„Við vorum að koma af leynifundi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 14:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum í dag. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. „Það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Maður vill ekki mæta seint á Bessastaði,“ sagði Sigmundur við blaðamenn eftir fund sinn með forseta í dag. „En við ræddum sameiginlegar áherslur okkar og vorum sammála um hversu mikilvægt væri að tekið væri á þeim í nýrri ríkisstjórn.“Sigmundur segir að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir vilji þeir ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins og bæta stöðu eldri borgara til dæmis. Hann segir að flokkar sem hafi lagt áherslu á þau mál hafi unnið sigur í kosningunum. Inga sjálf sagði í samtali við RÚV að flokkarnir ættu margt sameiginlegt. „Miðflokkurinn og Flokkur fólksins geta vel verið samstíga, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða í stjórn,“ sagði Inga í samtali við fréttastofu RÚV.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í dag.Vísir/Anton BrinkLokar ekki á samstarf við neinn Hann segir þó að flokkarnir hafi ekki gert formlegt bandalag sín á milli um samstarf í stjórnarmyndunarviðræðunum en segir að það væri mikill styrkur að hafa bæði Miðflokkinn og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Hann segist þó ekki útiloka samstarf við neina flokka. „Maður verður að vera tilbúinn til að vinna með alls konar fólki.“Er líklegt að þú getir náð saman með Framsóknarflokknum? „Já ég tel að það sé vel hægt ef litið er til málefna Framsóknarflokksins.“ Sigmundur sagðist jafnframt hafa rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarsamstarf en vildi ekki svara því hvort Bjarni hefði opnað formlega á samstarf. Bjarni og Sigmundur sátu sem kunnugt er í ríkisstjórn saman á árunum 2013-2016 eða allt þar til Sigmundur sagði af sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-skjalanna. Þá tók hann undir með öðrum formönnum sem farið hafa á fund forseta í dag með að mikilvægt væri að hafa nægan tíma til að ræða saman og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. „Það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Maður vill ekki mæta seint á Bessastaði,“ sagði Sigmundur við blaðamenn eftir fund sinn með forseta í dag. „En við ræddum sameiginlegar áherslur okkar og vorum sammála um hversu mikilvægt væri að tekið væri á þeim í nýrri ríkisstjórn.“Sigmundur segir að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir vilji þeir ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins og bæta stöðu eldri borgara til dæmis. Hann segir að flokkar sem hafi lagt áherslu á þau mál hafi unnið sigur í kosningunum. Inga sjálf sagði í samtali við RÚV að flokkarnir ættu margt sameiginlegt. „Miðflokkurinn og Flokkur fólksins geta vel verið samstíga, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða í stjórn,“ sagði Inga í samtali við fréttastofu RÚV.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í dag.Vísir/Anton BrinkLokar ekki á samstarf við neinn Hann segir þó að flokkarnir hafi ekki gert formlegt bandalag sín á milli um samstarf í stjórnarmyndunarviðræðunum en segir að það væri mikill styrkur að hafa bæði Miðflokkinn og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Hann segist þó ekki útiloka samstarf við neina flokka. „Maður verður að vera tilbúinn til að vinna með alls konar fólki.“Er líklegt að þú getir náð saman með Framsóknarflokknum? „Já ég tel að það sé vel hægt ef litið er til málefna Framsóknarflokksins.“ Sigmundur sagðist jafnframt hafa rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarsamstarf en vildi ekki svara því hvort Bjarni hefði opnað formlega á samstarf. Bjarni og Sigmundur sátu sem kunnugt er í ríkisstjórn saman á árunum 2013-2016 eða allt þar til Sigmundur sagði af sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-skjalanna. Þá tók hann undir með öðrum formönnum sem farið hafa á fund forseta í dag með að mikilvægt væri að hafa nægan tíma til að ræða saman og komast að skynsamlegri niðurstöðu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00
Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum