Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 19:30 Frá jólahaldi á Kópavogshæli en á árunum 1957 til 1964 voru börn vistuð á Efra-Seli við Stokkseyri var eins konar útibú hælisins. vísir/gva Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. Einn þeirra lýsti mjög erfiðri vist frá 7 ára aldri á Efra-Seli og sagðist hafa lagt mikið á sig til að gleyma þessum tíma. Efra-Sel var nokkurs konar útibú Kópavogshælis en bærinn var við Stokkseyri. Börn voru vistuð þar frá árinu 1957 til 1964. Í viðtali við nefndina sagði maðurinn að hann hafi „tekið það mjög nærri sér alla tíð að hafa verið talinn þroskahamlaður enda ekkert sem staðfesti það. Hefði honum liðið hræðilega illa á Efra-Seli þar sem hann hefði alls ekki átt að vera vistaður á „einhverju fávitahæli,““ eins og segir í skýrslu nefndarinnar.Verri dvöl en á Breiðavík Maðurinn kvaðst hafa verið uppátækjasamur og var honum refsað af forstöðumanni Efra-Sels ef hann gerði eitthvað sem honum mislíkaði. Refsingin hafi oftast falist í því að hann hafi verið lokaður niðrí í dimmum kjallara tímunum saman og var hann mjög hræddur við forstöðumanninn. Einnig voru hann og aðrir beittir matarrefsingum: „ég hef aldrei borðað síld … ég ældi þessu, ég var látinn éta æluna upp þrisvar, fjórum, fimm, sinnum niðri í kjallara, svona var meðferðin á okkur þarna … þarna verður þú þar til diskurinn er orðinn tómur, var stundum að dunda við að éta upp æluna í þrjá til fjóra tíma.“ Þá fékk sá sem mætti of seint í matinn ekki neitt að borða. „X sagðist líka hafa verið á Breiðavík og fleiri stöðum sem ekki hefðu verið mikið betri. X sagði frá því að líkamlegt ofbeldi hefði verið miklu meira á Breiðavík en bætti svo við: „meðferðin á krökkunum á Efra-Seli var verri en á Breiðavík …það mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef að þess þurfti, það mátti berja þá ef að þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl … ég upplifði mig [eins og] einskis virði ... það var allt brotið niður fyrir manni.““Skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. Einn þeirra lýsti mjög erfiðri vist frá 7 ára aldri á Efra-Seli og sagðist hafa lagt mikið á sig til að gleyma þessum tíma. Efra-Sel var nokkurs konar útibú Kópavogshælis en bærinn var við Stokkseyri. Börn voru vistuð þar frá árinu 1957 til 1964. Í viðtali við nefndina sagði maðurinn að hann hafi „tekið það mjög nærri sér alla tíð að hafa verið talinn þroskahamlaður enda ekkert sem staðfesti það. Hefði honum liðið hræðilega illa á Efra-Seli þar sem hann hefði alls ekki átt að vera vistaður á „einhverju fávitahæli,““ eins og segir í skýrslu nefndarinnar.Verri dvöl en á Breiðavík Maðurinn kvaðst hafa verið uppátækjasamur og var honum refsað af forstöðumanni Efra-Sels ef hann gerði eitthvað sem honum mislíkaði. Refsingin hafi oftast falist í því að hann hafi verið lokaður niðrí í dimmum kjallara tímunum saman og var hann mjög hræddur við forstöðumanninn. Einnig voru hann og aðrir beittir matarrefsingum: „ég hef aldrei borðað síld … ég ældi þessu, ég var látinn éta æluna upp þrisvar, fjórum, fimm, sinnum niðri í kjallara, svona var meðferðin á okkur þarna … þarna verður þú þar til diskurinn er orðinn tómur, var stundum að dunda við að éta upp æluna í þrjá til fjóra tíma.“ Þá fékk sá sem mætti of seint í matinn ekki neitt að borða. „X sagðist líka hafa verið á Breiðavík og fleiri stöðum sem ekki hefðu verið mikið betri. X sagði frá því að líkamlegt ofbeldi hefði verið miklu meira á Breiðavík en bætti svo við: „meðferðin á krökkunum á Efra-Seli var verri en á Breiðavík …það mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef að þess þurfti, það mátti berja þá ef að þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl … ég upplifði mig [eins og] einskis virði ... það var allt brotið niður fyrir manni.““Skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29