Stuðningsmaður Ingvars reyndi að koma í veg fyrir að stuðningsfólk Ísaks færi á kjörstað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. september 2017 20:00 Einstaklingar á kjörskrá fengu skilaboð um dularfulla græna rútu degi fyrir kosninguna Stuðningsmenn Ísaks Rúnarssonar, annars tveggja frambjóðenda til formanns SUS, vöknuðu á laugardag upp við SMS-skilaboð um að rúta færi fljótlega frá Sauðarkróki til Reykjavíkur. Stuðningshópurinn gisti eina nótt á Sauðárkróki á leið sinni til Eskifjarðar landsþing SUS fór fram. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi var slegið upp balli á Sauðárkróki fyrir stuðningsmenn Ísaks og var för þeirra svo heitið á landsþingið á laugardeginum. Stór hópur ferðaðist saman á Sauðarkrók á föstudag og reyndi ónefndur stuðningsmaður Ingvars Smára Birgissonar, mótframbjóðanda Ísaks, að hvetja þetta fólk til þess að snúa aftur heim til höfuðborgarsvæðisins. Þeir aðilar hefðu þá ekki tekið þátt í kosningunni á sunnudag. Skilaboðin voru send á fólk á kjörskrá: „Þreyttir, þunnir eða leiðir hafa kost á því að taka rútu kl.11:00 beint til Reykjavíkur. Græn rúta. Fyrstur kemur fyrstur fær. Hægt að taka frá í þessu númeri.“ Samkvæmt heimildum Vísis keyrði rútubílstjórinn langa leið til Sauðárkróks til þess eins að sækja stuðningsmenn Ísaks Einars. Heyrði af þessu máli „Já, ég hef heyrt af þessu, þessi rúta var ekki á vegum framboðsins en mér skilst að stuðningsmaður minn hafi sent þessa rútu. Mér finnst ekki við hæfi að nafngreina þennan einstakling,“ segir Ingvar Smári Birgisson, nýkjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við Vísi. „Ég heyrði af þessu þegar þetta var að gerast,“ svaraði Ingvar Smári aðspurður um það hvort hann hafi vitað af þessu ráðabruggi fyrirfram. Ingvar Smári telur ekki að þessi rúta sem keyrði frá Sauðarkróki til Reykjavíkur hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. „Ég held nú ekki, efast stórlega um það.“ Hann sagðist ekki vita hversu margir úr hópi Ísaks hefðu þegið far með þessari rútu heim og hætt við að fara til Eskifjarðar að kjósa. Samkvæmt heimildum Vísis þáði enginn af stuðningsmönnum Ísaks far með rútunni og fór hún farþegalaus frá Sauðarkróki.Veit ekki til þess að neinum hafi verið meinað að kjósa Fjallað hefur verið um lögheimilisflutninga stuðningsmanna í aðdraganda kosninganna. Ingvar Smári segir að stuðningsfólk frá báðum framboðum sem flutt hafi lögheimilið sitt hafi verið tekið til hliðar þegar verið var að kjósa í gær. Var þeim vísað frá kjörstjórn yfir til kjörbréfanefndar þar sem að farið var yfir þetta. „Svo ég viti til var engum hafnað vegna lögheimilisflutninga á þessu landsþingi,“ segir Ingvar Smári. Ekki náðist í Ísak Einar við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt heimildum Vísis telja hans stuðningsmenn að ekki hafi allir fengið að kjósa sem komu á vegum Ísaks til Eskifjarðar. Aðeins munaði 12 atkvæðum og stóð Ingvar Smári uppi sem sigurvegari. Greidd voru 448 atkvæði en Ingvar Smári fékk 222 af gildum atkvæðum en Ísak Einar 210. Tengdar fréttir Segir formannskosningu SUS hafa gengið of langt "Enda var í raun og veru verið að reyna einhverskonar form af kosningasvindli.“ 11. september 2017 16:31 Menntskælingum við Sund boðið í djammferð hringinn í kringum landið Ýmsar leiðir eru farnar til þess að tryggja sér formennsku hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 7. september 2017 15:00 Brást við lögheimilisflutningum til Reykjavíkur með því að flytja fólk frá höfuðborginni Frambjóðendur til formanns eru mættir á Eskifjörð þar sem kosið verður á sunnudag. Þangað mæta stuðningsmenn í rútu og flugvélum, margir í boði frambjóðenda. 8. september 2017 17:30 Ingvar Smári er nýr formaður SUS Ingvar fékk 222 atkvæði og Ísak fékk 210. Sex atkvæði voru auð eða ógild. 10. september 2017 17:40 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Stuðningsmenn Ísaks Rúnarssonar, annars tveggja frambjóðenda til formanns SUS, vöknuðu á laugardag upp við SMS-skilaboð um að rúta færi fljótlega frá Sauðarkróki til Reykjavíkur. Stuðningshópurinn gisti eina nótt á Sauðárkróki á leið sinni til Eskifjarðar landsþing SUS fór fram. