Beittu vændistálbeitu til að fremja rán Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. desember 2017 06:00 Myndin tengist fréttinni ekki. NordicPhotos/Getty Kona og karlmaður, bæði um tvítugt, voru sakfelld fyrir rán í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Samkvæmt dómnum þykir sannað að ákærðu hafi í sameiningu blekkt eldri mann með samskiptum við hann á samfélagsmiðlum og talið honum trú um að hann væri að kaupa vændi af tveimur stúlkum. Þau fengu brotaþola til að bjóða sér inn heima hjá sér undir þessu yfirskini en þegar inn var komið ruddust aðrir tveir menn inn og réðust að manninum með exi, kylfu og byssu, þvinguðu hann í gólfið og veittu honum ýmsa áverka þar á meðal stungusár á læri, sár á sköflungi, rifbrot og hruflsár á hálsi. Meðan þessu fór fram kröfðu þeir manninn um peninga. Atlögunni lauk þegar nágranni kom að og hringdi á lögreglu en á flóttanum höfðu ákærðu með sér verkjalyf, sígarettur og iPhone 5 síma. Málavöxtum er þannig lýst í dóminum að lögregla hafi verið kvödd að húsi við Reynimel í Reykjavík vegna innbrots. Brotaþoli greindi lögreglu frá því á vettvangi að hann hefði samið um að tvær vændiskonur kæmu til hans þetta kvöld en hann hafði áður verið í sambandi við stúlku á netinu og síðar einnig karlmann og hefði þeim samist um að tvær stúlkur kæmu til hans. Önnur stúlkan og karlmaður hefðu komið til hans um klukkan níu þetta kvöld og sagt að hin stúlkan væri á leiðinni. Skömmu síðar hefði verið barið að dyrum og þegar hann opnaði hefðu þrír grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á hann ásamt manninum sem þegar var kominn. Mennirnir hafi verið vopnaðir öxi, hafnaboltakylfu og tveir þeirra auk þess með vasahnífa. Þeir hafi krafið sig um peninga en þegar hann neitaði því hefðu þeir beitt sig ofbeldi. Grunur tók að beinast að ákærðu eftir rannsókn á síma brotaþola og játuðu dómfelldu að hafa komið í íbúðina. Karlmaðurinn játaði aðild að hluta en benti á aðra menn sem helstu skipuleggjendur brotsins. Þá játaði konan að hafa komið í íbúðina sem tálbeita. Enn er óupplýst hverjir það voru sem ruddust inn og réðust á brotaþola eftir að ákærðu voru komin inn til hans. Konan var ekki ákærð fyrir þátt í líkamsárásinni en karlinn var sýknaður af þeirri ákæru vegna sönnunarskorts. Brotaþoli var einn um að bera að hann hafi ráðist á hann með fyrrgreindum hætti ásamt hinum óþekktu mönnum en að mati dómsins styðja önnur gögn málsins ekki framburð brotaþola um aðild hans að líkamsárásinni. Konan hlaut 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ránið en karlmaðurinn var dæmdur til fangelsisvistar í þrjá mánuði óskilorðsbundið en hann rauf skilorð með broti sínu og var dæmdur hegningarauki. Auk þeirra tveggja sem sakfelld voru fyrir ránið var þriðji maðurinn ákærður í málinu, en hann var sýknaður, aðallega vegna sönnunarskorts en einnig vegna nafnaruglings í ákæru þar sem nöfnum hans og meðákærða var ruglað saman. Lögum samkvæmt má ekki dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru er greint frá né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Ákvæðið heimilar þó leiðréttingu á misritun en í dóminum er ekki fallist á að misritun nafna ákærðu sé aukaatriði sem leiðrétta megi með bókun. Þar sem hin ákærðu voru sýknuð af líkamsárás og aðrir árásarmenn eru óþekktir, var enginn sakfelldur fyrir líkamsárásina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Kona og karlmaður, bæði um tvítugt, voru sakfelld fyrir rán í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Samkvæmt dómnum þykir sannað að ákærðu hafi í sameiningu blekkt eldri mann með samskiptum við hann á samfélagsmiðlum og talið honum trú um að hann væri að kaupa vændi af tveimur stúlkum. Þau fengu brotaþola til að bjóða sér inn heima hjá sér undir þessu yfirskini en þegar inn var komið ruddust aðrir tveir menn inn og réðust að manninum með exi, kylfu og byssu, þvinguðu hann í gólfið og veittu honum ýmsa áverka þar á meðal stungusár á læri, sár á sköflungi, rifbrot og hruflsár á hálsi. Meðan þessu fór fram kröfðu þeir manninn um peninga. Atlögunni lauk þegar nágranni kom að og hringdi á lögreglu en á flóttanum höfðu ákærðu með sér verkjalyf, sígarettur og iPhone 5 síma. Málavöxtum er þannig lýst í dóminum að lögregla hafi verið kvödd að húsi við Reynimel í Reykjavík vegna innbrots. Brotaþoli greindi lögreglu frá því á vettvangi að hann hefði samið um að tvær vændiskonur kæmu til hans þetta kvöld en hann hafði áður verið í sambandi við stúlku á netinu og síðar einnig karlmann og hefði þeim samist um að tvær stúlkur kæmu til hans. Önnur stúlkan og karlmaður hefðu komið til hans um klukkan níu þetta kvöld og sagt að hin stúlkan væri á leiðinni. Skömmu síðar hefði verið barið að dyrum og þegar hann opnaði hefðu þrír grímuklæddir menn ruðst inn og ráðist á hann ásamt manninum sem þegar var kominn. Mennirnir hafi verið vopnaðir öxi, hafnaboltakylfu og tveir þeirra auk þess með vasahnífa. Þeir hafi krafið sig um peninga en þegar hann neitaði því hefðu þeir beitt sig ofbeldi. Grunur tók að beinast að ákærðu eftir rannsókn á síma brotaþola og játuðu dómfelldu að hafa komið í íbúðina. Karlmaðurinn játaði aðild að hluta en benti á aðra menn sem helstu skipuleggjendur brotsins. Þá játaði konan að hafa komið í íbúðina sem tálbeita. Enn er óupplýst hverjir það voru sem ruddust inn og réðust á brotaþola eftir að ákærðu voru komin inn til hans. Konan var ekki ákærð fyrir þátt í líkamsárásinni en karlinn var sýknaður af þeirri ákæru vegna sönnunarskorts. Brotaþoli var einn um að bera að hann hafi ráðist á hann með fyrrgreindum hætti ásamt hinum óþekktu mönnum en að mati dómsins styðja önnur gögn málsins ekki framburð brotaþola um aðild hans að líkamsárásinni. Konan hlaut 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ránið en karlmaðurinn var dæmdur til fangelsisvistar í þrjá mánuði óskilorðsbundið en hann rauf skilorð með broti sínu og var dæmdur hegningarauki. Auk þeirra tveggja sem sakfelld voru fyrir ránið var þriðji maðurinn ákærður í málinu, en hann var sýknaður, aðallega vegna sönnunarskorts en einnig vegna nafnaruglings í ákæru þar sem nöfnum hans og meðákærða var ruglað saman. Lögum samkvæmt má ekki dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru er greint frá né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Ákvæðið heimilar þó leiðréttingu á misritun en í dóminum er ekki fallist á að misritun nafna ákærðu sé aukaatriði sem leiðrétta megi með bókun. Þar sem hin ákærðu voru sýknuð af líkamsárás og aðrir árásarmenn eru óþekktir, var enginn sakfelldur fyrir líkamsárásina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira