Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 19:30 Frá jólahaldi á Kópavogshæli en á árunum 1957 til 1964 voru börn vistuð á Efra-Seli við Stokkseyri var eins konar útibú hælisins. vísir/gva Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. Einn þeirra lýsti mjög erfiðri vist frá 7 ára aldri á Efra-Seli og sagðist hafa lagt mikið á sig til að gleyma þessum tíma. Efra-Sel var nokkurs konar útibú Kópavogshælis en bærinn var við Stokkseyri. Börn voru vistuð þar frá árinu 1957 til 1964. Í viðtali við nefndina sagði maðurinn að hann hafi „tekið það mjög nærri sér alla tíð að hafa verið talinn þroskahamlaður enda ekkert sem staðfesti það. Hefði honum liðið hræðilega illa á Efra-Seli þar sem hann hefði alls ekki átt að vera vistaður á „einhverju fávitahæli,““ eins og segir í skýrslu nefndarinnar.Verri dvöl en á Breiðavík Maðurinn kvaðst hafa verið uppátækjasamur og var honum refsað af forstöðumanni Efra-Sels ef hann gerði eitthvað sem honum mislíkaði. Refsingin hafi oftast falist í því að hann hafi verið lokaður niðrí í dimmum kjallara tímunum saman og var hann mjög hræddur við forstöðumanninn. Einnig voru hann og aðrir beittir matarrefsingum: „ég hef aldrei borðað síld … ég ældi þessu, ég var látinn éta æluna upp þrisvar, fjórum, fimm, sinnum niðri í kjallara, svona var meðferðin á okkur þarna … þarna verður þú þar til diskurinn er orðinn tómur, var stundum að dunda við að éta upp æluna í þrjá til fjóra tíma.“ Þá fékk sá sem mætti of seint í matinn ekki neitt að borða. „X sagðist líka hafa verið á Breiðavík og fleiri stöðum sem ekki hefðu verið mikið betri. X sagði frá því að líkamlegt ofbeldi hefði verið miklu meira á Breiðavík en bætti svo við: „meðferðin á krökkunum á Efra-Seli var verri en á Breiðavík …það mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef að þess þurfti, það mátti berja þá ef að þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl … ég upplifði mig [eins og] einskis virði ... það var allt brotið niður fyrir manni.““Skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. Einn þeirra lýsti mjög erfiðri vist frá 7 ára aldri á Efra-Seli og sagðist hafa lagt mikið á sig til að gleyma þessum tíma. Efra-Sel var nokkurs konar útibú Kópavogshælis en bærinn var við Stokkseyri. Börn voru vistuð þar frá árinu 1957 til 1964. Í viðtali við nefndina sagði maðurinn að hann hafi „tekið það mjög nærri sér alla tíð að hafa verið talinn þroskahamlaður enda ekkert sem staðfesti það. Hefði honum liðið hræðilega illa á Efra-Seli þar sem hann hefði alls ekki átt að vera vistaður á „einhverju fávitahæli,““ eins og segir í skýrslu nefndarinnar.Verri dvöl en á Breiðavík Maðurinn kvaðst hafa verið uppátækjasamur og var honum refsað af forstöðumanni Efra-Sels ef hann gerði eitthvað sem honum mislíkaði. Refsingin hafi oftast falist í því að hann hafi verið lokaður niðrí í dimmum kjallara tímunum saman og var hann mjög hræddur við forstöðumanninn. Einnig voru hann og aðrir beittir matarrefsingum: „ég hef aldrei borðað síld … ég ældi þessu, ég var látinn éta æluna upp þrisvar, fjórum, fimm, sinnum niðri í kjallara, svona var meðferðin á okkur þarna … þarna verður þú þar til diskurinn er orðinn tómur, var stundum að dunda við að éta upp æluna í þrjá til fjóra tíma.“ Þá fékk sá sem mætti of seint í matinn ekki neitt að borða. „X sagðist líka hafa verið á Breiðavík og fleiri stöðum sem ekki hefðu verið mikið betri. X sagði frá því að líkamlegt ofbeldi hefði verið miklu meira á Breiðavík en bætti svo við: „meðferðin á krökkunum á Efra-Seli var verri en á Breiðavík …það mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef að þess þurfti, það mátti berja þá ef að þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl … ég upplifði mig [eins og] einskis virði ... það var allt brotið niður fyrir manni.““Skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29