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi var slegið upp balli á Sauðárkróki fyrir stuðningsmenn Ísaks og var för þeirra svo heitið á landsþingið á laugardeginum. Stór hópur ferðaðist saman á Sauðarkrók á föstudag og reyndi ónefndur stuðningsmaður Ingvars Smára Birgissonar, mótframbjóðanda Ísaks, að hvetja þetta fólk til þess að snúa aftur heim til höfuðborgarsvæðisins. Þeir aðilar hefðu þá ekki tekið þátt í kosningunni á sunnudag. Skilaboðin voru send á fólk á kjörskrá: „Þreyttir, þunnir eða leiðir hafa kost á því að taka rútu kl.11:00 beint til Reykjavíkur. Græn rúta. Fyrstur kemur fyrstur fær. Hægt að taka frá í þessu númeri.“ Samkvæmt heimildum Vísis keyrði rútubílstjórinn langa leið til Sauðárkróks til þess eins að sækja stuðningsmenn Ísaks Einars. Heyrði af þessu máli „Já, ég hef heyrt af þessu, þessi rúta var ekki á vegum framboðsins en mér skilst að stuðningsmaður minn hafi sent þessa rútu. Mér finnst ekki við hæfi að nafngreina þennan einstakling,“ segir Ingvar Smári Birgisson, nýkjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við Vísi. „Ég heyrði af þessu þegar þetta var að gerast,“ svaraði Ingvar Smári aðspurður um það hvort hann hafi vitað af þessu ráðabruggi fyrirfram. Ingvar Smári telur ekki að þessi rúta sem keyrði frá Sauðarkróki til Reykjavíkur hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. „Ég held nú ekki, efast stórlega um það.“ Hann sagðist ekki vita hversu margir úr hópi Ísaks hefðu þegið far með þessari rútu heim og hætt við að fara til Eskifjarðar að kjósa. Samkvæmt heimildum Vísis þáði enginn af stuðningsmönnum Ísaks far með rútunni og fór hún farþegalaus frá Sauðarkróki.Veit ekki til þess að neinum hafi verið meinað að kjósa Fjallað hefur verið um lögheimilisflutninga stuðningsmanna í aðdraganda kosninganna. Ingvar Smári segir að stuðningsfólk frá báðum framboðum sem flutt hafi lögheimilið sitt hafi verið tekið til hliðar þegar verið var að kjósa í gær. Var þeim vísað frá kjörstjórn yfir til kjörbréfanefndar þar sem að farið var yfir þetta. „Svo ég viti til var engum hafnað vegna lögheimilisflutninga á þessu landsþingi,“ segir Ingvar Smári. Ekki náðist í Ísak Einar við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt heimildum Vísis telja hans stuðningsmenn að ekki hafi allir fengið að kjósa sem komu á vegum Ísaks til Eskifjarðar. Aðeins munaði 12 atkvæðum og stóð Ingvar Smári uppi sem sigurvegari. Greidd voru 448 atkvæði en Ingvar Smári fékk 222 af gildum atkvæðum en Ísak Einar 210.
Tengdar fréttir Segir formannskosningu SUS hafa gengið of langt "Enda var í raun og veru verið að reyna einhverskonar form af kosningasvindli.“ 11. september 2017 16:31 Menntskælingum við Sund boðið í djammferð hringinn í kringum landið Ýmsar leiðir eru farnar til þess að tryggja sér formennsku hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 7. september 2017 15:00 Brást við lögheimilisflutningum til Reykjavíkur með því að flytja fólk frá höfuðborginni Frambjóðendur til formanns eru mættir á Eskifjörð þar sem kosið verður á sunnudag. Þangað mæta stuðningsmenn í rútu og flugvélum, margir í boði frambjóðenda. 8. september 2017 17:30 Ingvar Smári er nýr formaður SUS Ingvar fékk 222 atkvæði og Ísak fékk 210. Sex atkvæði voru auð eða ógild. 10. september 2017 17:40 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Segir formannskosningu SUS hafa gengið of langt "Enda var í raun og veru verið að reyna einhverskonar form af kosningasvindli.“ 11. september 2017 16:31
Menntskælingum við Sund boðið í djammferð hringinn í kringum landið Ýmsar leiðir eru farnar til þess að tryggja sér formennsku hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 7. september 2017 15:00
Brást við lögheimilisflutningum til Reykjavíkur með því að flytja fólk frá höfuðborginni Frambjóðendur til formanns eru mættir á Eskifjörð þar sem kosið verður á sunnudag. Þangað mæta stuðningsmenn í rútu og flugvélum, margir í boði frambjóðenda. 8. september 2017 17:30
Ingvar Smári er nýr formaður SUS Ingvar fékk 222 atkvæði og Ísak fékk 210. Sex atkvæði voru auð eða ógild. 10. september 2017 17:40