Sara Björk: Stelpurnar eru strax byrjaðar að peppa hvora aðra fyrir morgundaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 19:00 Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? „Það er svona upp og ofan. Hópurinn reynir allur að bera höfuðið hátt en svekkelsið að vera á heimleið eftir síðasta leik tekur á,“ sagði Tómas Þór en hann fór á blaðamannafund íslenska liðsins í dag. Stelpurnar æfðu í Kastalanum í Rotterdam í dag sem er heimavöllur Spörtu en áður en að honum kom sat Freyr blaðamannafund með Söru Björk og EM-nýliðanum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Freyr var fyrst spurður út í ástandið á hópnum fyrir lokaleikinn. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðar líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Alir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja,“ sagði Freyr Alexandersson. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkenndi að síðustu dagar hafa verið erfiðir en markmiðið er skýrt fyrir leikinn annað kvöld. „Dagurinn eftir var erfiðastur þegar að maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hvora aðra. Það er komin meiri gleði og við byrjum byrjaðar að styðja meira við hvora aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM-nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli en byrji hún á morgun verður hún búin að spila fleiri leiki á stórmóti en vináttulandsleiki. Hún hefur nýtt dvölina á EM til að læra af okkar bestu fótboltakonum. „Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér ákveðna innsýn inn í hvernig þær æfa. Síðan hef ég lært mikið um mína stöðu, hafsentinn. Sif hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og Glódís líka og Anna Björk og allar þær. Það er ótrúlega margt sem ég hef lært og þetta var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli og það hefur verið ákveðin áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir. Stelpurnar kveðja EM annað kvöld sama hvernig fer. Fyrirliðinn átti lokaorðið á fundinum og minnti stelpurnar sínar á að njóta sín í núinu. „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á bara að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu dagana,“ sagði Sara Björk. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? „Það er svona upp og ofan. Hópurinn reynir allur að bera höfuðið hátt en svekkelsið að vera á heimleið eftir síðasta leik tekur á,“ sagði Tómas Þór en hann fór á blaðamannafund íslenska liðsins í dag. Stelpurnar æfðu í Kastalanum í Rotterdam í dag sem er heimavöllur Spörtu en áður en að honum kom sat Freyr blaðamannafund með Söru Björk og EM-nýliðanum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Freyr var fyrst spurður út í ástandið á hópnum fyrir lokaleikinn. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðar líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Alir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja,“ sagði Freyr Alexandersson. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkenndi að síðustu dagar hafa verið erfiðir en markmiðið er skýrt fyrir leikinn annað kvöld. „Dagurinn eftir var erfiðastur þegar að maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hvora aðra. Það er komin meiri gleði og við byrjum byrjaðar að styðja meira við hvora aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM-nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli en byrji hún á morgun verður hún búin að spila fleiri leiki á stórmóti en vináttulandsleiki. Hún hefur nýtt dvölina á EM til að læra af okkar bestu fótboltakonum. „Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér ákveðna innsýn inn í hvernig þær æfa. Síðan hef ég lært mikið um mína stöðu, hafsentinn. Sif hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og Glódís líka og Anna Björk og allar þær. Það er ótrúlega margt sem ég hef lært og þetta var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli og það hefur verið ákveðin áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir. Stelpurnar kveðja EM annað kvöld sama hvernig fer. Fyrirliðinn átti lokaorðið á fundinum og minnti stelpurnar sínar á að njóta sín í núinu. „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á bara að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu dagana,“ sagði Sara Björk. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira