Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 13:10 Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök vegna Reykjavíkurflugvallar og saki hluti flokksmanna ráðherra flokksins um að hafa ekki farið að góðum stjórnsýsluháttum við lokun minnstu flugbrautarinnar á flugvellinum. Borgarráð fjallaði í morgun um tillögu oddvita Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdraganda lokunarinnar. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefði beint því til Ríkisendurskoðunar að skoða stjórnsýsluna í aðdraganda þess að flugbrautinni var lokað á síðasta ári. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og frammámaður í samtökunum Hjarað í Vatnsmýri, sem hafa beitt sér fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, gerir athugasemdir við að fyrst hafi verið auglýst að flugbrautinni yrði lokað tímabundið. Því sé vafi á að ríkinu hafi verið heimilt að selja Reykjavíkurborg hluta af landi ríkisins á flugvallarsvæðinu. „Stórpólitísku tíðindin í þessu eru væntanlega þau að þetta er orðið einhvers konar innanflokksmál í Sjálfstæðisflokknum. Því Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru eru fyrst og fremst að beina sjónum að tveimur ráðherrum. Annars vegar að Ólöfu heitinni Nordal og síðan Bjarna Benediktssyni sem var fjármálaráðherra og núna forsætisráðherra – og þeirra hlut í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Erfitt væri að átta sig á hvert þessi leiðangur ætti að leiða.Hæstiréttur komst að skýrri niðurstöðu Nú fara sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram með sama hætti og flokksfélagar þeirra á Alþingi. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdragandann að lokun flugbrautarinnar. Tillagan var tekin fyrir á reglulegum borgarráðsfundi sem hófst í morgun og lauk klukkan eitt. Þegar ríkið lokaði ekki flugbrautinni eins og borgin taldi samkomulag hennar við ríkið fela í sér í fyrra, kærði borgin ríkið í innanríkisráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur Íslands dæmdu að loka skyldi flugbrautinni innan sextán vikna og voru borginni dæmdar tvær milljónir króna vegna málsins. „Hæstiréttur fékk auðvitað öll gögn málsins sem rekja sig langt aftur og komst að mjög skýrri niðurstöðu. Bæði varðandi aðgerðir borgarinnar og ríkisins. Ríkið var í vanefndum við skýra samninga. Dómsorðin voru þau að þá þyrfti að efna. Flestir litu nú þannig á að að Hæstiréttur hefði þar með kveðið upp síðasta orðið í þessu máli,“ segir borgarstjóri. Sjálfstæðismenn séu fyrst og fremst að efna til átaka í eigin röðum og velta því fyrir sér hver þeirra beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sem samþykkti alla samninga um þessi mál í næstum því tíu ár. Tók þessa flugbraut af aðalskipulagi í samvinnu við Framsóknarflokkinn árið 2007. En hringsnýst núna og veit ekki í hvaða fót hann á að stíga í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök vegna Reykjavíkurflugvallar og saki hluti flokksmanna ráðherra flokksins um að hafa ekki farið að góðum stjórnsýsluháttum við lokun minnstu flugbrautarinnar á flugvellinum. Borgarráð fjallaði í morgun um tillögu oddvita Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdraganda lokunarinnar. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefði beint því til Ríkisendurskoðunar að skoða stjórnsýsluna í aðdraganda þess að flugbrautinni var lokað á síðasta ári. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og frammámaður í samtökunum Hjarað í Vatnsmýri, sem hafa beitt sér fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, gerir athugasemdir við að fyrst hafi verið auglýst að flugbrautinni yrði lokað tímabundið. Því sé vafi á að ríkinu hafi verið heimilt að selja Reykjavíkurborg hluta af landi ríkisins á flugvallarsvæðinu. „Stórpólitísku tíðindin í þessu eru væntanlega þau að þetta er orðið einhvers konar innanflokksmál í Sjálfstæðisflokknum. Því Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru eru fyrst og fremst að beina sjónum að tveimur ráðherrum. Annars vegar að Ólöfu heitinni Nordal og síðan Bjarna Benediktssyni sem var fjármálaráðherra og núna forsætisráðherra – og þeirra hlut í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Erfitt væri að átta sig á hvert þessi leiðangur ætti að leiða.Hæstiréttur komst að skýrri niðurstöðu Nú fara sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram með sama hætti og flokksfélagar þeirra á Alþingi. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdragandann að lokun flugbrautarinnar. Tillagan var tekin fyrir á reglulegum borgarráðsfundi sem hófst í morgun og lauk klukkan eitt. Þegar ríkið lokaði ekki flugbrautinni eins og borgin taldi samkomulag hennar við ríkið fela í sér í fyrra, kærði borgin ríkið í innanríkisráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur Íslands dæmdu að loka skyldi flugbrautinni innan sextán vikna og voru borginni dæmdar tvær milljónir króna vegna málsins. „Hæstiréttur fékk auðvitað öll gögn málsins sem rekja sig langt aftur og komst að mjög skýrri niðurstöðu. Bæði varðandi aðgerðir borgarinnar og ríkisins. Ríkið var í vanefndum við skýra samninga. Dómsorðin voru þau að þá þyrfti að efna. Flestir litu nú þannig á að að Hæstiréttur hefði þar með kveðið upp síðasta orðið í þessu máli,“ segir borgarstjóri. Sjálfstæðismenn séu fyrst og fremst að efna til átaka í eigin röðum og velta því fyrir sér hver þeirra beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sem samþykkti alla samninga um þessi mál í næstum því tíu ár. Tók þessa flugbraut af aðalskipulagi í samvinnu við Framsóknarflokkinn árið 2007. En hringsnýst núna og veit ekki í hvaða fót hann á að stíga í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira