Góðar líkur á hvítum jólum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2017 11:08 Spáð er snjókomu á Þorláksmessu og aðfangadag. Vísir/Eyþór Góðar líkur eru á því að landsmenn muni fagna hvítum jólum, samkvæmt textaspá á vef Veðurstofunnar. Hlýindin sem leika við landið í dag eru ekki komin til að vera og má búast við því að það kólni aftur á morgun. „Eftir daginn í dag verður meira og minna grátt á landinu, eða autt. Svo kemur snjór en hann fer aftur og kemur svo aftur að öllum líkindum á Þorláksmessu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að enn eru sex dagar í jól og því geti margt gerst fram að því. Það eigi að rigna í dag en búast megi við éljagangi á morgun og á miðvikudag. „Svo kemur aftur rigning á föstudaginn. Þá gæti snjórinn farið sem kemur í éljaganginum á morgun og hinn. En svo kólnar aftur á Þorláksmessu og það verður komið frost á öllu landinu á Aðfangadag og það er svona úrkomubakkar að lóna hérna við Suðurlandið, sem gætu gert jólasnjó. Mér finnst mjög líklegt að það snjói norðan- og austanlands. Gæti líka gert það sunnanlands líka.“Þannig að landsmenn mega gera ráð fyrir hvítum jólum? „það eru alveg góðar líkur á því nokkuð víða á landinu, að það komi jólasnjór.“Veðurhorfur á landinu Suðlægur vindur, 8-15 m/s og sums staðar lítils háttar væta, en þurrviðri NA-til. Fer að rigna kringum hádegi, talsverð og jafn vel mikil rigning S-til í kvöld, einnig dálítil rigning NA-til. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á A-landi. Suðvestan 10-18 og víða skúrir eða él á morgun, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og léttir til fyrir austan. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og éljagangur framan af degi, en dregur úr vindi og éljum eftir hádegi. Léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 4 stig.Á föstudag: Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst. Norðaustan strekkingur og snjókoma á norðanverðu landinu um kvöldið, en þá úrkomulítið sunnantil.Á laugardag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Víða vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Ákveðin norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands, en líkur á snjókomu um tíma sunnanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Frost 1 til 7 stig. Jól Veður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Góðar líkur eru á því að landsmenn muni fagna hvítum jólum, samkvæmt textaspá á vef Veðurstofunnar. Hlýindin sem leika við landið í dag eru ekki komin til að vera og má búast við því að það kólni aftur á morgun. „Eftir daginn í dag verður meira og minna grátt á landinu, eða autt. Svo kemur snjór en hann fer aftur og kemur svo aftur að öllum líkindum á Þorláksmessu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að enn eru sex dagar í jól og því geti margt gerst fram að því. Það eigi að rigna í dag en búast megi við éljagangi á morgun og á miðvikudag. „Svo kemur aftur rigning á föstudaginn. Þá gæti snjórinn farið sem kemur í éljaganginum á morgun og hinn. En svo kólnar aftur á Þorláksmessu og það verður komið frost á öllu landinu á Aðfangadag og það er svona úrkomubakkar að lóna hérna við Suðurlandið, sem gætu gert jólasnjó. Mér finnst mjög líklegt að það snjói norðan- og austanlands. Gæti líka gert það sunnanlands líka.“Þannig að landsmenn mega gera ráð fyrir hvítum jólum? „það eru alveg góðar líkur á því nokkuð víða á landinu, að það komi jólasnjór.“Veðurhorfur á landinu Suðlægur vindur, 8-15 m/s og sums staðar lítils háttar væta, en þurrviðri NA-til. Fer að rigna kringum hádegi, talsverð og jafn vel mikil rigning S-til í kvöld, einnig dálítil rigning NA-til. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á A-landi. Suðvestan 10-18 og víða skúrir eða él á morgun, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og léttir til fyrir austan. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og éljagangur framan af degi, en dregur úr vindi og éljum eftir hádegi. Léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 4 stig.Á föstudag: Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst. Norðaustan strekkingur og snjókoma á norðanverðu landinu um kvöldið, en þá úrkomulítið sunnantil.Á laugardag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Víða vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Ákveðin norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands, en líkur á snjókomu um tíma sunnanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Frost 1 til 7 stig.
Jól Veður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira