Lífið

Reykjavíkurdætur koma fram á Sónar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reykjavíkurdætur er ein vinsælasta rappsveit landsins.
Reykjavíkurdætur er ein vinsælasta rappsveit landsins.
Reykjavíkurdætur munu koma fram á Sónar Reykjavík en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Sónar.

Sveitin var stofnuð árið 2013 og hana skipar hópur kvenna sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir áhrifamikla sviðsframkomu og textasmíð.

Frá stofnun hefur hópurinn komið víðsvegar fram, hér á landi sem og á hátíðum erlendis, og stíga nú á svið á Sónar Reykjavík 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.