Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 19:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning bjóða forsetahjónunum til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni í Osló í kvöld. Forsetahjónunum var vel fagnað við komuna í höll konungs í morgun, þar sem norksa konungsfjölskyldan tók á móti þeim. Þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda en þau heimsóttu dönku konungshjónin í lok janúar. Eftir formlega móttöku í konungshöllinni í dag lagði forsetinn blómsveig að þjóðarminnismerkinu við Akershus virkið, heimsótti norska Stórþingið og flutti lokafyrirlestur á ráðstefnunni Global Challenges – Nordic Experiences við háskólann í Osló. Eliza Reid flutti jafnframt fyrirlestur um jafnréttismál og tók þátt í pallborðsumræðum. Íslendingar búsettir í Osló fögnuðu forsetahjónunum með því að veifa íslenska fánanum við konungshöllina, þar sem engu verður væntanlega til sparað í hátíðarkvöldverði í kvöld. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum. Noregur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18 Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning bjóða forsetahjónunum til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni í Osló í kvöld. Forsetahjónunum var vel fagnað við komuna í höll konungs í morgun, þar sem norksa konungsfjölskyldan tók á móti þeim. Þetta er önnur opinber heimsókn forsetahjónanna til útlanda en þau heimsóttu dönku konungshjónin í lok janúar. Eftir formlega móttöku í konungshöllinni í dag lagði forsetinn blómsveig að þjóðarminnismerkinu við Akershus virkið, heimsótti norska Stórþingið og flutti lokafyrirlestur á ráðstefnunni Global Challenges – Nordic Experiences við háskólann í Osló. Eliza Reid flutti jafnframt fyrirlestur um jafnréttismál og tók þátt í pallborðsumræðum. Íslendingar búsettir í Osló fögnuðu forsetahjónunum með því að veifa íslenska fánanum við konungshöllina, þar sem engu verður væntanlega til sparað í hátíðarkvöldverði í kvöld. Á morgun eru ráðgerðar heimsóknir til Start - up Lab, miðstöðvar frumkvöðlafyrirtækja í Osló og NORLA, kynningarmiðstöðvar norskra bókmennta á erlendri grundu. Efnt verður til menningardagskrár í Þjóðarbókhlöðunni, forseti á fund með Ernu Solberg forsætisráðherra og situr hádegisverð norsku ríkisstjórnarinnar í boði forsætisráðherra. Síðdegis á morgun heimsækja forsetahjón Ólafíustofu, safnaðarheimili íslenska safnaðarins í Osló, og bjóða til móttöku í Astrup Fearnley listasafninu til heiðurs norsku konungshjónunum.
Noregur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18 Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51