstæðismaðurinn sem hefur horn í síðu Sósíalistaflokksins og Gunnars Smára er svo Brynjar Níelsson alþingismaður. Hann furðar sig á þeim áhuga sem fjölmiðlar sýna stofnun Sósíalistaflokksins. Eins og menn haldi að hér sé eitthvað nýtt á ferð. „Vinstri grænir og Alþýðufylkingin er uppfull sósíalistum og slatti af þeim í Samfylkingunni. Virðist vera einkenni þeirra sem berja hausnum við steininn að þurfa að vera í mörgum flokkum.“ Blaðamaður Vísis benti Brynjari á að fjölmiðlar væru nokkurn veginn eins og fólk vildi hafa þá; þeir eru ekki skúffuskáld heldur sé það beinlínis hlutverk þeirra að mæta eftirspurn. En, Brynjar er ekki trúaður á að fjölmiðlar þurfi eða taki mið af markaðinum: „Almenningur hefur ekkert meiri áhuga á stofnun þessa sósíalistaflokks en Alþýðufylkingunni á sínum tíma, Jakob. Það eru auðvitað fjölmiðlar sem eru uppteknir af þessum manni og hæpa þetta upp.“
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira