„Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2017 09:00 Margir upplifa kvíða og vanlíðan í kringum jólin. Vísir/Getty Dagana fyrir jól byrja margir setningarnar sínar á „Ég á eftir að“ eða „Ég þarf að“ og flestir eru með lista yfir allt sem þarf að kaupa, þrífa og gera. Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur fólk til að sleppa því að setja of mikla pressu á sig og passa að leyfa ekki stressinu að heltaka jólaundirbúninginn. „Þú hlammar þér í sófann í aðgerðarlömun. Opnar símann. Öppin sem gefa sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá. Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum. Óaðfinnanlegar Sörur. Sjö sortir á sunnudegi. Mannvirki úr piparkökum. Ein gerði Hallgrímskirkju. Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace. Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger. Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.“ Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat eru myndir og myndbönd frá fólki sem er búið að þrífa allt og kaupa allt og gera allt. Ragga bendir á að fyrir jólin eru mörg heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum, uppstillt eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. „Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum. Serían flækt og ein peran ónýt. Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna. Hann hvíslar í eyrað á þér: Þú munt aldrei ná þessu öllu. Ekki-nógan mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert. „Þú átt eftir að setja upp jólagardínurnar... og það kortér í jól.” Hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.“Ragga nagli hvetur Íslendinga til þess að slappa af um jólin og sleppa kvíðahnútnum yfir því að eitthvað sé ekki nóg.Aðsent/Andrea JónsdóttirÞað koma alltaf jól Ragga segir að fólk setji sér kröfur sem fari með himinskautum og ekki sé neinum fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim. „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu. Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum. Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum. Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.“ Hún hvetur fólk til þess að hylla myllumerkið #nógugott og sleppa óraunhæfum kröfum með tilheyrandi stressi, ekki láta kvíðahnút og vanlíðan eyðileggja jólin. „Það koma jól. Hvort sem það er ryk í hornunum. Sængin óviðruð. Eldhússkáparnir skipulagt kaos. Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr. Það koma alltaf jól. Spurningin er bara hvort við ætlum að njóta þeirra.“ Mest lesið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Dagana fyrir jól byrja margir setningarnar sínar á „Ég á eftir að“ eða „Ég þarf að“ og flestir eru með lista yfir allt sem þarf að kaupa, þrífa og gera. Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur fólk til að sleppa því að setja of mikla pressu á sig og passa að leyfa ekki stressinu að heltaka jólaundirbúninginn. „Þú hlammar þér í sófann í aðgerðarlömun. Opnar símann. Öppin sem gefa sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá. Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum. Óaðfinnanlegar Sörur. Sjö sortir á sunnudegi. Mannvirki úr piparkökum. Ein gerði Hallgrímskirkju. Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace. Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger. Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.“ Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat eru myndir og myndbönd frá fólki sem er búið að þrífa allt og kaupa allt og gera allt. Ragga bendir á að fyrir jólin eru mörg heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum, uppstillt eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. „Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum. Serían flækt og ein peran ónýt. Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna. Hann hvíslar í eyrað á þér: Þú munt aldrei ná þessu öllu. Ekki-nógan mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert. „Þú átt eftir að setja upp jólagardínurnar... og það kortér í jól.” Hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.“Ragga nagli hvetur Íslendinga til þess að slappa af um jólin og sleppa kvíðahnútnum yfir því að eitthvað sé ekki nóg.Aðsent/Andrea JónsdóttirÞað koma alltaf jól Ragga segir að fólk setji sér kröfur sem fari með himinskautum og ekki sé neinum fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim. „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu. Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum. Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum. Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.“ Hún hvetur fólk til þess að hylla myllumerkið #nógugott og sleppa óraunhæfum kröfum með tilheyrandi stressi, ekki láta kvíðahnút og vanlíðan eyðileggja jólin. „Það koma jól. Hvort sem það er ryk í hornunum. Sængin óviðruð. Eldhússkáparnir skipulagt kaos. Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr. Það koma alltaf jól. Spurningin er bara hvort við ætlum að njóta þeirra.“
Mest lesið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira