Hlýnun gefur og tekur frá jöklum á Tröllaskaga Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2017 15:00 Aukin vetrarúrkoma virðist hafa gert rýrnun jökla vegna hlýnunar minni en ella hefði orðið. Hér sést Kerlingajökull í Klaufabrekknadal. Skafti Brynjólfsson Þekkt er að íslenskir jöklar hafa hopað verulega frá því við upphaf síðustu aldar vegna hlýnunar jarðar. Ný rannsókn sem íslenskir vísindamenn tóku þátt í varpar hins vegar ljósi á hvernig hlýnuninni fylgja ólíkir kraftar sem byggja upp og rífa niður jökla á sama tíma. Vísindamenn frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands tóku nýlega þátt í rannsókn á jöklum á Tröllaskaga og áhrif loftslags á þá sem félagar þeirra hjá háskólanum í Madríd á Spáni stýrðu. Sagt er frá rannsókninni á vef Náttúrufræðistofnunar en hún birtist í vísindaritinu The Holocene. Niðurstöður þeirra eru að flatarmál Gljúfurárjökuls og Tugnahryggsjökuls eystri og vestari hafi dregist saman um fjórðung á tímabilinu frá 1900 til 2014 og rúmmál þeirra ívið meira. Það kemur líklega engum að óvörum enda hafa íslenskir jarðvísindamenn spáð því að íslenskir jöklar verði að mestu horfnir á næstu hundrað til tvö hundruð árunum.60-80% rýrnunarinnar strax í byrjun 20. aldarSkafti Brynjólfsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem tók þátt í rannsókninni segir að það hafi aftur á móti komið nokkuð á óvart að mesta hop jöklanna átti sér stað strax í byrjun 20. aldar. Þá var tekið að hlýna í veðri eftir hlutfallslegt kuldatímabil í Evrópu sem hefur verið nefnt Litla-ísöldin og er almennt talið hafa varað frá um 1450 til 1900. Litla-ísöldin var blómaskeið fyrir jöklana þrjá en á þeim tíma gengu þeir á bilinu 1-1,7 kílómetra lengra niður dali sína en þeir gera í dag. Talið er að agnir í lofthjúpnum frá óvenjumikilli eldfjallavirkni á jörðinni hafi komið Litlu-ísöldinni af stað en þær komu í veg fyrir að hluti geisla sólarinnar næði niður til yfirborðs jarðar. Yfirleitt vara kólnunaráhrif eldgosa af þessu tagi aðeins í nokkur ár en fornloftslagsvísindamenn telja að aukin hafísmyndun á meðan þeirra gætti við upphaf Litlu-ísaldar hafi náð að viðhalda svalari aðstæðum í nokkrar aldir, að minnsta kosti á hluta norðurhvels.Samanburðarmyndir sem sýna hvernig jaðar Gljúfurárjökuls og Tugnahryggsjökul eystri og vestari hefur færst síðustu áratugi.Skafti BrynjólfssonEftir að Litlu-ísöldinni lauk við lok 19. aldar hefur meðalárshiti hækkað um 1,9°C og meðalsumarhiti um 1,5°C á Tröllaskaga sem hefur leitt til mikils hops jöklanna. Rannsakendurnir áætla að 60-80% rýrnunar jöklanna á Tröllaskaga hafi orðið á nokkrum áratugum á fyrrihluta síðustu aldar upp úr 1925. Jöklunum óx aðeins ásmegin aftur þegar kaldari tíð tók við á Íslandi frá því upp úr 1960 og fram á 10. áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur hopið haldið áfram á Tröllaskaga en ekki af eins miklum hraða og snemma á 20. öldinni.