Bréf Tupac til Madonnu á uppboði: „Ég ætlaði aldrei að særa þig“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júlí 2017 22:15 Tupac og Madonna voru par á hátindi ferla sinna á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. Í bréfi sem rapparinn sendi söngkonunni segir hann að samband með svörtum manni gæti haft góð áhrif á hennar feril en ollið aðdáendum hans vonbrigðum. Bréfið, sem er dagsett 15. janúar 1995 sendi Tupac þegar hann sat í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi 18 mánuðum áður en hann var myrtur. Madonna og Tupac voru þá bæði á hátindi ferils síns og er bréfið nú á uppboði með byrjunartilboð upp á 100 þúsund dollar eða tæpar 10,5 milljónir íslenskra króna. „Að þú sjáist með svörtum manni hefur engine slæm áhrif á feril þinn, ef eitthvað myndi það láta þig virðast þeim mun meira spennandi,“ skrifaði Tupac. „En fyrir mig, að minnsta kosti var þá þá skoðun mín, að með því myndi ég skaða ímynd mína og valda því fólki sem kom mér á toppinn vonbrigðum.”Ungur og reynslulaus „Eins og þú sagðir þá hef ég ekki verið þér sá vinur sem ég er fær um að vera,” skrifaði rapparinn og bætti við “Ég ætlaði aldrei að særa þig.“ Báðir foreldrar Tupac voru meðlimir Svörtu Pardusanna, sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á síðustu öld. Hann sagði að orð Madonnu um að hún væri „farin að betrumbæta alla rapparanna og körfuboltaleikmennina” hefðu sært hann. „Þau orð ristu mig djúpt þar sem ég hafði aldrei vitað af því að þú hefðir verið með öðrum röppurum en mér,” skrifaði Tupac. Hann sagðist hafa í hugsunarleysi og reiði sagt hluti um söngkonuna sem hann sæi eftir. Hann hafi verið ungur maður, með takmarkaða reynslu, í sambandi með einu frægasta kyntákni veraldar. „Sú reynsla kenndi mér að taka engu sem gefnu í lífinu,” skrifaði Tupac í lok bréfsins og bætti við hjarta. Tupac var myrtur þann 7. September árið 1996 í Las Vegas, þá 25 ára að aldri. Bréf hans til Madonnu verður á uppboði á Gotta Have Rock and Roll uppboðinu sem verður haldið dagana 19.-28. júlí. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. Í bréfi sem rapparinn sendi söngkonunni segir hann að samband með svörtum manni gæti haft góð áhrif á hennar feril en ollið aðdáendum hans vonbrigðum. Bréfið, sem er dagsett 15. janúar 1995 sendi Tupac þegar hann sat í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi 18 mánuðum áður en hann var myrtur. Madonna og Tupac voru þá bæði á hátindi ferils síns og er bréfið nú á uppboði með byrjunartilboð upp á 100 þúsund dollar eða tæpar 10,5 milljónir íslenskra króna. „Að þú sjáist með svörtum manni hefur engine slæm áhrif á feril þinn, ef eitthvað myndi það láta þig virðast þeim mun meira spennandi,“ skrifaði Tupac. „En fyrir mig, að minnsta kosti var þá þá skoðun mín, að með því myndi ég skaða ímynd mína og valda því fólki sem kom mér á toppinn vonbrigðum.”Ungur og reynslulaus „Eins og þú sagðir þá hef ég ekki verið þér sá vinur sem ég er fær um að vera,” skrifaði rapparinn og bætti við “Ég ætlaði aldrei að særa þig.“ Báðir foreldrar Tupac voru meðlimir Svörtu Pardusanna, sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á síðustu öld. Hann sagði að orð Madonnu um að hún væri „farin að betrumbæta alla rapparanna og körfuboltaleikmennina” hefðu sært hann. „Þau orð ristu mig djúpt þar sem ég hafði aldrei vitað af því að þú hefðir verið með öðrum röppurum en mér,” skrifaði Tupac. Hann sagðist hafa í hugsunarleysi og reiði sagt hluti um söngkonuna sem hann sæi eftir. Hann hafi verið ungur maður, með takmarkaða reynslu, í sambandi með einu frægasta kyntákni veraldar. „Sú reynsla kenndi mér að taka engu sem gefnu í lífinu,” skrifaði Tupac í lok bréfsins og bætti við hjarta. Tupac var myrtur þann 7. September árið 1996 í Las Vegas, þá 25 ára að aldri. Bréf hans til Madonnu verður á uppboði á Gotta Have Rock and Roll uppboðinu sem verður haldið dagana 19.-28. júlí.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira