Löggæsla efld í fjárlögum en um leið skorið niður í fangelsum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. desember 2017 06:00 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. vísir/anton brink Þrátt fyrir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á eflingu löggæslunnar er ekki gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til fangelsismála í nýju fjárlagafrumvarpi. Þvert á móti er fjárheimild til málaflokksins lækkuð um 2,4 milljónir króna til að mæta aðhaldskröfum. Lögreglan fær hins vegar aukin fjárframlög og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um aukna áherslu á rannsóknir kynferðisbrota og styrkingu aðgerða gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Ekki er minnst á fangelsi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það er alltaf verið að byrja á vitlausum enda,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Hann telur vænlegast til árangurs að vinna gegn síbrotaþróun með aukinni áherslu á betrun og leggur áherslu á að ef eigi að berjast gegn glæpum þurfi að stórauka framlög til fangelsismála ekki síður en til lögreglu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur í svipaðan streng og Guðmundur Ingi. „Þegar löggæslan er efld og árangur lögreglu eykst þá hefur það í för með sér aukið álag á fangelsiskerfið, það segir sig sjálft.“ Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. Unnið hefur verið að því að stytta boðunarlistann, bæði með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem fjölga úrræðum til afplánunar utan fangelsa, til dæmis með aukinni notkun rafræns eftirlits. Fangelsið á Hólmsheiði er hins vegar ekki í fullri notkun þar sem ekki hefur verið unnt að manna fjögur stöðugildi fangavarða vegna fjárskorts. Dómsmál Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Þrátt fyrir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á eflingu löggæslunnar er ekki gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til fangelsismála í nýju fjárlagafrumvarpi. Þvert á móti er fjárheimild til málaflokksins lækkuð um 2,4 milljónir króna til að mæta aðhaldskröfum. Lögreglan fær hins vegar aukin fjárframlög og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um aukna áherslu á rannsóknir kynferðisbrota og styrkingu aðgerða gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Ekki er minnst á fangelsi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það er alltaf verið að byrja á vitlausum enda,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Hann telur vænlegast til árangurs að vinna gegn síbrotaþróun með aukinni áherslu á betrun og leggur áherslu á að ef eigi að berjast gegn glæpum þurfi að stórauka framlög til fangelsismála ekki síður en til lögreglu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur í svipaðan streng og Guðmundur Ingi. „Þegar löggæslan er efld og árangur lögreglu eykst þá hefur það í för með sér aukið álag á fangelsiskerfið, það segir sig sjálft.“ Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. Unnið hefur verið að því að stytta boðunarlistann, bæði með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem fjölga úrræðum til afplánunar utan fangelsa, til dæmis með aukinni notkun rafræns eftirlits. Fangelsið á Hólmsheiði er hins vegar ekki í fullri notkun þar sem ekki hefur verið unnt að manna fjögur stöðugildi fangavarða vegna fjárskorts.
Dómsmál Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent