Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 19:30 Frá jólahaldi á Kópavogshæli en á árunum 1957 til 1964 voru börn vistuð á Efra-Seli við Stokkseyri var eins konar útibú hælisins. vísir/gva Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. Einn þeirra lýsti mjög erfiðri vist frá 7 ára aldri á Efra-Seli og sagðist hafa lagt mikið á sig til að gleyma þessum tíma. Efra-Sel var nokkurs konar útibú Kópavogshælis en bærinn var við Stokkseyri. Börn voru vistuð þar frá árinu 1957 til 1964. Í viðtali við nefndina sagði maðurinn að hann hafi „tekið það mjög nærri sér alla tíð að hafa verið talinn þroskahamlaður enda ekkert sem staðfesti það. Hefði honum liðið hræðilega illa á Efra-Seli þar sem hann hefði alls ekki átt að vera vistaður á „einhverju fávitahæli,““ eins og segir í skýrslu nefndarinnar.Verri dvöl en á Breiðavík Maðurinn kvaðst hafa verið uppátækjasamur og var honum refsað af forstöðumanni Efra-Sels ef hann gerði eitthvað sem honum mislíkaði. Refsingin hafi oftast falist í því að hann hafi verið lokaður niðrí í dimmum kjallara tímunum saman og var hann mjög hræddur við forstöðumanninn. Einnig voru hann og aðrir beittir matarrefsingum: „ég hef aldrei borðað síld … ég ældi þessu, ég var látinn éta æluna upp þrisvar, fjórum, fimm, sinnum niðri í kjallara, svona var meðferðin á okkur þarna … þarna verður þú þar til diskurinn er orðinn tómur, var stundum að dunda við að éta upp æluna í þrjá til fjóra tíma.“ Þá fékk sá sem mætti of seint í matinn ekki neitt að borða. „X sagðist líka hafa verið á Breiðavík og fleiri stöðum sem ekki hefðu verið mikið betri. X sagði frá því að líkamlegt ofbeldi hefði verið miklu meira á Breiðavík en bætti svo við: „meðferðin á krökkunum á Efra-Seli var verri en á Breiðavík …það mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef að þess þurfti, það mátti berja þá ef að þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl … ég upplifði mig [eins og] einskis virði ... það var allt brotið niður fyrir manni.““Skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. Einn þeirra lýsti mjög erfiðri vist frá 7 ára aldri á Efra-Seli og sagðist hafa lagt mikið á sig til að gleyma þessum tíma. Efra-Sel var nokkurs konar útibú Kópavogshælis en bærinn var við Stokkseyri. Börn voru vistuð þar frá árinu 1957 til 1964. Í viðtali við nefndina sagði maðurinn að hann hafi „tekið það mjög nærri sér alla tíð að hafa verið talinn þroskahamlaður enda ekkert sem staðfesti það. Hefði honum liðið hræðilega illa á Efra-Seli þar sem hann hefði alls ekki átt að vera vistaður á „einhverju fávitahæli,““ eins og segir í skýrslu nefndarinnar.Verri dvöl en á Breiðavík Maðurinn kvaðst hafa verið uppátækjasamur og var honum refsað af forstöðumanni Efra-Sels ef hann gerði eitthvað sem honum mislíkaði. Refsingin hafi oftast falist í því að hann hafi verið lokaður niðrí í dimmum kjallara tímunum saman og var hann mjög hræddur við forstöðumanninn. Einnig voru hann og aðrir beittir matarrefsingum: „ég hef aldrei borðað síld … ég ældi þessu, ég var látinn éta æluna upp þrisvar, fjórum, fimm, sinnum niðri í kjallara, svona var meðferðin á okkur þarna … þarna verður þú þar til diskurinn er orðinn tómur, var stundum að dunda við að éta upp æluna í þrjá til fjóra tíma.“ Þá fékk sá sem mætti of seint í matinn ekki neitt að borða. „X sagðist líka hafa verið á Breiðavík og fleiri stöðum sem ekki hefðu verið mikið betri. X sagði frá því að líkamlegt ofbeldi hefði verið miklu meira á Breiðavík en bætti svo við: „meðferðin á krökkunum á Efra-Seli var verri en á Breiðavík …það mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef að þess þurfti, það mátti berja þá ef að þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl … ég upplifði mig [eins og] einskis virði ... það var allt brotið niður fyrir manni.““Skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29