Katrín Jakobsdóttir fær umboð frá forseta í dag Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. nóvember 2017 05:00 Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson forseti á fyrri fundi þeirra á Bessastöðum. Vísir/Eyþór Katrín Jakobsdóttir heldur á fund forseta í dag og tekur við umboði til að mynda ríkisstjórn. Þótt fyrir liggi drög að málefnasamningi flokkanna sem stefna að myndun ríkisstjórnar er enn mikið verk fyrir höndum og margt sem enn er óráðið bæði um stjórnina og kosningu í ýmis lykilembætti þingsins. Skipting ráðuneyta liggur ekki endanlega fyrir en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu formenn flokkanna eiga fundi með hverjum og einum þingmanni sínum í dag til að ræða skipun ráðuneyta og ráðherraefni flokksins. Einnig er eftir að leggja drög að skipun fastanefnda þingsins enda erfiðleikum bundið meðan ekki liggur fyrir hvort stjórnin hefur 35 eða 33 þingmenn að baki sér, en eins og kunnugt er hafa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verið mjög efins um samstarf flokkanna og greiddu atkvæði gegn því að VG færi í viðræður um myndun þeirrar ríkisstjórnar sem nú er í fæðingu. Oddvitar verðandi stjórnarflokka hafa lagt til við formenn annarra flokka að flokkarnir í minnihluta hafi formennsku í þremur nefndum: stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Formennska þessara nefnda fer því til Miðflokksins, Samfylkingar og Pírata nema um annað verði samið. Ekki liggur heldur fyrir hvernig forsætisnefnd verður skipuð, að öðru leyti en því að Vinstri græn hreppa embætti forseta þingsins fyrir Steingrím J. Sigfússon. Um það mun vera orðin samstaða samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formennirnir þykja halda spilum mjög þétt að sér og þingmenn flokkanna hafa enn ekki fengið að sjá heildarmyndina. Málefnasamningurinn verður kynntur flokksráðs- og miðstjórnarfulltrúum flokkanna á miðvikudaginn en liggja mun fyrir á miðvikudagskvöld hvort málefnasamningur og skipting ráðuneyta verður samþykkt af þessum stofnunum flokkanna. Fari svo verða ráðherraefnin kynnt á fimmtudag. Gangi allt eftir eins og stefnt er að verður ný ríkisstjórn skipuð á Bessastöðum strax á fimmtudag. Auk þess að reka smiðshöggið á nýja ríkisstjórn og skipa í lykilstöður þingsins, þarf hin nýja stjórn að smíða fjárlög í miklu snatri en stefnt er að því að þing verði sett 15. desember. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir heldur á fund forseta í dag og tekur við umboði til að mynda ríkisstjórn. Þótt fyrir liggi drög að málefnasamningi flokkanna sem stefna að myndun ríkisstjórnar er enn mikið verk fyrir höndum og margt sem enn er óráðið bæði um stjórnina og kosningu í ýmis lykilembætti þingsins. Skipting ráðuneyta liggur ekki endanlega fyrir en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu formenn flokkanna eiga fundi með hverjum og einum þingmanni sínum í dag til að ræða skipun ráðuneyta og ráðherraefni flokksins. Einnig er eftir að leggja drög að skipun fastanefnda þingsins enda erfiðleikum bundið meðan ekki liggur fyrir hvort stjórnin hefur 35 eða 33 þingmenn að baki sér, en eins og kunnugt er hafa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verið mjög efins um samstarf flokkanna og greiddu atkvæði gegn því að VG færi í viðræður um myndun þeirrar ríkisstjórnar sem nú er í fæðingu. Oddvitar verðandi stjórnarflokka hafa lagt til við formenn annarra flokka að flokkarnir í minnihluta hafi formennsku í þremur nefndum: stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Formennska þessara nefnda fer því til Miðflokksins, Samfylkingar og Pírata nema um annað verði samið. Ekki liggur heldur fyrir hvernig forsætisnefnd verður skipuð, að öðru leyti en því að Vinstri græn hreppa embætti forseta þingsins fyrir Steingrím J. Sigfússon. Um það mun vera orðin samstaða samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formennirnir þykja halda spilum mjög þétt að sér og þingmenn flokkanna hafa enn ekki fengið að sjá heildarmyndina. Málefnasamningurinn verður kynntur flokksráðs- og miðstjórnarfulltrúum flokkanna á miðvikudaginn en liggja mun fyrir á miðvikudagskvöld hvort málefnasamningur og skipting ráðuneyta verður samþykkt af þessum stofnunum flokkanna. Fari svo verða ráðherraefnin kynnt á fimmtudag. Gangi allt eftir eins og stefnt er að verður ný ríkisstjórn skipuð á Bessastöðum strax á fimmtudag. Auk þess að reka smiðshöggið á nýja ríkisstjórn og skipa í lykilstöður þingsins, þarf hin nýja stjórn að smíða fjárlög í miklu snatri en stefnt er að því að þing verði sett 15. desember.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira