Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2017 16:29 Kópavogshæli Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu var stofnað í alvarlega hættu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Vistheimilanefndar sem kynnti í dag skýrslu sína um Kópavogshæli. Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Nefndin telur þó ekki tilefni til að álykta, út frá þeim upplýsingum sem til eru, að vistmenn á heimilinu hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi - þrátt fyrir að innlendar sem erlendar rannsóknir bendi til að hætta sé á slíkum brotum á stofnunum eins og Kópavogshæli. „Börn sem vistuð voru á Efra-Seli og á barnadeildum Kópavogshælis hafa í einhverjum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Að mati nefndarinnar liggja fyrir upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi í afmörkuðum tilvikum en fyrirliggjandi gögn þykja ekki gefa nægilegt tilefni til að álykta um líkur á frekara ofbeldi af þessu tagi,“ segir í skýrslunni. „Þá telur nefndin að 23 börnin á Efra-Seli og á barnadeildunum hafi í verulegum mæli þurft að þola illa meðferð, það er líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega vanrækslu, svo og vanrækslu varðandi umsjón og öryggi. Nefndin telur ljóst að líkamlegri og andlegri heilsu margra þessara barna hafi verið mikil hætta búin og neikvæðar líkamlegar, sálrænar eða félagslegar afleiðingar þessa verið varanlegar."Sjá einnig: Aðbúnaður á Kópavogshæli rannsakaðurVistheimilanefnd ákvað að rannsaka aðbúnað á Kópavogshæli árið 2012 í kjölfar þrýstings frá almenningi sem og samtökum, til að mynda Þroskahjálp. Nefndin telur að samspil ofbeldis og vanrækslu hafi vakið sérstaka athygli og ljóst sé að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum þurft að þola ofbeldi af hendi vistmanna og orðið fyrir áverkum, í einhverjum tilvikum með varanlegar eða alvarlegar afleiðingar. „Er hér átt við hvernig skortur á fullnægjandi ytri aðstæðum, greiningu á vanda, lögbundnu uppeldi og umönnun og viðeigandi þjálfun hafi orsakað, haldið við og aukið neikvæða hegðun og erfiðleika vistfólks af ýmsu tagi. Ljóst þykir af sjúkraskrám og viðtölum að sú neikvæða hegðun vistfólks sem af þessu leiddi virðist oft hafa brotist út í átökum og að börn hafi vegna þessa í all verulegum mæli þurft að þola ofbeldi og orðið fyrir áverkum af hendi annars vistfólks,“ eins og það er orðað. Þá megi gera ráð fyrir að börn á Kópavogshæli hafi upplifað eða orðið vitni að margvíslegu ofbeldi og erfiðri hegðun fullorðins fólks og „óhætt að segja að aðstæður á deildunum hafi almennt verið til þess fallnar að vekja talsverðan ótta, kvíða og vanmátt.“ Að sama skapi er starfsfólk Kópavogshælis gagnrýnt í skýrslunni og sagt hafa oft brugðist við með óréttmætum hætti - „svo sem að oflyfja, loka inni, binda eða fjötra barn, til dæmis í koti eða spennitreyju. Lyfjagjöf, refsingum, innilokunum og fjötrunum af ýmsu tagi virðist einnig hafa verið beitt reglubundið til að gera fámennum hópi starfsfólks kleift að halda stjórn og reglu á deildum." Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu var stofnað í alvarlega hættu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Vistheimilanefndar sem kynnti í dag skýrslu sína um Kópavogshæli. Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Nefndin telur þó ekki tilefni til að álykta, út frá þeim upplýsingum sem til eru, að vistmenn á heimilinu hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi - þrátt fyrir að innlendar sem erlendar rannsóknir bendi til að hætta sé á slíkum brotum á stofnunum eins og Kópavogshæli. „Börn sem vistuð voru á Efra-Seli og á barnadeildum Kópavogshælis hafa í einhverjum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Að mati nefndarinnar liggja fyrir upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi í afmörkuðum tilvikum en fyrirliggjandi gögn þykja ekki gefa nægilegt tilefni til að álykta um líkur á frekara ofbeldi af þessu tagi,“ segir í skýrslunni. „Þá telur nefndin að 23 börnin á Efra-Seli og á barnadeildunum hafi í verulegum mæli þurft að þola illa meðferð, það er líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega vanrækslu, svo og vanrækslu varðandi umsjón og öryggi. Nefndin telur ljóst að líkamlegri og andlegri heilsu margra þessara barna hafi verið mikil hætta búin og neikvæðar líkamlegar, sálrænar eða félagslegar afleiðingar þessa verið varanlegar."Sjá einnig: Aðbúnaður á Kópavogshæli rannsakaðurVistheimilanefnd ákvað að rannsaka aðbúnað á Kópavogshæli árið 2012 í kjölfar þrýstings frá almenningi sem og samtökum, til að mynda Þroskahjálp. Nefndin telur að samspil ofbeldis og vanrækslu hafi vakið sérstaka athygli og ljóst sé að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum þurft að þola ofbeldi af hendi vistmanna og orðið fyrir áverkum, í einhverjum tilvikum með varanlegar eða alvarlegar afleiðingar. „Er hér átt við hvernig skortur á fullnægjandi ytri aðstæðum, greiningu á vanda, lögbundnu uppeldi og umönnun og viðeigandi þjálfun hafi orsakað, haldið við og aukið neikvæða hegðun og erfiðleika vistfólks af ýmsu tagi. Ljóst þykir af sjúkraskrám og viðtölum að sú neikvæða hegðun vistfólks sem af þessu leiddi virðist oft hafa brotist út í átökum og að börn hafi vegna þessa í all verulegum mæli þurft að þola ofbeldi og orðið fyrir áverkum af hendi annars vistfólks,“ eins og það er orðað. Þá megi gera ráð fyrir að börn á Kópavogshæli hafi upplifað eða orðið vitni að margvíslegu ofbeldi og erfiðri hegðun fullorðins fólks og „óhætt að segja að aðstæður á deildunum hafi almennt verið til þess fallnar að vekja talsverðan ótta, kvíða og vanmátt.“ Að sama skapi er starfsfólk Kópavogshælis gagnrýnt í skýrslunni og sagt hafa oft brugðist við með óréttmætum hætti - „svo sem að oflyfja, loka inni, binda eða fjötra barn, til dæmis í koti eða spennitreyju. Lyfjagjöf, refsingum, innilokunum og fjötrunum af ýmsu tagi virðist einnig hafa verið beitt reglubundið til að gera fámennum hópi starfsfólks kleift að halda stjórn og reglu á deildum." Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira