Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 12:45 Sigurður Ingi á Bessastöðum í dag. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Hann segir það hugnast honum betur en vinstri-miðjustjórn líkt og Katrín Jakobsdóttir virðist hafa í huga. Hann segir að slíkur meirihluti fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna væri með mjög tæpan meirihluta, eða 32 þingmenn, og því væri erfitt að verja hana falli. Bæði væri möguleiki að bæta við fleiri flokkum í ríkisstjórnina sem Katrín sér fyrir sér eða að leita lengra til hægri og vinstri. „Það er auðvitað tilgangur svona fundar að fara yfir stöðuna hvaða möguleikar séu uppi á borði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, ég held að það hafi nú aldrei verið mikilvægara en núna að menn vandi sig við það,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. „Það hefur verið afstaða mín og Framsóknarmanna að til að skapa stöðugleika þá þarf breiða ríkisstjórn og ég hef talað fyrir því og rætt það við forsetann en það er líka okkar verksvið að að mynd starfhæfa ríkisstjórn.“ Ertu líka að horfa til hægri og mögulegs samstarfs með Sjálfstæðisflokknum? „Ég er fyrst og fremst að horfa til þess að búa til ríkisstjórn með breiða skírskotun í báðar áttir. Ég held að það sé það sem þarf.“ „Framsókn er miðjuflokkur. Hann kann að vinna bæði til hægri og vinstri og leiða saman ólíka aðila.“ Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í dag.Vísir/ErnirEkki rætt við Sigmund Davíð Hann segir það vera mat flokksins að ríkisstjórn bæði til hægri og vinstri yrði vænlegri til að skapa pólitískan stöðugleika. Þá tekur hann undir orð Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur um að vænlegt væri að fá svigrúm til að ræða óformlega við formenn annarra flokka áður en einhver einn fær umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef ekki rætt við alla formenn, ég hef rætt við suma,“ segir Sigurður Ingi. Hefur þú rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins í þessu samhengi? „Ekki um stjórnarmyndun, nei.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Sigurðar Inga í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Hann segir það hugnast honum betur en vinstri-miðjustjórn líkt og Katrín Jakobsdóttir virðist hafa í huga. Hann segir að slíkur meirihluti fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna væri með mjög tæpan meirihluta, eða 32 þingmenn, og því væri erfitt að verja hana falli. Bæði væri möguleiki að bæta við fleiri flokkum í ríkisstjórnina sem Katrín sér fyrir sér eða að leita lengra til hægri og vinstri. „Það er auðvitað tilgangur svona fundar að fara yfir stöðuna hvaða möguleikar séu uppi á borði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, ég held að það hafi nú aldrei verið mikilvægara en núna að menn vandi sig við það,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. „Það hefur verið afstaða mín og Framsóknarmanna að til að skapa stöðugleika þá þarf breiða ríkisstjórn og ég hef talað fyrir því og rætt það við forsetann en það er líka okkar verksvið að að mynd starfhæfa ríkisstjórn.“ Ertu líka að horfa til hægri og mögulegs samstarfs með Sjálfstæðisflokknum? „Ég er fyrst og fremst að horfa til þess að búa til ríkisstjórn með breiða skírskotun í báðar áttir. Ég held að það sé það sem þarf.“ „Framsókn er miðjuflokkur. Hann kann að vinna bæði til hægri og vinstri og leiða saman ólíka aðila.“ Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í dag.Vísir/ErnirEkki rætt við Sigmund Davíð Hann segir það vera mat flokksins að ríkisstjórn bæði til hægri og vinstri yrði vænlegri til að skapa pólitískan stöðugleika. Þá tekur hann undir orð Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur um að vænlegt væri að fá svigrúm til að ræða óformlega við formenn annarra flokka áður en einhver einn fær umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef ekki rætt við alla formenn, ég hef rætt við suma,“ segir Sigurður Ingi. Hefur þú rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins í þessu samhengi? „Ekki um stjórnarmyndun, nei.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Sigurðar Inga í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent