Snus sagt auka líkur á sykursýki sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 21:59 Vísindamenn í Svíþjóð hafa varað við notkun á snus-i. vísir/afp Sænskir vísindamenn telja að munntóbakið snus geti aukið líkur á að fólk þrói með sér sykursýki 2 um allt að 70 prósent. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem gerð var á árunum 1990 til 2013 og náði til 54.500 manns. BBC greinir frá. Sænska munntóbakið er bannað í öllum ríkjum Evrópusambandsins, sem og á Íslandi, en Svíþjóð er með undanþágu frá banninu. Rannsóknin var gerð af vísindamönnum frá Umea háskóla, háskólanum í Lundi og Karólínska háskólanum. Samkvæmt rannsókninni eru um 40 prósent líkur á sykursýki 2 hjá þeim sem nota fjóra til sex munntóbaksdósir á viku, og 70 prósent líkur hjá þeim sem nota eina eða fleiri dósir á dag. Dr. Sofia Carlsson, vísindamaður hjá Karólínska, segir í samtali við sænska fjölmiðla að almenn skoðun Svía sé sú að snus sé ekki eins hættulegt og reykingar, en að niðurstöður þessarar rannsóknar bendi til þess að hættan sé svipuð. Hins vegar hafi fáar rannsóknir verið gerðar á skaðsemi sænska munntóbaksins. „Okkar niðurstöður eru þær að fólk ætti að sleppa bæði snusi og reykingum ef það vill minnka líkur á sykursýki,“ segir hún. Sykursýki 2 er áunnin sykursýki og insúlínóháð. Á vef Lyfju segir að hún sé algengust hjá eldra fólki og stundum kölluð fullorðins sykursýki. Briskirtillinn sé búinn að hægja á starfsemi sinni, hann framleiði insúlín en ekki nægjanlega mikið, eða að frumur líkamans hafi minnkað næmi fyrir insúlíni og að þar af leiðandi nýtist það ekki. Við það hækki blóðsykurinn. Insúlínóháð sykursýki er erfðatengdur sjúkdómur sem oft leysist úr læðingi vegna óæskilegra lifnaðarhátta. Það getur verið offita eða hreyfingarleysi, eða bæði. Tengdar fréttir Reikna með meira smygli á sænsku munntóbaki Tollayfirvöld munu verða með sérstaka athugun á farþegum sem koma frá Svíþjóð næstu misserin. 10. janúar 2017 07:00 Berjast fyrir sölu á munntóbaki í Noregi og Svíþjóð Norskir og sænskir stjórnmálamenn ætla að berjast fyrir því að munntóbak, eða snús eins og það er kallað, verði áfram til sölu í þessum löndum. 23. apríl 2012 06:41 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Sænskir vísindamenn telja að munntóbakið snus geti aukið líkur á að fólk þrói með sér sykursýki 2 um allt að 70 prósent. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem gerð var á árunum 1990 til 2013 og náði til 54.500 manns. BBC greinir frá. Sænska munntóbakið er bannað í öllum ríkjum Evrópusambandsins, sem og á Íslandi, en Svíþjóð er með undanþágu frá banninu. Rannsóknin var gerð af vísindamönnum frá Umea háskóla, háskólanum í Lundi og Karólínska háskólanum. Samkvæmt rannsókninni eru um 40 prósent líkur á sykursýki 2 hjá þeim sem nota fjóra til sex munntóbaksdósir á viku, og 70 prósent líkur hjá þeim sem nota eina eða fleiri dósir á dag. Dr. Sofia Carlsson, vísindamaður hjá Karólínska, segir í samtali við sænska fjölmiðla að almenn skoðun Svía sé sú að snus sé ekki eins hættulegt og reykingar, en að niðurstöður þessarar rannsóknar bendi til þess að hættan sé svipuð. Hins vegar hafi fáar rannsóknir verið gerðar á skaðsemi sænska munntóbaksins. „Okkar niðurstöður eru þær að fólk ætti að sleppa bæði snusi og reykingum ef það vill minnka líkur á sykursýki,“ segir hún. Sykursýki 2 er áunnin sykursýki og insúlínóháð. Á vef Lyfju segir að hún sé algengust hjá eldra fólki og stundum kölluð fullorðins sykursýki. Briskirtillinn sé búinn að hægja á starfsemi sinni, hann framleiði insúlín en ekki nægjanlega mikið, eða að frumur líkamans hafi minnkað næmi fyrir insúlíni og að þar af leiðandi nýtist það ekki. Við það hækki blóðsykurinn. Insúlínóháð sykursýki er erfðatengdur sjúkdómur sem oft leysist úr læðingi vegna óæskilegra lifnaðarhátta. Það getur verið offita eða hreyfingarleysi, eða bæði.
Tengdar fréttir Reikna með meira smygli á sænsku munntóbaki Tollayfirvöld munu verða með sérstaka athugun á farþegum sem koma frá Svíþjóð næstu misserin. 10. janúar 2017 07:00 Berjast fyrir sölu á munntóbaki í Noregi og Svíþjóð Norskir og sænskir stjórnmálamenn ætla að berjast fyrir því að munntóbak, eða snús eins og það er kallað, verði áfram til sölu í þessum löndum. 23. apríl 2012 06:41 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Reikna með meira smygli á sænsku munntóbaki Tollayfirvöld munu verða með sérstaka athugun á farþegum sem koma frá Svíþjóð næstu misserin. 10. janúar 2017 07:00
Berjast fyrir sölu á munntóbaki í Noregi og Svíþjóð Norskir og sænskir stjórnmálamenn ætla að berjast fyrir því að munntóbak, eða snús eins og það er kallað, verði áfram til sölu í þessum löndum. 23. apríl 2012 06:41