Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2017 19:30 Velferðarráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.Í helgarviðtali Fréttablaðsins gagnrýnir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona breytingar á almannatryggingakerfinu sem gerðar voru síðustu áramót. Þá lækkaði frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund. Margrét Helga sem lék í þáttaröðinni Föngum á síðasta ári segir það ekki borga sig fyrir hana að leika í næstu seríu þar sem laun hennar myndu skerða lífeyri hennar frá Tryggingastofnun. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara, gagnrýnir einnig skerðinguna og segir hana fátæktargildru fyrir eldra fólk sem vill bæta hag sinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir breytingar á lífeyriskerfinu hafa miðað fyrst og fremst að því að einfalda kerfið þannig að sambærilegar skerðingar séu á atvinnutekjum og tekjum frá lífeyrissjóði en einnig að styrkja tekjulægstu hópana. „Helmingur lífeyrisþega, eða þeir sem hafa lægstu tekjurnar, hækkuðu um það bil 24-25% milli ára. Það markmið náðist. Það er hins vegar alveg rétt að þetta kerfi mætti vera meira hvetjandi til atvinnuþátttöku," segir Þorsteinn. Til þess að auka hvatann verði frítekjumark hækkað upp í hundrað þúsund krónur á næstu fimm árum og sjötíu ára regla opinberra starfsmanna nemin úr gildi. Frá og með næstu áramótum verði einnig hægt að fara á hálfan lífeyri samhliða hlutastarfi. „Við aukum mjög lífeyrissréttindi okkar með því að fresta lífeyristöku um tvö til þrjú ár, frá til dæmis 67-70 ára, þá hækka mánaðarlegar greiðslur verulega.“ Tengdar fréttir Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Velferðarráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.Í helgarviðtali Fréttablaðsins gagnrýnir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona breytingar á almannatryggingakerfinu sem gerðar voru síðustu áramót. Þá lækkaði frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund. Margrét Helga sem lék í þáttaröðinni Föngum á síðasta ári segir það ekki borga sig fyrir hana að leika í næstu seríu þar sem laun hennar myndu skerða lífeyri hennar frá Tryggingastofnun. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara, gagnrýnir einnig skerðinguna og segir hana fátæktargildru fyrir eldra fólk sem vill bæta hag sinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir breytingar á lífeyriskerfinu hafa miðað fyrst og fremst að því að einfalda kerfið þannig að sambærilegar skerðingar séu á atvinnutekjum og tekjum frá lífeyrissjóði en einnig að styrkja tekjulægstu hópana. „Helmingur lífeyrisþega, eða þeir sem hafa lægstu tekjurnar, hækkuðu um það bil 24-25% milli ára. Það markmið náðist. Það er hins vegar alveg rétt að þetta kerfi mætti vera meira hvetjandi til atvinnuþátttöku," segir Þorsteinn. Til þess að auka hvatann verði frítekjumark hækkað upp í hundrað þúsund krónur á næstu fimm árum og sjötíu ára regla opinberra starfsmanna nemin úr gildi. Frá og með næstu áramótum verði einnig hægt að fara á hálfan lífeyri samhliða hlutastarfi. „Við aukum mjög lífeyrissréttindi okkar með því að fresta lífeyristöku um tvö til þrjú ár, frá til dæmis 67-70 ára, þá hækka mánaðarlegar greiðslur verulega.“
Tengdar fréttir Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30
Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent