„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2017 20:00 Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. Druslugangan var gengin í sjöunda sinn í Reykjavík í dag en meginmarkmið hennar er að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Í ár var áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en skipuleggjandi göngunnar segir nauðsynlegt að kalla eftir breytingum. „Eins og þetta er núna að þá er ekkert talað um það. Við viljum sjá það vera skilgreint þannig að hægt sé að dæma í þessum málum réttmætt. Þetta er oft sett undir blygðunarsemisbrot og það gerir lítið úr ofbeldinu," segir Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar. Meðal ræðumanna var Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA ritgerð um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún hvatti þá sem voru samankomnir á Austurvelli til að sýna ábyrgð og gæta þess að skoða hvorki né dreifa kynferðislegu efni sem fer án samþykkis í dreifingu. Andlitslaust fólk óskar eftir myndum „Vinkona mín opinberaði sína reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi í apríl 2014. Hún varð bráðkvödd mánuði seinna. Ég er enn að fá ábendingar um að nafnlaust og andlitslaust fólk á netinu sé að óska eftir nektarmyndum af vinkonu minni sem lést fyrir rúmlega þremur árum síðan," sagði Hulda í ræðu sinni. Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fluttu einnig ræðu sem samin var af þeim tveimur ásamt Nínu Rún Bergsdóttur og Glódísi Töru. Allar urðu þær fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Roberts Downey sem fékk uppreist æru í sumar. „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu. Þetta er okkar líf og okkar saga. Hvorki þú né lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar," sagði Halla Ólöf Jónsdóttir, í sinni ræðu. Þær kölluðu eftir breytingum á reglum um uppreist æru og báðu stjórnvöld um að sinna rannsóknarskyldu sinni. „Þið sem sitjið á hæstu stöðum og sinnið háum embættum. Þið eigið að ganga í lið með okkur. Þið eigið að vilja réttlæti og gott samfélag þar sem ofbeldi er ekki liðið," sagði Halla. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. Druslugangan var gengin í sjöunda sinn í Reykjavík í dag en meginmarkmið hennar er að skila skömminni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Í ár var áherslan lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi en skipuleggjandi göngunnar segir nauðsynlegt að kalla eftir breytingum. „Eins og þetta er núna að þá er ekkert talað um það. Við viljum sjá það vera skilgreint þannig að hægt sé að dæma í þessum málum réttmætt. Þetta er oft sett undir blygðunarsemisbrot og það gerir lítið úr ofbeldinu," segir Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar. Meðal ræðumanna var Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA ritgerð um stafrænt kynferðisofbeldi. Hún hvatti þá sem voru samankomnir á Austurvelli til að sýna ábyrgð og gæta þess að skoða hvorki né dreifa kynferðislegu efni sem fer án samþykkis í dreifingu. Andlitslaust fólk óskar eftir myndum „Vinkona mín opinberaði sína reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi í apríl 2014. Hún varð bráðkvödd mánuði seinna. Ég er enn að fá ábendingar um að nafnlaust og andlitslaust fólk á netinu sé að óska eftir nektarmyndum af vinkonu minni sem lést fyrir rúmlega þremur árum síðan," sagði Hulda í ræðu sinni. Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir fluttu einnig ræðu sem samin var af þeim tveimur ásamt Nínu Rún Bergsdóttur og Glódísi Töru. Allar urðu þær fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Roberts Downey sem fékk uppreist æru í sumar. „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu. Þetta er okkar líf og okkar saga. Hvorki þú né lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar," sagði Halla Ólöf Jónsdóttir, í sinni ræðu. Þær kölluðu eftir breytingum á reglum um uppreist æru og báðu stjórnvöld um að sinna rannsóknarskyldu sinni. „Þið sem sitjið á hæstu stöðum og sinnið háum embættum. Þið eigið að ganga í lið með okkur. Þið eigið að vilja réttlæti og gott samfélag þar sem ofbeldi er ekki liðið," sagði Halla.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira