Erlent

Berjast fyrir sölu á munntóbaki í Noregi og Svíþjóð

Norskir og sænskir stjórnmálamenn ætla að berjast fyrir því að munntóbak, eða snús eins og það er kallað, verði áfram til sölu í þessum löndum.

Bæði Noregur og Svíþjóð liggja undir miklum þrýstingi frá Evrópusambandinu um að banna sölu á snúsi. Tóbaksvarnasamtök vilja einnig banna snúsið.

Í fréttum í norrænum fjölmiðlum um málið er m.a. haft eftir sænska evrópuþingsmanninum Christofer Fjellner að óskir Evrópusambandsins séu gróf íhlutun í lífsstíl þeirra sem nota snús. Þar að auki sé um að ræða árás á heilbrigði Svía þar sem snús er minnst hættulegt af öllum tóbaksvörum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×