Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2017 19:15 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Bæta þurfi úr þessu og tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í umræðum á Alþingi í dag voru allir þingmenn sammála um að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leituðu til heilbrigðiskerfisins. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stofnaði til umræðu um málið á Alþingi í dag og sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri aðeins ein setning um heilsugæsluna þótt heilbrigðismál ætti samkvæmt henni að vera í forgangi og minnti hann á stöðuna á landsbyggðinni. „Og í ljósi forgangsins leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra jafnframt til hvaða ráða hann hyggist grípa til að efla stöðugleika heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Þjónusta sem er því miður víða í molum, fjárhagslega svelt og hefur ekki fengið leiðréttingar í samræmi við verðlag. Má landsbyggðin búa sig undir óbreytt viðmót heilbrigðisyfirvalda,“ spurði Guðjón. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að styrkja það hlutverk heilsugæslunnar að vera fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. „Sú áhersla er liður í því að tryggja aðgengi að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, búsetu og þjóðfélagsstöðu. Góð heilsugæsluþjónusta felst ekki hvað síst í því að þar sé aðgengi að þjónustu ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Fyrir utan þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga má nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara, næringafræðinga og lyfjafræðinga til dæmis,“ sagði heilbrigðisráðherra. Nú stæði til dæmis yfir átak til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Um áramótin tók gildi nýtt fjármögnunarkerfi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiðslur til heilsugæslustöðva miðast við fjölda og samsetningu sjúklinga og þá getur fók nú valið á hvaða heilsugæslustöð það fer sem heilbrigðisráðherra segir hvata til að veita góða þjónustu. „En þegar til langs tíma er litið er ætlunin að nýta nýja fjármögnunarkerfið fyrir heilsugæslustöðvar jafnvel um landið þar sem miðað verði við aðstæður og forsendur á hverjum stað. Allt þetta snýst um að bæta aðgengi að öruggri heilsugæslu. Því eins og flestir vita er það óásættanlega stór hluti íbúanna sem hefur ekki haft nógu gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Það er mikilvægt að efla heilbrigði einstaklinga um leið og brugðist er við brýnum viðfangsefnum sem snúa að sjúkdómum. Aðalatriðið er að tryggja gæði þjónustunnar, jafnt aðgengi og jafnræði varðandi kostnað,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Bæta þurfi úr þessu og tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í umræðum á Alþingi í dag voru allir þingmenn sammála um að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leituðu til heilbrigðiskerfisins. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, stofnaði til umræðu um málið á Alþingi í dag og sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri aðeins ein setning um heilsugæsluna þótt heilbrigðismál ætti samkvæmt henni að vera í forgangi og minnti hann á stöðuna á landsbyggðinni. „Og í ljósi forgangsins leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra jafnframt til hvaða ráða hann hyggist grípa til að efla stöðugleika heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Þjónusta sem er því miður víða í molum, fjárhagslega svelt og hefur ekki fengið leiðréttingar í samræmi við verðlag. Má landsbyggðin búa sig undir óbreytt viðmót heilbrigðisyfirvalda,“ spurði Guðjón. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að styrkja það hlutverk heilsugæslunnar að vera fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. „Sú áhersla er liður í því að tryggja aðgengi að öruggri og góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, búsetu og þjóðfélagsstöðu. Góð heilsugæsluþjónusta felst ekki hvað síst í því að þar sé aðgengi að þjónustu ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Fyrir utan þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga má nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara, næringafræðinga og lyfjafræðinga til dæmis,“ sagði heilbrigðisráðherra. Nú stæði til dæmis yfir átak til að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni. Um áramótin tók gildi nýtt fjármögnunarkerfi í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiðslur til heilsugæslustöðva miðast við fjölda og samsetningu sjúklinga og þá getur fók nú valið á hvaða heilsugæslustöð það fer sem heilbrigðisráðherra segir hvata til að veita góða þjónustu. „En þegar til langs tíma er litið er ætlunin að nýta nýja fjármögnunarkerfið fyrir heilsugæslustöðvar jafnvel um landið þar sem miðað verði við aðstæður og forsendur á hverjum stað. Allt þetta snýst um að bæta aðgengi að öruggri heilsugæslu. Því eins og flestir vita er það óásættanlega stór hluti íbúanna sem hefur ekki haft nógu gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. Það er mikilvægt að efla heilbrigði einstaklinga um leið og brugðist er við brýnum viðfangsefnum sem snúa að sjúkdómum. Aðalatriðið er að tryggja gæði þjónustunnar, jafnt aðgengi og jafnræði varðandi kostnað,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira