Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2017 19:30 Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. Vísbendingar eru um að fíkniefnaheimurinn sé að fara harðnandi, og óttast er að sterkari fíkniefni séu á leið til landsins. Mun minna er um svokallað læknaráp, það er þegar fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum, eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp árið 2016. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og götuverð hækkað. Svo dæmi sé tekið hefur Contalgin, ávanabindandi verkjalyf, fengist á svörtum markaði á um það bil fjögur þúsund krónur síðastliðinn áratug, samkvæmt tölum frá SÁÁ. Í dag gengur það kaupum og sölum á allt að tíu þúsund krónur. Dæmi eru um allt að hundrað prósenta hækkun á ýmsum morfínskyldum lyfjum.Heróín mögulega á leið til landsinsSvala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segist finna mjög fyrir breytingum í fíkniefnaheiminum. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins þar sem fólk með fíknivanda getur leitað sér aðstoðar. Frú Ragnheiður fær hátt í þrjú hundruð heimsóknir á mánuði. „Við höfum fengið ábendingar um að heróín sé mögulega á leiðinni til landsins. Við höfum miklar áhyggjur af því. Þegar þetta gerist, af því að heróín er götuefni, að þá vitum við aldrei hvað er í efninu nákvæmlega. Upprunalega er þetta ópíódi og svo er búið að bæta alls konar efnum í þetta á leiðinni til þess að reyna að drýgja efnið, þannig að notandinn veit ekki nákvæmlega styrkleika né innihaldið. Og það veldur okkur svolítið miklum kvíða.“Vændi færst í aukanaHún segir að samhliða þessari hækkun hafi fólk leitað annarra leiða til þess að verða sér úti um fjármagn. Til að mynda hafi vændi færst í aukana. „Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir veikasta hópinn okkar. Þetta hefur þær afleiðingar að þau þurfa að hafa miklu meira fyrir því að redda sér efnunum og það er oftast gert á slæman hátt. Það er rosalega mikið vændi í gangi. Það er verið að misnota konurnar, það er þjófnaður, það eru innbrot, þannig að fólk þarf að hafa miklu meira fyrir því að redda sér fjármagninu.“ Landlæknisembættið segir að erfitt sé að bregðast við þessari þróun. „Það er erfitt fyrir okkur að eiga við markaðinn og verðið á lyfjunum, en þetta leiðir að sjálfu sér að verðið hækkar og það kann að vera áhyggjuefnið fyrir ýmsa. En það er stefna embættisins að draga úr neyslu þessara lyfja,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir. „Auðvitað er allt gert til þess að reyna að minnka þessa notkun og það eru meðferðaraðilar til. Frú Ragnheiður er að sinna góðu starfi, þannig að ýmislegt er nú gert, en að öðru leyti er þetta afskaplega erfitt mál,“ bætir hann við. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. Vísbendingar eru um að fíkniefnaheimurinn sé að fara harðnandi, og óttast er að sterkari fíkniefni séu á leið til landsins. Mun minna er um svokallað læknaráp, það er þegar fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum, eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp árið 2016. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og götuverð hækkað. Svo dæmi sé tekið hefur Contalgin, ávanabindandi verkjalyf, fengist á svörtum markaði á um það bil fjögur þúsund krónur síðastliðinn áratug, samkvæmt tölum frá SÁÁ. Í dag gengur það kaupum og sölum á allt að tíu þúsund krónur. Dæmi eru um allt að hundrað prósenta hækkun á ýmsum morfínskyldum lyfjum.Heróín mögulega á leið til landsinsSvala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segist finna mjög fyrir breytingum í fíkniefnaheiminum. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins þar sem fólk með fíknivanda getur leitað sér aðstoðar. Frú Ragnheiður fær hátt í þrjú hundruð heimsóknir á mánuði. „Við höfum fengið ábendingar um að heróín sé mögulega á leiðinni til landsins. Við höfum miklar áhyggjur af því. Þegar þetta gerist, af því að heróín er götuefni, að þá vitum við aldrei hvað er í efninu nákvæmlega. Upprunalega er þetta ópíódi og svo er búið að bæta alls konar efnum í þetta á leiðinni til þess að reyna að drýgja efnið, þannig að notandinn veit ekki nákvæmlega styrkleika né innihaldið. Og það veldur okkur svolítið miklum kvíða.“Vændi færst í aukanaHún segir að samhliða þessari hækkun hafi fólk leitað annarra leiða til þess að verða sér úti um fjármagn. Til að mynda hafi vændi færst í aukana. „Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir veikasta hópinn okkar. Þetta hefur þær afleiðingar að þau þurfa að hafa miklu meira fyrir því að redda sér efnunum og það er oftast gert á slæman hátt. Það er rosalega mikið vændi í gangi. Það er verið að misnota konurnar, það er þjófnaður, það eru innbrot, þannig að fólk þarf að hafa miklu meira fyrir því að redda sér fjármagninu.“ Landlæknisembættið segir að erfitt sé að bregðast við þessari þróun. „Það er erfitt fyrir okkur að eiga við markaðinn og verðið á lyfjunum, en þetta leiðir að sjálfu sér að verðið hækkar og það kann að vera áhyggjuefnið fyrir ýmsa. En það er stefna embættisins að draga úr neyslu þessara lyfja,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir. „Auðvitað er allt gert til þess að reyna að minnka þessa notkun og það eru meðferðaraðilar til. Frú Ragnheiður er að sinna góðu starfi, þannig að ýmislegt er nú gert, en að öðru leyti er þetta afskaplega erfitt mál,“ bætir hann við.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira