Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. desember 2017 21:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, býst ekki við því að bandarísk stjórnvöld láti Íslendinga finna fyrir afleiðingum þess að hafa greitt atkvæði gegn þeim um stöðu Jerúsalem á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Aldrei hafi staðið til að láta hótanir þeirra hafa áhrif á atkvæði Íslands. Bandarísk stjórnvöld hótuðu aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna afleiðingum ef þau greiddu atkvæði gegn þeim í allsherjarþinginu í gær. Engu að síður samþykkti afgerandi meirihluti ríkjanna, þar á meðal Ísland, ályktun um að fella úr gildi allar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem. Henni var beint að ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. „Bandaríkjamenn eru okkar vinaþjóð og hefur verið í áratugi,“ segir Guðlaugur Þór. Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, segir að niðurstaða allsherjarþingsins sé afdráttarlaus um að Jerúsalem sé ekki höfuðborg Ísraels að mati alþjóðasamfélagsins. Hún segir fá dæmi um eins greinilega reiði í viðbrögðum Bandaríkjamanna við niðurstöðunni. Jafnvel þegar aðildarríkin féllust ekki á innrás í Írak árið 2003 hafi viðbrögðin verið önnur en nú. „Við erum sjálfstæð þjóð og við höfum okkar stefnu í hinum ýmsu málum á alþjóðavettvangi. Við tökum ákvörðun um þá stefnu út frá bestu vitneskju. Það gerðum við í þessu tilfelli og við munum halda áfram að gera það,“ segir Guðlaugur Þór. Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið í teiti Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þóðunum hefur sent út boðskort þar sem fulltrúum nokkurra ríkja heims er boðið í samkvæmi snemma í janúar. 22. desember 2017 08:15 Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, býst ekki við því að bandarísk stjórnvöld láti Íslendinga finna fyrir afleiðingum þess að hafa greitt atkvæði gegn þeim um stöðu Jerúsalem á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Aldrei hafi staðið til að láta hótanir þeirra hafa áhrif á atkvæði Íslands. Bandarísk stjórnvöld hótuðu aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna afleiðingum ef þau greiddu atkvæði gegn þeim í allsherjarþinginu í gær. Engu að síður samþykkti afgerandi meirihluti ríkjanna, þar á meðal Ísland, ályktun um að fella úr gildi allar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem. Henni var beint að ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. „Bandaríkjamenn eru okkar vinaþjóð og hefur verið í áratugi,“ segir Guðlaugur Þór. Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, segir að niðurstaða allsherjarþingsins sé afdráttarlaus um að Jerúsalem sé ekki höfuðborg Ísraels að mati alþjóðasamfélagsins. Hún segir fá dæmi um eins greinilega reiði í viðbrögðum Bandaríkjamanna við niðurstöðunni. Jafnvel þegar aðildarríkin féllust ekki á innrás í Írak árið 2003 hafi viðbrögðin verið önnur en nú. „Við erum sjálfstæð þjóð og við höfum okkar stefnu í hinum ýmsu málum á alþjóðavettvangi. Við tökum ákvörðun um þá stefnu út frá bestu vitneskju. Það gerðum við í þessu tilfelli og við munum halda áfram að gera það,“ segir Guðlaugur Þór.
Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið í teiti Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þóðunum hefur sent út boðskort þar sem fulltrúum nokkurra ríkja heims er boðið í samkvæmi snemma í janúar. 22. desember 2017 08:15 Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Íslandi ekki boðið í teiti Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þóðunum hefur sent út boðskort þar sem fulltrúum nokkurra ríkja heims er boðið í samkvæmi snemma í janúar. 22. desember 2017 08:15
Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43