Úrkoma hefur aukist um allt að 700 mm Til að skýra hvers vegna jöklarnir á Tröllaskaga hopa hægar nú þegar hnattræn hlýnun er í algleymingi en þegar hún var rétt að hefjast í byrjun 20. aldar draga vísindamennirnir upp mynd af því hvernig breytingar á úrkomu sem hafa fylgt hlýnandi veðurfari eftir að Litlu-ísöldinni lauk hafa vegið að einhverju leyti upp á móti aukinni bráðnun yfir sumarð. Þeir komust að raun um að afkoma jöklanna á Tröllaskaga er sérstaklega háð breytingum á sumarhita og vetrarúrkomu. Á sama tíma og meðalhiti hefur risið verulega eftir Litlu-ísöldina hefur vetrarúrkoma aukist um 30-45% og hún sé allt að 700 millímetrum meiri á ári nú. Ástæðan er meðal annars sú að hlýnun hafs og lofts þýðir að loftið getur borið meiri raka en við svalari aðstæður. Vísindamennirnir segja þannig að þrátt fyrir aukna bráðnun að sumri hafi þessi aukna úrkoma leitt til minni rýrnunar jöklanna en hlýnunin ein og sér gaf tilefni til. „Ef úrkoma hefði ekki aukist samhliða hlýnuninni hefði rýnun jöklanna á Tröllaskaga orðið mun meiri,“ segir Skafti. Einnig nefna þeir til skýringar á hægara hopi jöklanna hvað þeir höfðu þegar hörfað langt upp dali sína áður en hlýindi 21. aldarinnar hófust af krafti. Í rannsókninni kemur fram að jafnvægislína þeirra hafi hækkað um 40-50 metra frá því um aldamótin 1900.Jöklarnir þrír sem vísindamennirnir skoðuðu með vettvangsferðum og loftmyndum allt frá 1946 eru á meðal þeirra stærstu á Tröllaskaga.Skafti BrynjólfssonGætu vaxið einstaka ár þótt þeir hopi áfram Vísindamennirnir spá áframhaldandi hopi jöklanna á Tröllaskaga en benda jafnframt á að afkoma jöklanna gæti orðið jákvæð stöku ár. Ástæðan fyrir því er að aðeins þarf lítil frávik í sumarhita eða vetrarúrkomu til að gera afkomu þeirra jákvæða. Skafti tekur einnig fram að ekki sé hægt að heimfæra niðurstöðurnar af Tröllaskaga yfir á stóru jöklana á miðhálendinu og Suðurlandi. „Okkur sýnist að hopið hér á Tröllaskaga síðustu áratugi hafi verið heldur hægara en þar,“ segir hann. Fréttaskýringar Loftslagsmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Þekkt er að íslenskir jöklar hafa hopað verulega frá því við upphaf síðustu aldar vegna hlýnunar jarðar. Ný rannsókn sem íslenskir vísindamenn tóku þátt í varpar hins vegar ljósi á hvernig hlýnuninni fylgja ólíkir kraftar sem byggja upp og rífa niður jökla á sama tíma. Vísindamenn frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands tóku nýlega þátt í rannsókn á jöklum á Tröllaskaga og áhrif loftslags á þá sem félagar þeirra hjá háskólanum í Madríd á Spáni stýrðu. Sagt er frá rannsókninni á vef Náttúrufræðistofnunar en hún birtist í vísindaritinu The Holocene. Niðurstöður þeirra eru að flatarmál Gljúfurárjökuls og Tugnahryggsjökuls eystri og vestari hafi dregist saman um fjórðung á tímabilinu frá 1900 til 2014 og rúmmál þeirra ívið meira. Það kemur líklega engum að óvörum enda hafa íslenskir jarðvísindamenn spáð því að íslenskir jöklar verði að mestu horfnir á næstu hundrað til tvö hundruð árunum.60-80% rýrnunarinnar strax í byrjun 20. aldarSkafti Brynjólfsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem tók þátt í rannsókninni segir að það hafi aftur á móti komið nokkuð á óvart að mesta hop jöklanna átti sér stað strax í byrjun 20. aldar. Þá var tekið að hlýna í veðri eftir hlutfallslegt kuldatímabil í Evrópu sem hefur verið nefnt Litla-ísöldin og er almennt talið hafa varað frá um 1450 til 1900. Litla-ísöldin var blómaskeið fyrir jöklana þrjá en á þeim tíma gengu þeir á bilinu 1-1,7 kílómetra lengra niður dali sína en þeir gera í dag. Talið er að agnir í lofthjúpnum frá óvenjumikilli eldfjallavirkni á jörðinni hafi komið Litlu-ísöldinni af stað en þær komu í veg fyrir að hluti geisla sólarinnar næði niður til yfirborðs jarðar. Yfirleitt vara kólnunaráhrif eldgosa af þessu tagi aðeins í nokkur ár en fornloftslagsvísindamenn telja að aukin hafísmyndun á meðan þeirra gætti við upphaf Litlu-ísaldar hafi náð að viðhalda svalari aðstæðum í nokkrar aldir, að minnsta kosti á hluta norðurhvels.Samanburðarmyndir sem sýna hvernig jaðar Gljúfurárjökuls og Tugnahryggsjökul eystri og vestari hefur færst síðustu áratugi.Skafti BrynjólfssonEftir að Litlu-ísöldinni lauk við lok 19. aldar hefur meðalárshiti hækkað um 1,9°C og meðalsumarhiti um 1,5°C á Tröllaskaga sem hefur leitt til mikils hops jöklanna. Rannsakendurnir áætla að 60-80% rýrnunar jöklanna á Tröllaskaga hafi orðið á nokkrum áratugum á fyrrihluta síðustu aldar upp úr 1925. Jöklunum óx aðeins ásmegin aftur þegar kaldari tíð tók við á Íslandi frá því upp úr 1960 og fram á 10. áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur hopið haldið áfram á Tröllaskaga en ekki af eins miklum hraða og snemma á 20. öldinni.Úrkoma hefur aukist um allt að 700 mm Til að skýra hvers vegna jöklarnir á Tröllaskaga hopa hægar nú þegar hnattræn hlýnun er í algleymingi en þegar hún var rétt að hefjast í byrjun 20. aldar draga vísindamennirnir upp mynd af því hvernig breytingar á úrkomu sem hafa fylgt hlýnandi veðurfari eftir að Litlu-ísöldinni lauk hafa vegið að einhverju leyti upp á móti aukinni bráðnun yfir sumarð. Þeir komust að raun um að afkoma jöklanna á Tröllaskaga er sérstaklega háð breytingum á sumarhita og vetrarúrkomu. Á sama tíma og meðalhiti hefur risið verulega eftir Litlu-ísöldina hefur vetrarúrkoma aukist um 30-45% og hún sé allt að 700 millímetrum meiri á ári nú. Ástæðan er meðal annars sú að hlýnun hafs og lofts þýðir að loftið getur borið meiri raka en við svalari aðstæður. Vísindamennirnir segja þannig að þrátt fyrir aukna bráðnun að sumri hafi þessi aukna úrkoma leitt til minni rýrnunar jöklanna en hlýnunin ein og sér gaf tilefni til. „Ef úrkoma hefði ekki aukist samhliða hlýnuninni hefði rýnun jöklanna á Tröllaskaga orðið mun meiri,“ segir Skafti. Einnig nefna þeir til skýringar á hægara hopi jöklanna hvað þeir höfðu þegar hörfað langt upp dali sína áður en hlýindi 21. aldarinnar hófust af krafti. Í rannsókninni kemur fram að jafnvægislína þeirra hafi hækkað um 40-50 metra frá því um aldamótin 1900.Jöklarnir þrír sem vísindamennirnir skoðuðu með vettvangsferðum og loftmyndum allt frá 1946 eru á meðal þeirra stærstu á Tröllaskaga.Skafti BrynjólfssonGætu vaxið einstaka ár þótt þeir hopi áfram Vísindamennirnir spá áframhaldandi hopi jöklanna á Tröllaskaga en benda jafnframt á að afkoma jöklanna gæti orðið jákvæð stöku ár. Ástæðan fyrir því er að aðeins þarf lítil frávik í sumarhita eða vetrarúrkomu til að gera afkomu þeirra jákvæða. Skafti tekur einnig fram að ekki sé hægt að heimfæra niðurstöðurnar af Tröllaskaga yfir á stóru jöklana á miðhálendinu og Suðurlandi. „Okkur sýnist að hopið hér á Tröllaskaga síðustu áratugi hafi verið heldur hægara en þar,“ segir hann.
Fréttaskýringar Loftslagsmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira