Sýknuð af stefnu um meiðyrði á grundvelli orðhefndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2017 19:07 Maðurinn sagði að um óviljaverk hefði verið að ræða sem hann sæi eftir. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag konu af stefnu um meiðyrði meðal annars á grundvelli orðhefndar en stjúpbróðir hennar kærði hana fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook og hann taldi að fælu í sér ærumeiðandi aðdróttanir. Krafðist hann þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk en ummælin lét konan falla í færslu á Facebook-hópi sem árgangur hennar úr grunnskóla hafði stofnað í tilefni af fermingarafmæli. Ummælin voru eftirfarandi en stjúpbróðirinn er í dómnum nefndur A: „ekki einn af draumum mínum að vera læst inn í herbergi meðan að drengirnir skiptust á að uppfylla sínar óskir“. „Margir fengu nú leyfi frá A til að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginn leyfi frá mér“. Ummælin voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún lýsti kynferðislegu ofbeldi af hálfu skólabræðra sinna. Sagði hún fyrir dómi að fyrri ummælin hafi ekki haft neitt með stjúpbróður hennar að gera. Á það féllst dómurinn, það er að segja að ummælin ættu ekki við stefnda. Hann gæti ekki fengið ummæli sem beindust að öðrum en honum sjálfum dæmd ómerk og var konan því sýknuð.Sagði stjúpbróðurinn hafa þvingað hana til að kynferðislegra athafna Hvað varðar seinni ummælin þá taldi dómurinn að konan hefði vegið að æru bróður síns með þeim. Hún var þó sýknuð á grundvelli orðhefndar. Það felur í sér að heimilt sé að láta refsingu vegna ærumeiðinga niðurfalla ef tilefnið „er ótilhlýðileg háttsemi þess manns, sem telur sér misboðið eða hann hefur goldið líku líkt,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Svo segir í dómnum: „Af hálfu stefnanda er viðurkennt í stefnu að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við stefndu, stjúpsystur sína, meðan þau bjuggu í foreldrahúsum og voru bæði börn að aldri. Samkvæmt framburði stefndu hófst þessi háttsemi í nóvember 1986, þegar hún var 9 ára en stefnandi 11 ára, og stóð að sögn stefnanda allt til ársins 1990. Af hálfu stefndu er því hins vegar haldið fram að hún hafi staðið allt fram á árið 1992 og verið fólgin í samförum og öðrum kynferðislegum athöfnum. Af hálfu stefndu er fullyrt að stefnandi hafi þvingað hana til þessara athafna en af hálfu stefnanda að hún hafi átt sér stað með samþykki stefndu. Að stefnandi hafi þvingað stefndu til þess að eiga kynlíf með sér styðst við framburð vitnisins, D félagsráðgjafa, sem bar við aðalmeðferð málsins, eins og áður hefur verið rakið, að stefnandi hafi aðspurður, að vitninu viðstöddu, á heimili foreldra stefndu og stefnanda, gengist við því að hafa þvingað stefndu til kynferðislegra athafna. Þá styðst framburður stefndu um kynferðislegar þvinganir stefnanda gagnvart sér við framburð vitnisins, G, verkefnastjóra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem áður hefur verið rakinn."Stórlega ámælisverð og ótilhlýðileg háttsemi Svo segir áfram í dómi héraðsdóms: „Það er álit dómsins að sú háttsemi stefnanda, sem að framan er lýst, hafi, þrátt fyrir ungan aldur hans, verið stórlega ámælisverð og ótilhlýðileg gagnvart stefndu í merkingu 239. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er það álit dómsins að augljós tengsl hafi verið milli framangreindrar aðdróttunar stefndu og hinnar ótilhlýðilegu háttsemi stefnanda og að ummæli stefndu hafi ekki gengið lengra en frumverknaður stefnanda hafi gefið tilefni til. Þá verður ekki talið að þótt langur tími hafi liðið milli frumverknaðar stefnanda og orðhefndar stefndu eigi það að koma í veg fyrir réttaráhrif hefndarinnar. Þar sem ummæli stefndu verða samkvæmt framangreindu ekki talin fela í sér brot gegn 234. eða 235. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 239. gr. laganna, verður stefnda sýknuð af kröfum stefnanda um ómerkingu ummælanna. Þá verður hún ennfremur sýknuð af kröfu stefnanda um miskabætur vegna ummælanna þar sem ekki verður talið að ummæli hennar hafi gengið lengra en tilefni var til samkvæmt framangreindu.“ Konan þurfti heldur ekki að greiða stjúpbróður sínum miskabætur líkt og hann hafði krafist heldur var hann dæmdur til þess að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað.Dóminn í heild sinni má nálgast hér. Tengdar fréttir Ásökun um kynferðisbrot ekki endilega meiðyrði Enginn hefur verið dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um eigin reynsu af kynferðisbroti, segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður konu sem hefur verið krafin um greiðslu vegna ummæla um meint fyrnd kynferðisbrot á Facebook. 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag konu af stefnu um meiðyrði meðal annars á grundvelli orðhefndar en stjúpbróðir hennar kærði hana fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook og hann taldi að fælu í sér ærumeiðandi aðdróttanir. Krafðist hann þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk en ummælin lét konan falla í færslu á Facebook-hópi sem árgangur hennar úr grunnskóla hafði stofnað í tilefni af fermingarafmæli. Ummælin voru eftirfarandi en stjúpbróðirinn er í dómnum nefndur A: „ekki einn af draumum mínum að vera læst inn í herbergi meðan að drengirnir skiptust á að uppfylla sínar óskir“. „Margir fengu nú leyfi frá A til að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginn leyfi frá mér“. Ummælin voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún lýsti kynferðislegu ofbeldi af hálfu skólabræðra sinna. Sagði hún fyrir dómi að fyrri ummælin hafi ekki haft neitt með stjúpbróður hennar að gera. Á það féllst dómurinn, það er að segja að ummælin ættu ekki við stefnda. Hann gæti ekki fengið ummæli sem beindust að öðrum en honum sjálfum dæmd ómerk og var konan því sýknuð.Sagði stjúpbróðurinn hafa þvingað hana til að kynferðislegra athafna Hvað varðar seinni ummælin þá taldi dómurinn að konan hefði vegið að æru bróður síns með þeim. Hún var þó sýknuð á grundvelli orðhefndar. Það felur í sér að heimilt sé að láta refsingu vegna ærumeiðinga niðurfalla ef tilefnið „er ótilhlýðileg háttsemi þess manns, sem telur sér misboðið eða hann hefur goldið líku líkt,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Svo segir í dómnum: „Af hálfu stefnanda er viðurkennt í stefnu að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við stefndu, stjúpsystur sína, meðan þau bjuggu í foreldrahúsum og voru bæði börn að aldri. Samkvæmt framburði stefndu hófst þessi háttsemi í nóvember 1986, þegar hún var 9 ára en stefnandi 11 ára, og stóð að sögn stefnanda allt til ársins 1990. Af hálfu stefndu er því hins vegar haldið fram að hún hafi staðið allt fram á árið 1992 og verið fólgin í samförum og öðrum kynferðislegum athöfnum. Af hálfu stefndu er fullyrt að stefnandi hafi þvingað hana til þessara athafna en af hálfu stefnanda að hún hafi átt sér stað með samþykki stefndu. Að stefnandi hafi þvingað stefndu til þess að eiga kynlíf með sér styðst við framburð vitnisins, D félagsráðgjafa, sem bar við aðalmeðferð málsins, eins og áður hefur verið rakið, að stefnandi hafi aðspurður, að vitninu viðstöddu, á heimili foreldra stefndu og stefnanda, gengist við því að hafa þvingað stefndu til kynferðislegra athafna. Þá styðst framburður stefndu um kynferðislegar þvinganir stefnanda gagnvart sér við framburð vitnisins, G, verkefnastjóra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem áður hefur verið rakinn."Stórlega ámælisverð og ótilhlýðileg háttsemi Svo segir áfram í dómi héraðsdóms: „Það er álit dómsins að sú háttsemi stefnanda, sem að framan er lýst, hafi, þrátt fyrir ungan aldur hans, verið stórlega ámælisverð og ótilhlýðileg gagnvart stefndu í merkingu 239. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er það álit dómsins að augljós tengsl hafi verið milli framangreindrar aðdróttunar stefndu og hinnar ótilhlýðilegu háttsemi stefnanda og að ummæli stefndu hafi ekki gengið lengra en frumverknaður stefnanda hafi gefið tilefni til. Þá verður ekki talið að þótt langur tími hafi liðið milli frumverknaðar stefnanda og orðhefndar stefndu eigi það að koma í veg fyrir réttaráhrif hefndarinnar. Þar sem ummæli stefndu verða samkvæmt framangreindu ekki talin fela í sér brot gegn 234. eða 235. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 239. gr. laganna, verður stefnda sýknuð af kröfum stefnanda um ómerkingu ummælanna. Þá verður hún ennfremur sýknuð af kröfu stefnanda um miskabætur vegna ummælanna þar sem ekki verður talið að ummæli hennar hafi gengið lengra en tilefni var til samkvæmt framangreindu.“ Konan þurfti heldur ekki að greiða stjúpbróður sínum miskabætur líkt og hann hafði krafist heldur var hann dæmdur til þess að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað.Dóminn í heild sinni má nálgast hér.
Tengdar fréttir Ásökun um kynferðisbrot ekki endilega meiðyrði Enginn hefur verið dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um eigin reynsu af kynferðisbroti, segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður konu sem hefur verið krafin um greiðslu vegna ummæla um meint fyrnd kynferðisbrot á Facebook. 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Ásökun um kynferðisbrot ekki endilega meiðyrði Enginn hefur verið dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um eigin reynsu af kynferðisbroti, segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður konu sem hefur verið krafin um greiðslu vegna ummæla um meint fyrnd kynferðisbrot á Facebook. 10. desember 2015 07:00