Velta eykst í ferðaþjónustu en minnkar í sjávarútvegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 10:53 Umsvif einkennandi greina ferðaþjónustu hafa aukist undanfarin ár sem skýra það að veltan eykst milli ára. Vísir/Eyþór Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar en þar kemur meðal annars fram að velta í flokknum „rekstur gististaða og veitingarekstur“ jókst um 25,9 prósent. Á sama tíma jókst velta í bílaleigu um 25,2 prósent og er velta í bílaleigu nú orðin svipuð veltu í landbúnaði eins og Vísir greindi frá í gær. Ef síðan er miðað við heilt ár og nýjustu tölur, þá dróst velta í sjávarútvegi saman um 15,7 prósent á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 14,4 prósent.Gengi krónunnar og verkfall sjómanna hafa áhrif Að því er fram kemur á vef Hagstofunnar má skýra lækkunina með því að gengi íslensku krónunnar hefur hækkað miðað við gjaldmiðla í helstu útflutningslöndum okkar og svo nýafstöðnu verkfalli sjómanna. Hvað varðar ferðaþjónustuna verður að hafa í huga að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. „Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár. Þar sem þjónusta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda er tiltölulega nýorðin virðisaukaskattskyld er ekki enn hægt að bera saman tölur á ársgrundvelli, en velta í þeirri atvinnugrein var 23,3% hærri í mars og apríl 2017 en sömu mánuði árið áður,“ segir á vef Hagstofunnar en nánar má lesa um málið þar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar en þar kemur meðal annars fram að velta í flokknum „rekstur gististaða og veitingarekstur“ jókst um 25,9 prósent. Á sama tíma jókst velta í bílaleigu um 25,2 prósent og er velta í bílaleigu nú orðin svipuð veltu í landbúnaði eins og Vísir greindi frá í gær. Ef síðan er miðað við heilt ár og nýjustu tölur, þá dróst velta í sjávarútvegi saman um 15,7 prósent á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 14,4 prósent.Gengi krónunnar og verkfall sjómanna hafa áhrif Að því er fram kemur á vef Hagstofunnar má skýra lækkunina með því að gengi íslensku krónunnar hefur hækkað miðað við gjaldmiðla í helstu útflutningslöndum okkar og svo nýafstöðnu verkfalli sjómanna. Hvað varðar ferðaþjónustuna verður að hafa í huga að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. „Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár. Þar sem þjónusta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda er tiltölulega nýorðin virðisaukaskattskyld er ekki enn hægt að bera saman tölur á ársgrundvelli, en velta í þeirri atvinnugrein var 23,3% hærri í mars og apríl 2017 en sömu mánuði árið áður,“ segir á vef Hagstofunnar en nánar má lesa um málið þar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23