Bréf Tupac til Madonnu á uppboði: „Ég ætlaði aldrei að særa þig“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júlí 2017 22:15 Tupac og Madonna voru par á hátindi ferla sinna á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. Í bréfi sem rapparinn sendi söngkonunni segir hann að samband með svörtum manni gæti haft góð áhrif á hennar feril en ollið aðdáendum hans vonbrigðum. Bréfið, sem er dagsett 15. janúar 1995 sendi Tupac þegar hann sat í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi 18 mánuðum áður en hann var myrtur. Madonna og Tupac voru þá bæði á hátindi ferils síns og er bréfið nú á uppboði með byrjunartilboð upp á 100 þúsund dollar eða tæpar 10,5 milljónir íslenskra króna. „Að þú sjáist með svörtum manni hefur engine slæm áhrif á feril þinn, ef eitthvað myndi það láta þig virðast þeim mun meira spennandi,“ skrifaði Tupac. „En fyrir mig, að minnsta kosti var þá þá skoðun mín, að með því myndi ég skaða ímynd mína og valda því fólki sem kom mér á toppinn vonbrigðum.”Ungur og reynslulaus „Eins og þú sagðir þá hef ég ekki verið þér sá vinur sem ég er fær um að vera,” skrifaði rapparinn og bætti við “Ég ætlaði aldrei að særa þig.“ Báðir foreldrar Tupac voru meðlimir Svörtu Pardusanna, sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á síðustu öld. Hann sagði að orð Madonnu um að hún væri „farin að betrumbæta alla rapparanna og körfuboltaleikmennina” hefðu sært hann. „Þau orð ristu mig djúpt þar sem ég hafði aldrei vitað af því að þú hefðir verið með öðrum röppurum en mér,” skrifaði Tupac. Hann sagðist hafa í hugsunarleysi og reiði sagt hluti um söngkonuna sem hann sæi eftir. Hann hafi verið ungur maður, með takmarkaða reynslu, í sambandi með einu frægasta kyntákni veraldar. „Sú reynsla kenndi mér að taka engu sem gefnu í lífinu,” skrifaði Tupac í lok bréfsins og bætti við hjarta. Tupac var myrtur þann 7. September árið 1996 í Las Vegas, þá 25 ára að aldri. Bréf hans til Madonnu verður á uppboði á Gotta Have Rock and Roll uppboðinu sem verður haldið dagana 19.-28. júlí. Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. Í bréfi sem rapparinn sendi söngkonunni segir hann að samband með svörtum manni gæti haft góð áhrif á hennar feril en ollið aðdáendum hans vonbrigðum. Bréfið, sem er dagsett 15. janúar 1995 sendi Tupac þegar hann sat í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi 18 mánuðum áður en hann var myrtur. Madonna og Tupac voru þá bæði á hátindi ferils síns og er bréfið nú á uppboði með byrjunartilboð upp á 100 þúsund dollar eða tæpar 10,5 milljónir íslenskra króna. „Að þú sjáist með svörtum manni hefur engine slæm áhrif á feril þinn, ef eitthvað myndi það láta þig virðast þeim mun meira spennandi,“ skrifaði Tupac. „En fyrir mig, að minnsta kosti var þá þá skoðun mín, að með því myndi ég skaða ímynd mína og valda því fólki sem kom mér á toppinn vonbrigðum.”Ungur og reynslulaus „Eins og þú sagðir þá hef ég ekki verið þér sá vinur sem ég er fær um að vera,” skrifaði rapparinn og bætti við “Ég ætlaði aldrei að særa þig.“ Báðir foreldrar Tupac voru meðlimir Svörtu Pardusanna, sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á síðustu öld. Hann sagði að orð Madonnu um að hún væri „farin að betrumbæta alla rapparanna og körfuboltaleikmennina” hefðu sært hann. „Þau orð ristu mig djúpt þar sem ég hafði aldrei vitað af því að þú hefðir verið með öðrum röppurum en mér,” skrifaði Tupac. Hann sagðist hafa í hugsunarleysi og reiði sagt hluti um söngkonuna sem hann sæi eftir. Hann hafi verið ungur maður, með takmarkaða reynslu, í sambandi með einu frægasta kyntákni veraldar. „Sú reynsla kenndi mér að taka engu sem gefnu í lífinu,” skrifaði Tupac í lok bréfsins og bætti við hjarta. Tupac var myrtur þann 7. September árið 1996 í Las Vegas, þá 25 ára að aldri. Bréf hans til Madonnu verður á uppboði á Gotta Have Rock and Roll uppboðinu sem verður haldið dagana 19.-28. júlí.
Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira